Morgunblaðið - 03.02.2015, Side 15

Morgunblaðið - 03.02.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam Villibráðar-paté prikmeð pa Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ - salat skufer ðbo arðameð Miðj kjRisa-ræ með peppadew iluS ajónmeð japönsku m het Hörpuskeljar má, 3 s Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Frábært tilboðsver ð, aðeins 10.990.000 kr. 20” álfelgur, loftpúðafjöðrun, lyklalaust aðgengi og ræsing. Rafmagnshleri, Xenon og led ljós, panorama, Nappa leðursæti með hita og kælingu, hiti í stýri, fjarlægðaskynjarar að framan og aftan. Alpine hljómkerfi með 8,4” snertiskjá, 40 GB hörðum disk, Bluetooth fyrir símann og tónlistina í símanum þínum. Bakkmyndavél, 8 gíra, sjálfskiptur, mjög fullkomið fjórhjóladrif með lágu drifi. V6, 3.6, 290 hö með eyðslu aðeins 10,4 í blönduðum akstri og 8,2 í langkeyrslu. Jeep Grand Cherokee Overland 2014 Getum útvegað allargerðir bíla frá USA og Evrópu Bestu lúxus jeppakaupin í dag Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - Fax 534 4430 - isband@isband.is - www.isband.is Opið alla virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga frá kl. 11-15 Komdu til okkar og skoðaðu 1stk . e f t i r Hnúfubakur sem merktur var með gervihnattasendi í Eyjafirði 10. nóv- ember sl. heldur enn striki sínu suður á bóginn. Í gær hafði hann lagt um 3.600 kílómetra að baki. Sendingar hafa borist frá dýrinu í 85 daga og er talið að förinni sé heitið í Karíbahafið þar sem eru þekktar æxlunarstöðvar hnúfubaka. Þangað gæti hann verið kominn eftir um þrjár vikur með svip- uðum hraða. Merki hefur borist leng- ur frá hnúfubaknum, en áður hefur tekist. Síðustu daga hefur hnúfubakurinn synt um þrjár sjómílur á klukkustund og því um 75 sjómílur á sólarhring. Hann hægði þó aðeins á sér við Flæmska hattinn, þar sem Íslending- ar veiddu mikið af rækju fyrir nokkr- um árum. Mest fór hnúfubakurinn um 100 mílur á sólarhring fyrst eftir að hann lagði af stað 10. janúar. Þá hafði dýrið dólað úti fyrir Norður- landi í um tvo mánuði frá merkingu. Lagði seint af stað Gísli Víkingsson, hvalasérfræðing- ur á Hafrannsóknastofnun, segir dýr- ið hafa lagt seinna af stað en búast hefði mátt við. Talið hefur verið að fengitími hnúfubaka byrji í desember, en þegar komi fram í marsmánuð haldi dýrin aftur norður á bóginn. Breytileiki væri greinilega meiri hjá hvölunum heldur en t.d. farfuglum, sem koma á nokkuð vissum tíma á vorin og fara til baka á haustin. Þekkt er meðal hnúfubaka að karl- inn helgar sér svæði og reynir að laða kvenkynið til sín með söng. Ekki er vitað hvors kyns merkti hnúfubakur- inn er. aij@mbl.is Fer um 75 mílur á sólarhring  Hnúfubakurinn á hraðferð í suður Flæmski hatturinn Karíbahaf Ísland Suðurferð hnúfubaks Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu með bréfi í gær eftir fundi með Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efna- hagsráðherra, vegna skaðlegra áhrifa gjaldeyrishaftanna á íslensk iðnfyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni sem og á fyrirtæki á sviði nýsköp- unar. Forsætisráðherra var sent af- rit af bréfinu. SI vonast til þess að fundurinn með fjármálaráðherra geti farið fram innan fárra daga. Tilefni beiðni SI um fund var að iðnfyrirtækið Promens hyggst flytja höfuðstöðvar sínar til útlanda. Sam- tökin lýsa sig „reiðubúin til sam- vinnu við stjórnvöld um að greina stöðu