Morgunblaðið - 03.02.2015, Side 29

Morgunblaðið - 03.02.2015, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015 ✝ Emil PéturÁgústsson fæddist í Reykjavík 7.7. 1944. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 22.1. 2015. Foreldrar hans voru Ágúst Herbert Pétursson bak- arameistari frá Bolungarvík, f. 14.9. 1916, d. 1.3. 1996, og María Valdimarsdóttir húsfreyja frá Básum í Grímsey, f. 25.9. 1913, d. 7.1. 1992. Fóstur- móðir Emils Péturs var Ingveld- ur Magnúsdóttir, f. 18.4. 1919, d. 26.9. 2011. Systkini Emils sam- feðra eru: Kristjana Péturs, f. 27.3. 1938, d. 28.1. 1994, Helgi, f. 16.10. 1941, Hafsteinn Berg- mann Sigurðsson, f. 7.8. 1943, Ásgerður, f. 14.4. 1946, og Ást- hildur, f. 24.12. 1955. Systkini Emils Péturs sammæðra eru: Anna Sigurbjörg Jósefsdóttir, f. 21.10. 1932, Stefán Björn Stein- grímsson, f. 11.1. 1938, Guðlaug Sigurbjörg Steingrímsdóttir, f. þeirra eru: Dísa R. Edwards, f. 11.10. 1987, maki Reggie Dup- ree, f. 10.12. 1986, barn þeirra er Aria Rhiannon, f. 28.3. 2013, Emil Ragnar, f. 23.3. 1994, unn- usta hans er Hera Ketilsdóttir, f. 3.2. 1995. 4) Sigríður Þórunn, f. 15.9. 1972, sonur hennar er Kristófer Jóel Sigríðarson, f. 13.9. 2000. 5) Valdimar Ágúst, f. 26.2. 1980, börn hans eru: Gunn- ar Þór, f. 8.2. 2003, Anna Karen, f. 31.10. 2003, Þórður Emil, f. 21.5. 2006, Jón Ágúst, f. 15.10. 2007, Brynjólfur Máni, f. 6.6. 2009 og María, f. 18.8. 2011. Emil Pétur ólst upp hjá móð- ur sinni í Reykjavík fyrstu árin en síðan hjá föður sínum og Ingveldi konu hans frá níu ára aldri. Hann fór ungur að stunda sjó og var sjómennska hans at- vinna alla tíð. Hann lauk námi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1989. Lengst af var Emil Pétur til sjós á ýmsum skipum hjá Þorbirni hf. og síð- ustu árin leysti hann af sem skipstjóri og stýrimaður hjá fyr- irtækinu. Emil Pétur og Bryndís Gróa hófu búskap í Reykjavík en fluttu til Grindavíkur 1973 þar sem þau bjuggu til ársins 1994 en þá fluttu þau til Keflavíkur. Útför Emils Péturs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 3. febrúar 2015, kl. 13. 11.1. 1938, Valdi- mar Ágúst Stein- grímsson, f. 7.6. 1939 og Björgvin Alexander Gísla- son, f. 21.10. 1947, d. 14.2. 2009. Emil Pétur gift- ist 2.9. 1967 Bryn- dísi Gróu, f. 24.5. 1946, d. 10.4. 2008. Börn þeirra eru: 1) Ingileif, f. 14.12. 1964, gift Snorra Eyjólfssyni, f. 28.3. 1960, börnin þeirra eru: Kristín, f. 12.8. 1983, gift Pawel Tysse, f. 17.11. 1986, börnin þeirra eru: Oliver Snorri, f. 10.3. 2006, og Isabella Inga, f. 5.8. 2011, Brynjólfur, f. 13.8. 1986, börn hans eru Bjarney Hulda, f. 5.8. 2009, og Kristjana Vilborg, 24.6. 2011, Anton Ingi, f. 3.11. 1993. 2) Anna María, f. 3.7. 1967, gift Árna Hannessyni, f. 24.10. 1964, börn þeirra eru: Hannes Aron, f. 3.9. 2002, og María Rós, f. 5.2. 2005. 3) Ægir Emilsson, f. 19.1. 1969, giftur Sóleyju Ragn- arsdóttur, f. 16.7. 