Morgunblaðið - 03.02.2015, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015
Elsku pabbi
minn, nú ertu kom-
inn til mömmu,
Heddu mömmu
þinnar, Helgu
ömmu þinnar og pabba þíns. Ég
trúi því varla að ég sitji hér og
skrifi enn eina minningargrein-
ina. Elsku pabbi minn, við höfum
gengið í gegnum svo margt yfir
ævina. Ég man hvað mér fannst
gott að taka í höndina þína þegar
ég var hrædd og óörugg, þú
straukst vandlega með þumlinum
í hringi og það róaði mig alveg
niður. Þú hafðir svo góða og ró-
lega nærveru. Ég man líka hvað
mér fannst gaman að heyra þig
segja frá sögum af sjónum fyrir
háttatímann þegar ég var lítil, þú
varst einstaklega laginn við að
segja skemmtilega frá. Það skipt-
ir mig ólýsanlega miklu máli að
þú hafir hitt barnabörnin þín, þau
Erik Breka og Hönnu Stínu. Nú
skalt þú segja mömmu allt um
þau og lífið okkar Gissa hér í
Kópavoginum. Það var mikið
þakklæti að fá að hafa hugsað um
þig síðasta ár og standa með þér í
gegnum þessi erfiðu veikindi. Þú
ætlaðir aldrei að gefast upp og
gerðir allt sem í þínu valdi stóð til
að berjast í þessum veikindum.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
allan tímann okkar saman.
Einlæg kveðja,
Helga.
Mér er það afar minnisstætt
þegar Helga kynnti mig fyrir
Hjalla föður sínum föstudags-
kvöld eitt út í sumarbústað. Við
Helga mættum í bústaðinn og á
móti mér tók þessi viðkunnanlegi
maður skælbrosandi út að eyrum.
Við Hjalli vorum ekki lengi að ná
Hjálmar
Kristinsson
✝ Hjálmar Krist-insson fæddist
13. febrúar 1957.
Hann lést 25. jan-
úar 2015. Útför
Hjálmars fór fram
2. febrúar 2015.
flugi í spjalli og áður
en ég vissi af var
kominn tími til að
keyra aftur heim en
þá höfðum við Hjalli
rabbað saman í u.þ.b
4 klst. nánast án
þess að anda á milli
setninga. Ég man að
ég hugsaði í bílnum
á leiðinni heim
hversu ótrúlega
þægilegur og al-
mennilegur þessi maður, sem ég
var að kynnast, væri og það var í
raun lyginni líkast hversu vel við
náðum saman við fyrsta spjall.
Það var einmitt þessi ótrúlega
góðmennska og almennilegheit
gagnvart öllum, hvort sem Hjalli
þekkti viðkomandi eða ekki, sem
einkenndu far Hjalla, hann var
ávallt tilbúinn í spjallið og ekki
stóð á jákvæðum svörum ef óskað
var eftir hjálp hans. Ég minnist
þess varla að hafa séð Hjalla
öðruvísi en brosandi og má í raun
segja að sá lærdómur sem ég mun
draga af Hjalla sé að horfa ávallt
á lífið jákvæðum augum og brosa
framan í heiminn. Hjalla verður
sárt saknað af okkur fjölskyld-
unni í Galtalind 17 og munum við
varðveita minningu hans í máli og
myndum fyrir börn okkar og aðra
um ókomna tíð. Guð blessi þig,
ástkæri tengdafaðir.
Gissur Jónasson.
Í dag er borinn til grafar syst-
ursonur minn, Hjálmar Kristins-
son. Hann var frumburður
Heddu Gandil og Kristins Sig-
urðssonar en þau höfðu hafi bú-
skap nokkru áður á Keflavíkur-
flugvelli þar sem Kristinn
starfaði sem flugumferðarstjóri.
Nokkru eftir að Hjálmar, Hjalli,
fæddist fluttu þau á Svalbarð 8,
en á Hvaleyraholtinu í Hafnar-
firði voru þau að reisa sitt fram-
tíðarheimili. Með þriggja ára
millibili bættust tveir drengir í
fjölskylduna, Helgi Gunnar
(1960) og Jóhann Örn (1963). Þeg-
ar allt virtist leika í lyndi, hús-
byggingu lokið og garður kominn
í ræktun, lagðist dimmur skuggi
yfir heimilið. Hedda greinist með
illvígan sjúkdóm. Baráttan stóð
næstu sjö árin. Á stundum með
góðum köflum þar sem menn
eygðu sigurvon en síðan von-
brigði og baráttunni lauk 1974, en
þá var Hjalli rétt sautján ára.
