Morgunblaðið - 03.02.2015, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.02.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 Spurður hvort spennan í sam- skiptum Rússa við Vesturlönd í kjölfar Úkraínudeilunnar hafi áhrif á samstarfið í norðurslóðamálum segir Magnús að mjög góður andi sé í vinnunni í Norðurskauts- ráðinu. Á síðasta ráðherrafundi í Kiruna árið 2013 hafi í fyrsta sinn verið samþykkt langtímastefna fyrir markmið ráðsins. „Fyrsti liður þeirrar samþykktar er að ríkin skuldbinda sig til að leggja megináherslu á að leysa allar deilur og hagsmunaárekstra á svæðinu sem upp kunna að koma á friðsamlegan hátt. Það hefur sérstaklega verið vísað í hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og hvernig hann hefur verið notaður til að leysa deilu- mál,“ segir Magnús um áhersl- urnar í samstarfinu. Kemur þessi greining Magnúsar heim og saman við þau ummæli Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, á blaðamannafundi á Arc- tic Frontiers-ráðstefnunni í Tromsö, að áhersla sé lögð á að ríki Norðurskautsráðsins eigi í góðu samstarfi. Spennan í samskiptum við Rússa hefur ekki haft áhrif DEILUR Í RÁÐINU SÉU LEYSTAR Á FRIÐSAMLEGAN HÁTT Morgunblaðið/Baldur Arnarson Vetrarsól Myndin er tekin að morgni 21. jan. en sól kemur þá í fyrsta sinn upp fyrir fjöllin í Tromsö eftir vetrarmyrkrið. Norðurskautsráðið er með skrifstofur við sjóinn. ursins vegna loftslagsbreytinga með- al annars leitt til stóraukinnar ferða- mennsku á norðurskautssvæðinu. Siglingar hafa aukist og ætla Banda- ríkjamenn að leggja áherslu á að koma þessum tveimur samningum í framkvæmd með sameiginlegum björgunaræfingum ríkjanna. Með því verður hægt að finna út hvar veiku punktarnir eru í dag og vinna að úr- bótum,“ segir Magnús. Ráðinu stjórnað af löndunum Skrifstofa Norðurskautsráðsins í Tromsö var stofnuð 21. janúar 2013 með því að Magnús skrifaði fyrir hennar hönd undir samning við ríkis- stjórn Noregs um að setja hana á laggirnar. Starfsmennirnir eru nú 10 frá sjö löndum. Magnús var ráðinn til fjögurra ára. „Okkar verkefni er að styðja við starfsemi ráðsins. Skrifstofan sem slík tekur ekki ákvarðanir en við hjálpum til og undirbúum fundi fyrir ráðið til ákvarðanatöku. Ráðinu er stjórnað af löndunum sjálfum sem skiptast á að fara með formennsku. Kanada er með formennsku fram á vor. Það verður ráðherrafundur ríkjanna í Iqaluit í Kanada 24. og 25. apríl. Þá taka Bandaríkjamenn við formennsku. Við vinnum náið með formennskuríkinu á hverjum tíma. Við sinnum líka samskiptum við al- menning fyrir hönd ríkjanna. Tilgangurinn er sá að fræða íbúa norðurskautsins um hvað er að ger- ast á norðurskautssvæðinu og hvað ráðið er að gera til að mæta þeim áskorunum sem felast í þeim breyt- ingum sem þar eru að verða. Það á ekki aðeins við íbúa norðurskauts- svæðisins heldur íbúa heimsins alls, því margar af þeim breytingum sem eru að verða á svæðinu eiga upptök sín og rætur annars staðar í veröld- inni,“ segir Magnús og vísar m.a. til loftslagsbreytinga. Ólíkar pólitískar áherslur Magnús segir pólitískar áherslur hvers formennskuríkis koma fram í svonefndri ráðherrayfirlýsingu. „Á hverjum ráðherrafundi er lögð fram ítarleg verkáætlun fyrir sex fastar vinnunefndir ráðsins sem vinna að verkefnum þess. Nefndirnar koma með tillögur sem embættis- mannanefnd ráðsins fer yfir áður en tillögurnar eru lagðar fyrir ráðherra- ráðið. Skrifstofan fylgist með því hvernig þessi vinna gengur og við að- stoðum formennskuríkið við að sjá til þess að markmið ráðherrafundarins nái fram að ganga. Nú er verið að undirbúa fundinn í Iqaluit og að því að draga fram hvaða árangur hefur náðst af markmiðum síðasta ráð- herrafundar. Það mun koma fram í niðurstöðu fundarins en nú er jafn- framt unnið að nýrri áætlun sem mun endurspegla áherslur Bandaríkja- manna á þeirra formennskutíma. Bandaríkin hafa sett þær fram en það er ekki þar með sagt að þær fari óbreyttar inn í framkvæmdaáætlun sem verður samþykkt á ráðherra- fundinum og gildir til tveggja ára. Nú þurfa Bandaríkjamenn að semja við hin ríkin, því allar ákvarðanir ráðsins eru samhljóða.