1961, börn Elsku pabbi, oft þegar maður ætlar að setja orð á blað þá flæða minningar um þig í huga mínum og er erfitt að setja niður á blað. Mig langar í fáeinum orðum að minnast þín, pabbi minn. Ég tengdist þér mjög vel þegar ég hjálpaði þér í veikindunum henn- ar mömmu heitinnar á líknar- deildinni í Kópavogi. Við áttum þar margar langar stundir saman og er mér svo minnisstætt þegar við vorum að kaupa okkur 1944- rétti til að hafa í kvöldmat. Pabbi, þú varst alltaf til staðar til að hjálpa okkur systkinum og leiðbeina. Þegar kom að því að laga og endurnýja á heimilinu okkar þá varstu mættur með harmarinn og sögina og það var klárað með hraða ofurboltans. Okkur Snorra er það svo minn- isstætt þegar þið Sigga komuð að heimsækja okkur til Noregs jólin 2013. Það var svo yndislegt að fá að eiga með þér jól og áramót. Það leið ekki á löngu þar til þú varst kominn með hamarinn og sögina og fékk Anton Ingi að njóta góðs af því þar sem þú klár- aðir að setja upp loftið og ganga frá veggjum í íbúðinni hans á meðan hann var úti á sjó. Enda ljómaði Anton Ingi þegar hann kom heim. Í febrúar á síðasta ári þegar þú varst að fara til Kanarí með Siggu þá þurfti ég að flytja þér þær fréttir að ég væri búin að greinast með krabbamein. Þín fyrstu viðbrögð lýsa þér svo vel því þú vildir hætta við ferðina. Ég sagði þér að það væri ekkert sem þú gætir gert og að halda bara þínu striki. Stundirnar okkar á Skype eru mér svo dýrmætar þrátt fyrir það að við sætum og segðum ekkert þá var það bara þannig, við skild- um hvort annað, við þurftum ekki orð. Ég kom heim í nóvember sl. og hélt uppá 50 ára afmælið mitt heima hjá þér og því mun ég seint gleyma. Daginn áður en þú fórst, pabbi, hringdir þú í mig til að láta mig vita að Pétur frændi þinn væri dáinn. Ég átti ekki von á því að það væri í síðasta skipti sem við spjölluðum saman. Elsku pabbi, ég kveð þig með söknuði, nú ertu kominn á flottan stað þar sem þú færð að njóta hvíldarinnar. Elsku Sigga og systkini mín, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð og megið þið öðlast styrk í sorginni. Ingileif (Inga) og börn. Margs er að minnast nú þegar elsku pabbi minn er horfinn frá okkur, en ljúfmennskan, hjálp- semi og dugnaður var honum allt í blóð borið og einkenndi ævi hans. Minnisstæðust eru öll árin sem við áttum til sjós og svo við smíðar á sumarhúsinu okkar og skemmtum við okkur alltaf vel saman í sveitinni við að dúlla okk- ur við ýmis verk. Ég gleymi aldr- ei þegar ég fór í mína fyrstu sjóð- ferð með honum en þá var ég fjögurra ára gamall. Ég var spenntur að fara á sjó með pabba en sú sjóferð var stutt en eftir- minnileg því það var nóttin sem Vestmannaeyjagosið hófst en þetta var besta afmælisgjöfin mín, síðan eru liðin 42 ár og ótelj- andi sjóferðir saman eftir það. Pabbi var einstakalega góður bakari, kleinurnar, snúðarnir og vínarbrauðin hans voru lostæti með kaldri mjólk og gáfu tilefni til að koma í heimsókn. Smíðar lágu vel fyrir honum sem kom vel í ljós þegar hann smíðaði æsku- heimilið okkar á Leynisbrautinni. Ég gleymi seint hvað gaman var að taka þátt í því en hann var ein- staklega laginn í því að leyfa öll- um þessum litlu höndum að taka þátt í verkefninu, betri leiðbein- anda