mála varðandi samkeppn- ishæfni alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi, leggja mat á umfang þess skaða sem höftin hafa þegar valdið og ekki síst að útfæra mögulegar leiðir til að bæta stöðuna innan ásættanlegs tímaramma. SI leggja þunga áherslu á að sérstaklega verði hugað að aðstöðu íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri starfsemi þegar tímasett og þrepaskipt áætl- un um afnám hafta verði sett fram,“ segir í tilkynningu frá SI. Fyrirtækið var selt úr landi Promens vildi kaupa gjaldeyri á afslætti til þess að nota til fjárfest- inga erlendis og vildi undanþágur frá gjaldeyrishöftunum vegna þess, að því er Sigmundur Davíð forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær. Hann svaraði fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylk- ingarinnar, sem hóf umræðu um starfsskilyrði þekkingarfyrirtækja hér á landi. Árni Páll nefndi nokkur fyrirtæki sem væru að skoða flutn- ing höfuðstöðva sinna héðan. Hann spurði forsætisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af þessari þróun og hver stefna ríkisstjórnarinnar væri í þessum málum. Forsætisráðherra sagði m.a. að hvað varðaði flutning höfuðstöðva Promens úr landi hefði umræðan sem kom í kjölfarið orðið tilefni til að skoða þessi mál. Hann kvaðst hafa rætt þetta við seðlabankastjóra í gærmorgun. Sig- mundur Davíð sagði að fyrirtækið hefði fengið undanþágur frá gjald- eyrishöftum á undanförnum árum. Sú höfnun sem vísað væri til nú hefði komið til fyrir allmörgum mánuðum og snúist um beiðni um að kaupa hér erlendan gjaldeyri á því sem kalla mætti afslátt vegna þess að skráð gengi Seðlabankans væri allt annað heldur en aflandsgengi. Nýta hefði átt það fjármagn til fjár- festinga erlendis. „Þetta fyrirtæki hefði vel getað tekið lán fyrir þessum fjárfestingum í útlöndum. Þetta snerist því ekki um það að verið væri á einhvern hátt að gera fyrirtækinu ómögulegt að starfa hér,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði ennfremur að ákvörðunin um flutning höfuðstöðv- anna hefði komið í kjölfar þess að fyrirtækið var selt til útlanda. Það þyrfti ekki að koma á óvart þegar kaupandinn væri erlendur að hann vildi hafa fyrirtækið í grennd við sína starfsemi. Starfsemin á Íslandi héldist hins vegar nánast óbreytt. Promens fékk undanþágu frá höftum  Samtök iðnaðarins óska eftir fundi með fjármálaráðherra vegna skaðlegra áhrifa gjaldeyrishaft- anna á íslensk iðnfyrirtæki  Flutningur höfuðstöðva Promens úr landi var ræddur á Alþingi í gær Morgunblaðið/Eggert Promens Fyrirtækið selt úr landi og höfuðstöðvarnar fara héðan. Árni Páll Árnason Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mikið tjón varð í íbúð í fjölbýlis- húsi í Mánatúni í Reykjavík þar sem eldur kvikn- aði rétt fyrir há- degi í gær. Slökkviliðsmenn komu til bjargar konu sem hafði komið sér fyrir úti á svölum íbúðar- innar þar sem hún beið eftir aðstoð. Konan var flutt á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu hlaut konan engin brunasár og svo virðist sem hún hafi sloppið með skrekkinn. Lögreglan segir mikinn reyk hafa verið í íbúðinni þegar slökkvi- liðs- og lögreglumenn bar að garði. Konan, sem var ein í íbúðinni, gleymdi potti á eldavél með þeim afleiðingum að hann ofhitnaði og eldur kviknaði, en olía var í pottin- um. Mikið tjón í elds- voða í Mánatúni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.