Næstu árin var hann að feta sig á
lífsbrautinni, lauk námi í Flens-
borgarskóla og fór nokkru síðar í
nám á nýstofnaðri braut í sjáv-
arútvegsfræðum. Þá hélt hann
austur í Neskaupstað, en þaðan
var móðuramma hans ættuð.
Á Norðfirði átti Hjalli góðar
stundir. Hann var til sjós um tíma
og fékkst einnig við ýmis önnur
störf, tengd sjávarútvegi. Þar
kynntist hann eiginkonu sinni,
Jóhönnu Kristínu Ragnarsdóttur
hárgreiðslukonu og þar stofnuðu
þau heimili. Í kjölfarið eignuðust
þau soninn, Hjalta f. 1984, og síð-
ar dótturina, Helgu f. 1988.
Nokkrum árum síðar flutti fjöl-
skyldan suður til Hafnarfjarðar
þar sem draumurinn var að skapa
sér nýjan starfsvettvang. Þar bjó
faðir hans og bræður og margir
tryggir vinir frá fyrri tíð. Grimm
örlög höfðu þó ekki sagt sitt síð-
asta. Á ný hófst erfið barátta við
illvígan sjúkdóm, nú var það eig-
inkonan, Jóhanna Kristín, sem
veiktist. Árið 2008 á apríldögum
þurftu Hjalli og börnin að horfa á
eftir Hönnu Stínu.
Næstu árin einkenndust af
nokkru rótleysi. Hjalli var í eðli
sínu bæði hlýr, glaðvær og bjart-
sýnn, en þegar kjölfestan hverfur
getur verið erfitt að sigla hag-
stæða stefnu. Jákvæðnin og glað-
værðin gerði oft erfitt að greina
undirliggjandi erfiðleika og sorg.
Og mótlætið hafði ekki sagt
sitt síðasta. Fyrir tveimur árum
greindist Hjálmar með heilaæxli,
enn var höggvið í sama knérunn!
Enn á ný þurfti að berjast. Eftir
erfiða læknismeðferð var hann
ákveðinn að berjast með öllum til-
tækum ráðum. Um tíma í haust
vorum við farin að leyfa okkur
smábjartsýni enda virtist æxlið
hafa minnkað. Í nóvember fædd-
ist annað afabarnið. Helga
Hjálmarsdóttir og Gissur bóndi
hennar höfðu eignast stúlku.
Hjalli sýndi okkur stoltur myndir
og boðað var til skírnarveislu á
gamlársdag. Það var mikil gleði
og stolt í svip Hjalla þegar litla
stúlkan tók við nafni móðurömmu
sinnar.
En skjótt skipast veður í lofti.
Tveimur vikum seinna blossaði
upp meinið í Hjalla og 25. janúar
var öllu lokið. Nú sitja eftir ljúfar
minningar um góðan dreng,
dreng sem ætíð reyndi að sjá
björtu hliðarnar í öllu og öllum.
Um leið og við Bjarney vottum
ættingjum og aðstandendum
samúð okkar þökkum við fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við átt-
um á samleið með Hjalla.
Örn Helgason.
Þá er Hjalli farinn frá okkur,
farinn til þeirra sem fóru á undan.
Það er gott til þess að hugsa að
núna fær hann að hitta hana
Hönnu sína. Þegar horft er til
baka er ljóst að Hjalli missti sinn
besta vin þegar Hanna dó fyrir
bráðum sjö árum. Hanna var kjöl-
festan í lífi Hjalla.
Við Hjalli höfum þekkst frá því
vorum smástrákar. Við ólumst
upp á Holtinu í Hafnarfirði og
fylgdumst að barna- og unglings-
árin í skóla. Við vorum hluti af
stærri vinahópi sem haldið hefur
saman alla tíð síðan og þar sem
betri helmingarnir bættust við
þegar við komumst til vits og ára.