“ Mikið öryggismál – Hvað er efst á baugi í aðdrag- anda ráðherrafundarins? „Það er horft til loftslagsmálanna en þau skipta Norðurskautsráðið og norðurskautið miklu máli. Þá má nefna að Norðurskautsráðið þrýsti á Alþjóðasiglingamálastofnunina um að setja sérstakar reglur um smíði og búnað skipa sem koma til með að sigla á norðurslóðum í framtíðinni. Það er mikið öryggismál. Í desember sl. samþykkti Al- þjóðasiglingamálastofnunin þessar nýju reglur sem munu koma til fram- kvæmda eftir 2016 og verða ný skip framvegis smíðuð eftir þeim.“ Nýjar áherslur styrkja stöðu Íslands  Framkvæmdastjóri skrifstofu Norðurskautsráðsins telur formennsku Bandaríkjanna munu hafa áhrif á stöðu Íslands innan ráðsins  Bandaríkin hafi áhuga á að koma upp verndarsvæðum í norðri Morgunblaðið/Baldur Arnarson Á skrifstofunni Morgunblaðið ræddi við Magnús 19. janúar en þá hafði sólin ekki sést í Tromsö síðan 21. nóvember. Dragi úr losuninni » Magnús segir sérstaka nefnd á vegum ráðsins hafa unnið að framkvæmdaáætlun um að draga úr losun efna sem valda loftslagsbreytingum, annarra en koldíoxíðs, t.d. sóts [e. black carbon] og metans. » Sótið sest á snjó á norður- skautssvæðinu og dregur úr endurvarpi ljóss. Það hraðar bráðnun íssins. Þá er metan margfalt skæðari gróðurhúsa- lofttegund en koldíoxíð. » Telur Magnús að slík fram- kvæmdaáætlun verði sam- þykkt á næsta ráðherrafundi. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áherslur Bandaríkjamanna á mál- efni hafsins og nýtingu endurnýjan- legrar orku á norðurskautssvæðinu ættu að styrkja stöðu Íslands innan ráðsins og jafnvel kalla eftir enn frekari þátttöku í starfsemi þess næstu tvö árin, í kjölfar þess að Bandaríkin taka við formennsku í ráðinu í apríl. Þetta er mat Magnúsar Jóhann- essonar, framkvæmdastjóra skrif- stofu Norðurskautsráðsins í Tromsö, en hann kynnti starfsemina fyrir Morgunblaðinu síðla í janúar í tilefni af norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsö. Kanada, Danmörk, Finnland, Ís- land, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Bandaríkin eiga fast sæti í ráðinu og skiptast þau á að fara með for- mennsku til tveggja ára í senn. Auk þess eiga fulltrúar sex samtaka frum- byggja á svæðinu sæti í ráðinu. Norðurskautsráðið var stofnað 1996 af ríkjunum átta með það meginmarkmið að stuðla að umhverfisvernd og tryggja sjálf- bærni athafna og framkvæmda á norðurskautssvæðinu. Vilja verndarsvæði Magnús segir Bandaríkjamenn annars vegar hafa áhuga á að koma upp verndarsvæðum á hafi á norður- skautssvæðinu og hins vegar sýna því áhuga að smíða lagaramma um svæðið. Varðar síðara atriðið breyt- ingar á samningum sem gera munu auðveldara að hafa meiri áhrif á stjórn á nýtingu hafsvæðisins. Magnús segir að hér megi horfa til tveggja lagalega bindandi samninga sem Norðurskautsráðið hefur gert. Annars vegar samningur um leit og björgun, sem skrifað var undir 2011, og svo samningurinn um samvinnu ríkjanna til þess að bregðast við mengunarslysum. „Þetta eru mjög mikilvæg mál enda hafa breytingar á lífríki norð- Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. Er kominn tími á að smyrja bílinn þinn Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15 með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Að smyrja bílinn reglulega er hagkvæm og ódýr leið til þess að tryggja betri og lengri endingu vélarinnar. 564 5520 bilajoa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.