var ekki hægt að fá. Hann gerði endalaust grín að mér þeg- ar ég var að læra að saga neðan af hurðunum í fyrsta húsinu okkar Sóleyjar en það var upphafið að ófáum og skemmtilegum kennslustundum í smíðum hjá honum og oft reyndi á þolinmæð- ina. Pabbi var alltaf til staðar fyrir mig og hughreysti mig og kom mér til hjálpar á erfiðum stund- um þegar ég leitaði til hans og er ég þakklátur fyrir það. Það tók oft tímana tvo að draga uppúr honum orðin en ég var orðinn ansi seigur í því í lokin. Pabbi kenndi mér svo mikið í gegnum tíðina bæði til sjós og lands sem er mér gott veganesti og gerir mig sterkari fyrir vikið fyrir framtíðina. Núna færðu hvíldina hjá mömmu, guð geymi þig að eilífu, hvíl í friði, elsku pabbi minn. Já á meðan við lifum minnumst við þín og munum þér þakkir færa. Í sorginni dimmu sólin skín. Fyrir sjónum okkar birtist sýn, myndin þín milda og kæra. Sól á rauða lokka skín þá ljúflega strýkur blærinn þá brostu augun þín þegar blikaði lognskær særinn. Hún var svo fögur veröldin þín þegar vorskrúði skartar bærinn. Okkur til yndis, Guð þig gaf, fyrir gjöf viljum þakkir færa. Hann, sem skóp bæði hauður og haf og himinsljósið skæra hefir þig kallað hérvist af hjartans vininn kæra. Um eilífð hans blessun umvefji þig, hann ylgeisla kærleikans sendi að fylgja þér nýja framtíðar stig þar sem friður og líf á ei endi. Þinn vota beð, við bylgju skaut blessi hans náðar hendi. (Sigrún Konráðsdóttir) Ægir. Þú sem gafst mér göfugt líf og list loks þú gekkst á vit við aðra vist. Og þegar ég með söknuði þig kveð ég þarf að láta fylgja kveðju með, – Hve sárt mér finnst að hafa þig nú misst. Þín hagleiksmikla hönd sem gaf mér allt sem hafði listaaflið þúsundfalt. Mér kenndir lífsins kúnstir við og við af veikum mætti stóðstu mér við hlið. – Með réttlátt mat sem stundum var þó kalt (Már Elíson) Elsku pabbi. Það er svo margt sem mig langar að segja nú þeg- ar þú ert búinn að kveðja. En fyrst og fremst er það þakklætið sem er mér í huga. Ég er þakk- látur fyrir allar stundirnar sem við áttum saman við spil og spjall, kaffidrykkju og ýmislegt fleira skemmtilegt. Við höfum ekki alltaf eytt miklum tíma sam- an, og ég vildi gjarnan að sá tími hefði verið meiri, en ég er glaður með þann tíma sem við áttum. Ég mun tala fallega um þig við börn- in mín svo þau muni eftir þér; rifja upp sögur af Emil afa og fleira. Þú sagðir oft við mig: Mundu bara að gera alltaf betur en maðurinn við hliðina á þér. Ég ætla að halda áfram að reyna að fara eftir þessum orðum þínum. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Ég mun sakna þín. Þinn Valdimar. Í dag kveðjum við tengda- pabba minn, Emil Pétur, langt um aldur fram. Ég var svo heppin að fá að kynnast þessum öðling- smanni en dugnaður og elja ein- kenndi hann í alla staði fram á síðustu stundu. Þegar við hjónin heimsóttum Emil daginn fyrir andlát hans áttum við ekki von á að það væri í síðasta sinn sem við hittumst. Þrátt fyrir að vera slappur og hálflasinn sat hann við útskurð því það var verið að klára gestabókina. Ég gleymi því