Hittist vinahópurinn reglulega í
matarboðum, veiðiferðum og til
að horfa á enska boltann, eða
bara einfaldlega til að vera sam-
an.
Það sem einkenndi Hjalla alla
tíð var þessi ótakmarkaða bjart-
sýni og sú hæfni að geta ávallt séð
það jákvæða í lífinu. Þessi bjart-
sýni og jákvæðni hjálpaði honum
mikið þegar hann greindist með
alvarleg veikindi fyrir ári. Sátum
við oft saman við félagarnir síð-
asta árið og ræddum hvernig best
væri að berjast og halda heilsu.
Allt var skoðað, mataræði og
hvernig hægt væri að halda sér í
sem bestu líkamlegu formi. Það
sem við vorum þó sammála um að
skipti mestu máli væri að missa
ekki móðinn. Ekkert væri svo
slæmt að ekki mætti finna eitt-
hvað jákvætt.
Þó að flestir mættu sjá í hvað
stefndi barðist Hjalli af fullum
krafti og trúði á sigur að lokum.
Það var því reiðarslag fyrir okkur
öll þegar heilsu hans hrakaði
snögglega svo ekkert varð við
ráðið.
Helga og Hjalti, ef hægt er að
finna einhverja huggun í fráfalli
pabba ykkar er gott að trúa því að
hann hittir núna mömmu ykkar
aftur. Erik Breki og Hanna Stína,
kynni ykkar af afa ykkar voru allt
of stutt en minningarnar munum
við geyma handa ykkur. Gissur,
vertu áfram sá klettur sem unga
fjölskyldan þín þarfnast á þessari
stundu.
Við minnumst góðs vinar sem
við á endanum munum hitta aft-
ur. Þangað til skulum við lifa líf-
inu með bjartsýni og jákvæðni að
vopni, eins og Hjalli okkar gerði
alla tíð.
Ásta Jóna og Hinrik.
Það er einfalt að heilsast, en
ólíkt þyngra að kveðjast.
Þó það mætti vera hverjum
þeim sem þekktu Hjalla augljóst
að það styttist í það ferðalag sem
við öll förum að lokum, að þá kom
fregnin um andlát okkar góða vin-
ar samt jafn mikið í opna skjöldu.
Þetta var algjörlega ótímabært,
en lífið spyr ekki að sanngirni né
réttlæti. Það var alltaf von.
Ekki man ég hvenær við heils-
uðumst fyrst, en Hjalli var þannig
gerður að maður fékk það á til-
finninguna að maður hefði þekkt
hann alla tíð. Vottaði hvorki fyrir
falsi né leiðindum. Var fjarri hans
skapgerð og karakter.
Sennilega höfum við tekist
fyrst í hendur vorið 1985 í frysti-
húsi SVN sem var kennt við
SÚN. Stórfyrirtæki í dag og á
þeim árum.
Hjalli var verkstjóri, en und-
irritaður fór fyrir genginu í vél-
arsalnum í afleysingum síðsum-
ars. Það samstarf var ekki erfitt
og hefur okkar vinskapur haldið
alla tíð síðan, þó að fjallsheiðar,
heimsálfur og heimshöfin hafi oft
skilið að.
Það bar aldrei skugga á þann
vinskap, enda alltaf gaman að
hitta hjónakornin Hjalla og
Hönnu Stínu. Smitandi hlátur og
lífsgleði var ríkjandi í fari þeirra
beggja. Það var ætíð blik í augum.
Austur á Norðfirði var Hjalli
oftast kallaður Hjalli Hönnu
Stínu og þó um margt ólík væru
þá bættu þau hvort annað upp.
Það leiddist engum í þeirra nær-
veru.
Hjalli hafði þann kost að geta
hugsað út fyrir boxið, stundum
langt út fyrir rammann. Margar
hugmyndir og hugsanir voru
reyndar vel ígrundaðar og út-
pældar og synd að geta ekki tekið
gott spjall lengur.
Hanna Stína jarðbundnari og
jarðtengdi sinn mann eflaust oft-
ar en mann grunar. Þau voru
hörkudugleg og samrýnd, en
fyrst og fremst skemmtileg og
stutt í húmorinn, hlátur og bros.