aldrei þegar við Dísa komum í fjölskyld- una, þá fékk Dísa aftur „afa“ en hún fékk að kalla Emil afa strax frá fyrsta degi og hún var svo montin með það. Síðar fæddist Emil Ragnar sem elskaði að fara til ömmu og afa og varð Emil afi fyrirmyndin hans og ekki spilltu fyrir nýbökuðu kleinurnar hans. Það er hægt að segja margar sögur sem lýsa mannkostum Em- ils en það fór lítið fyrir honum en hann bjó yfir þægilegri nærveru þrátt fyrir að oft voru ekki mörg orð sögð. Emil var traustur, yf- irvegaður og sívinnandi. Aldrei kvartaði hann við nokkurn mann enda var fráfall hans okkur mikið áfall. Í veikindum Gróu lét hann aldrei í ljós áhyggjur sínar, en stóð sterkur við hlið hennar og tókst á við fráfallið af æðruleysi. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman með Emil og Gróu í bústaðnum þar sem feðg- arnir unnu hörðum höndum við að smíða pallinn, byggja kofa og annað sem tilheyrði. Við Gróa dunduðum okkur við gróðurinn og dekruðum við þá feðga enda mátti ekki slaka, á en vinnudag- urinn byrjaði á slaginu átta að morgni. Fagmennska Emils sýndi sig sannarlega í verki við byggingu bústaðarins. Síðustu ár tók Emil uppá því að læra út- skurð með henni Siggu og þvílík- ur listamaður sem leyndist innra með honum enda liggja eftir hann mörg falleg útskorin handverk. Þín verður saknað, elsku Emil, en nú ertu kominn til hennar Gróu þinnar þar sem þið hvílið saman, guð geymi þig og takk fyrir allar okkar samverustundir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Sóley og börn. Mig langar til að minnast tengdaföður míns, félaga og góðs vinar. Emil kvaddi þennan heim allt- of snemma og við munum sárt sakna hans. Emil var mjög hjálp- samur og alltaf til staðar þegar maður þarfnaðist hans hvort sem það var að leggja parket eða þurfti að smíða eitthvað, þá var hann mætur með svuntuna og hamarinn. Það var ekkert kvartað ef hann verkjaði einhvers staðar, það var bara harkað af sér. Ég er innilega þakklátur fyrir að þið Sigga kom- uð til okkar Ingu til Noregs og hjálpuðuð okkur í kjallaranum. Við áttum mjög margar skemmti- legar minningar saman og þeim verður ekki gleymt. Ég votta ykkur, elsku fjöl- skylda, innilega samúð og styrk í sorginni. Snorri Eyjólfsson. Elsku Emil afi. Ég sakna þín alveg rosalega mikið. Sakna að heyra þig spila á harmonikkuna þína. Það var svo gaman þegar við pabbi komum með harmonikkudiskinn til þín og þú spilaðir með á þína harmon- ikku. Það var líka svo gaman þeg- ar ég og Jón Ágúst fórum með þér í ísbíltúr á jeppanum þínum. Hlakka til að hitta þig seinna uppi hjá Guði. Ég mun alltaf sakna þín, elsku afi Þinn Þórður Emil. Kær bróðir minn er fallinn frá. Ekki hefði mig grunað það er ég talað við hann í síma tveimur dögum fyrir andlátið, að þetta væri það síðasta sem ég heyrði frá honum. Hann tjáði mér að hann væri slappur sem myndi lagast fljótt. Já, Emil var mikið hörkutól, það sýndi sig strax á barnsaldri, fyrstu árin ólumst við ekki upp saman en vorum í sam- bandi. Þegar hann kom inn á okk- ar heimili níu ára gamall, birtist mér mjög feiminn