Lífsgleði.
Þau kunnu líka þá list að gleðj-
ast með öðrum. Á þessum mann-
kostum þurftu þau svo sannan-
lega að halda þegar Hanna Stína
greinist með krabbamein, en hún
var öllum harmdauði sem til
þekktu.
Hittumst oftar hvort sem var í
ræktinni,veitingahúsum eða
Hjalli leit inn. Alltaf var hann
sjálfum sér líkur, og kannski þess
vegna sló það mann enn meira
þegar þau illu tíðindi haustið 2013
að barátta væri hafin við illkynja
æxli bárust.
„Davíð, þetta er bara verkefni
sem ég tekst á við,“ skrifaði hann
mér og var sjálfum sér sam-
kvæmur.
Þau orð endurtók Hjalli þegar
ég hitti hann aftur í haust, þá al-
kominn. Það er ekki sjá, hugsaði
ég með mér, að Hjalli sé að berj-
ast fyrir lífi sínu. Handabandið
alltaf þétt en jafnvel þéttara nú
sem og faðmlagið sem ég fékk.
Hittumst nokkuð oft í haust, en
sjaldnar þegar nær dró jólum.
Fékk samt reglulega fregnir og
ekki góðar í byrjun árs.
Loforðið um bæjarferð á mín-
um fjallabíl, með ljónsungann í
för verð ég að fá að efna seinna,
en ég var degi of seinn. Það má
bíða lengi, en það bíður.
Við sjáumst seinna, enda ólíkt
skemmtilegra að heilsast en að
kveðjast.
Orð eru dýr á svona stundum,
en hugur minn er hjá Hjalta og
Helgu ásamt afa- og ömmubörn-
um þeirra Hjalla og Hönnu Stínu.
Missir þeirra er mestur.
Davíð Heiðar Hansson.
Nú er Hjálmar Kristinsson,
eða Hjalli eins og við kölluðum
hann, genginn. Söknuður og sorg
bærast í brjóstinu og erfitt að
sætta sig við orðinn hlut. Hvers
vegna þarf þetta að vera svona og
hefði verið hægt að gera eitthvað?
Nú er huggun í minningunum um
góðan dreng og skemmtilega
daga. Í sjóði minninganna er af
mörgu að taka enda hin góðu
kynni okkar og vinátta orðin um
hálfrar aldar gömul eða allt frá
barnæsku.
Hjalli var glaðvær, hress og
kátur. Jákvæðni og hvatning lá í
hverju hans orði. Hann hafði fág-
aða og sérstaklega vingjarnlega
framkomu. Smitandi bros hans
kveikti gleði og birtu í hugskotum
nærstaddra. Hjálmar þótti allra
manna glæsilegastur á velli, stór
stæltur og samsvaraði sér vel.
Hann var því kvennaljómi og
uppskar augngotur veikara kyns-
ins hvar sem hann kom. Einnig
þótti hann efni í fyrirsætu. Hjalli
var góður félagi og traustur.
Tilbúinn að hlaupa undir bagga
þegar svo bar undir. Hann var
einnig hörkuduglegur til vinnu og
afkastaði miklu þegar á þurfti að
halda.
Sem ungur maður fór Hjalli til
sjós á sumrin austur í Neskaups-
stað. Það gaf vel af sér. Þetta var
ævintýraheimur þegar nætur eru
bjartar, náttúran vaknar og gróð-
urinn ilmar, þannig lýsi Hjálmar
þessu. Þar hitti hann konu sína,
Jóhönnu Kristínu Ragnarsdótt-
ur, Hönnu Stínu, einn besta kven-
kost staðarins. Með þeim tókust
góðar ástir og voru þau mjög
samrýnd. Áttum við með þeim
margar glaðar stundir. Frístund-
ir voru notaðar til ferðalaga,
heimsókna, bíó- og ballferða og
annars sem ungt fólk gerir. Einn-
ig var umræða um stjórnmál og
atvinnulíf áberandi þáttur í tilver-
unni. Hanna Stína hafði ákveðnar
pólitískar skoðanir, alin upp í
„Litlu Moskvu“ eins og Neskaup-
staður var stundum nefndur á
þessum tíma. Hjalli var mjög
áhugasamur um atvinnulíf, ný-
sköpun og framfarir. Við ræddum
þau mál mikið. Þar var sjávarút-
vegur og möguleikar í honum efst
á baugi.
Það fór líka svo að Hjálmar
setti upp sína eigin fiskvinnslu og
bryddaði upp á nýjungum í verk-
un fisks. Minnisstæðust er hug-
mynd hans um að skera úr kinn-
fisk úr steinbít, pakka í
„konfektkassa“ sem hann seldi til
Svíþjóðar.
Hann þróaði einnig sérstakt
verkfæri til að skera kinnfiskinn
úr. Við ræddum einnig náttúru-
vernd og mengun. Þetta var á
þeim tímum er stóriðja var að
hasla sér völl á Íslandi. Niður-
staða okkar þá, um 1977, var að
betra væri að nota orkuna til að
knýja innlend farartæki, bíla og
báta. Þannig fengist bæði hærra
verð fyrir orkuna og dregið yrði
úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Margt, margt fleira má telja úr
okkar samferð.
Minningin um Hjalla og Hönnu
Stínu er ljós á lífsins vegi og okk-
ur þakklæti í huga fyrir það. Þeim
varð tveggja barna auðið. Hjalti
og Helga bera foreldrum sínum
gott vitni. Rúnir foreldranna má í
þeim sjá. Við viljum votta þeim,
fjölskyldum þeirra og aðstand-
endum öðrum, okkar dýpstu sam-
úð.
Þórður, Halldóra,
Helgi Guðjón, Pétur
Daníel og Anna Kristín.
✝ Óskar Indr-iðason fæddist
á Akranesi 9. sept-
ember 1930. Hann
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík 27.
janúar 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Vilborg
Þjóðbjarnardóttir
húsmóðir, f. 2. jan-
úar 1903, d. 12. júlí
1984, og Indriði Jónsson vél-
stjóri, f. 2. febrúar 1899, d. 20.
janúar 1933. Seinni maður Vil-
borgar var Kristján Á. Þor-
steinsson, f. 20. nóvember 1908,
d. 16. ágúst 1989.
Bróðir Óskars var Valdimar
Indriðason alþingismaður, f.
1925, d. 1995, maki Ingibjörg
Ólafsdóttir, f. 1925. Hálfsystir
Óskars var Sigríður Kristín
Kristjánsdóttir röntgentæknir,
prófi í Vestmannaeyjum árið
1950, sveinsprófi í vélvirkjun
1964 og lokaprófi frá Vélskóla
Íslands árið 1969. Óskar var vél-
stjóri á skipum Hvals hf. á ár-
unum 1966 til 1970. Hann var
vélstjóri hjá Landhelgisgæsl-
unni 1970-1978 og starfaði hjá
Ísal í Straumsvík 1978 til 1979.
Á árunum 1979 til 1984 var Ósk-
ar afleysingavélstjóri hjá Skipa-
deild SÍS og starfsmaður Stræt-
isvagna Reykjavíkur SVR frá
1984 til 1997. Hann rak um
skeið eigið fyrirtæki, Skerpir.
Óskari var tónlist í blóð borin
og hann spilaði vel á harm-
onikku. Eftir að hann hætti á
vinnumarkaði var hann óþreyt-
andi í að aðstoða fjölskylduna í
störfum hennar, hvort sem það
var að róta með hljómsveitum
sonarins Kristjáns eða vera
kokkur og „alt mulig mand“ á
námskeiðum Lífsskólans hennar
Selmu.
Útför Óskars fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 3. febrúar 2015, og
hefst athöfnin kl. 13.
f. 1939, d. 1997,
maki Jón Otti Sig-
urðsson, f. 1934.
Óskar kvæntist
3. september 1955
Selmu Júlíusdóttur,
f. 18. júlí 1937, d.
26. janúar 2014.
Sonur þeirra var
Kristján, f. 18.
mars 1959, d. 12.
mars 2014. Kona
hans er Marilyn
Herdís Mellk, f. 4. febrúar 1961.
Börn þeirra eru Eva Ósk og
Kristján Indriði. Uppeldisdóttir
Óskars og Selmu er Margrét
Erla Guðmundsdóttir, f. 22. nóv-
ember 1979, maki Örvar Daði
Marinósson. Börn þeirra eru
Kristófer Atli og Tinna Líf Óla-
börn og Eiður, Daði Freyr, Mar-
inó og Ari Lár Örvarsbörn.
Óskar gekk í skóla á Akranesi
en lauk síðan minna vélstjóra-
„Mikið er þetta fallegt barn,“
sagði faðirinn hugfanginn er
hann sá frumburð sinn í fyrsta
sinn hinn 9. september 1925.
„Mig langar að eignast annað
svona barn eftir fimm ár,“ bætti
hann við og unga konan hans
brosti. Nákvæmlega fimm árum
síðar, hinn 9. september 1930,
kom annar drengur þeirra
hjóna í heiminn. Óskin hafði
ræst og að sjálfsögðu fékk barn-
ið nafnið Óskar. Þessa fallegu
sögu um nafn föðurbróður míns
sagði amma Villa mér og ég
man eftir sérstöku bliki í augum
hennar þegar hún minntist
þessa. En því miður var ham-
ingjan ekki lengi hjá þessari fal-
legu litlu fjölskyldu á Akranesi.
Rúmlega tveimur árum síðar,
þegar drengirnir voru tveggja
og sjö ára, barði sorgin að dyr-
um. Sjórinn hafði tekið Indriða
föður þeirra og erfiðir tímar
fóru í hönd. Það var samt ekki í
boði að gefast upp. Nokkrum
árum síðar kom afi Kristján inn
í myndina, systirin Siddý fædd-
ist og ljósið fór að skína á ný.
Systkinin gengu í skóla á
Akranesi og svo kom að því að
þau færu að heiman. Óskar fór
suður. Hann kynntist nefnilega
henni Selmu í Reykjavík og þau
fóru að búa þar. Þau voru virki-
lega glæsilegt par. Á þessum
árum var voða flott að eiga
frænda í Reykjavík, ekki síst
frænda sem kom af og til upp á
Skaga á drossíunni sinni og með
fallegu konuna sína. Það var
boðið í bíltúr, stundum jafnvel
upp í Borgarfjörð, og þetta var
aldeilis ævintýri fyrir litla
skottu. Svo eignuðust þau
Kristján sem kom oft í heim-
sókn upp á Skaga og það var
vissulega gaman að fá að passa
lítinn frænda frá Reykjavík.
Árin liðu og hver fór sína leið.
Óskar lærði vélvirkjun og vann
við vélar mestan hluta starfsævi
sinnar bæði á sjó og í landi.
Hann var alls staðar vel metinn
og samviskusamur starfskraft-
ur og glæsilegur á velli. Hann
var á togurum, hvalbátum og
varðskipum, hann vissi líka allt
um bíla og það var leitun að
betri strætóbílstjóra, svo dæmi
séu tekin.
Óskar hafði sig almennt ekki
mikið í frammi en naut þess
betur að spjalla í rólegheitum.
En þegar harmonikkan var ann-
ars vegar var hann í essinu sínu,
spilaði, söng og hélt uppi fjör-
inu. Við tvö vorum miklir mátar
og áttum oft gott spjall. Þegar
hann bauð í steikta rauðsprettu
toppaði það allt.
Síðasta ár hefur verið erfitt
og mikil sorg. Selma varð bráð-
kvödd fyrir réttu ári og Krist-
ján lést nokkrum vikum síðar.
Óskar var orðinn veikur og bjó
fyrst á Landakoti og síðar á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar
sem hann lést. Við fórum nokkr-
um sinnum á árinu í bíltúr, oft-
ast niður að höfn. Hann kann-
aðist vel við hvalbátana,
varðskipin og alla hina bátana
og sagði mér sögur. Svo ókum
við meðfram sjónum, horfðum
upp á Skaga og sungum hástöf-
um um Akrafjall og Skarðsheið-
ina sem voru eins og fjólubláir
draumar á fallegu vorkvöldi í
Reykjavík.
Nú er lífsgöngu Óskars lokið.
Ég trúi því að Selma, Kristján
og aðrir ástvinir taki vel á móti
honum handan móðunnar
miklu. Far í friði og takk fyrir
allt, elsku frændi.
Ása María Valdimarsdóttir.
Óskar Indriðason