og hlédrægur drengur, en að sama skapi glett- inn og brosmildur. Það bar fljótt á dugnaði og eljusemi hjá honum, hann fór ungur í sveit og ekki veit ég betur en hann hafi staðið sig þar svo vel að ekki mátti á milli sjá verkin hans og fullorðinna karlmanna. Ungur að árum, að- eins 15 ára, fór Emil á sjó á tog- ara frá Patreksfirði. Þar með byrjaði sjómennska hans, sem hann gerði að sínu ævistarfi, ekki nóg með það þegar hann var kominn á miðjan aldur, ákvað hann að fullnema sig meira og tók stýrimannspróf, sem kannski gerði honum sjómennskuna að- eins léttari. Mér vitanlega reyndi hann nokkrum sinnum að vinna í landi, en það gekk ekki upp, sjó- mennskan var hans líf. Ungur kynntist hann Gróu sinni og eignuðust þau fimm börn, hún lést allt of snemma og var það honum mjög erfitt þó að börnin væru öll uppkomin. Það gefur augaleið, að með svo stóra fjölskyldu þurfti mikla vinnu, en Emil notaði allann sinn frítíma til að bæta hag fjölskyldunnar. Hann byggði stórt einbýlishús í Grindavík og bjuggu þau þar í nokkur ár, en eftir það flutti fjöl- skyldan til Keflavíkur þar sem Emil bjó fram á síðasta dag. Ekki lét hann bróðir minn þar við sitja, hann byggði ásamt Ægi syni sín- um og þeirra konum alveg glæsi- legan sumarbústað í Borgarfirði. Það má orða það svo að það varð að hreiðri fjölskyldunnar enda al- úð og vandvirkni lögð í verkið. Nú síðustu árin hefur Emil fengist mikið við útskurð eftir að hann hætti til sjós, og eins og annað þá var ekki kastað þar til hendinni. Við systkinin fórum til hans í 70 ára afmælið sl. sumar og þar voru þessir útskornu munir hans til sýnis. Hin síðari ár átti hann góða vinkonu, Sigríði, sem ferð- aðist með honum bæði erlendis og innanlands og útskurðurinn var þeirra beggja áhugamál. Elsku börnin hans, tengda- börn, Sigríður og aðrir afkom- endur, megi Guð vera með ykkur á þessari stundu. Kæri bróðir þig ég kveð burt úr þessu lífi. englar Guðs þeir vaki með og með þér ávallt svífi. (ÁÁ.) Kæri Emil, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Þín systir, Ásgerður. Elsku Emil, nú ertu farinn af þessari jörð. Gaman var að sitja með þér við útskurð og sjá hvað vekin þín urðu falleg. Enda hafðir þú verið með leiðsögn í rúm fjögur ár. Þú hafðir stóra drauma og einn af þeim var að opna „Cozy guest- house ehf.“ með mér. „Cozy gu- esthouse ehf.“ fékk bráðabirgða- leyfi fyrir áramót og opnunin varð 1/1 2015. Við hlökkuðum til að taka á móti gestum okkar. Mér var fært formlegt leyfi daginn sem þú fórst frá okkur 22/1 2015. Þú varst mér stoð og stytta í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Takk fyrir allt. Hvíl í friði, elsku Emil minn Styrk oss, Jesú, styrk oss veika, Styrk oss til að fylgja þér, lífs af braut ei lát okk skeika, lífs svo kransinn hljótum vér. Hér er freisting, hér er stríð, hér er mæða og reynslutíð, Vér því biðjum: Vík ei frá oss, vertu í lífi og dauða hjá oss. (Páll Jónsson.) Sigríður Jóhanns Óskarsdóttir. Emil Pétur Ágústsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA ÓSKARSDÓTTIR, áður Langholtsvegi 171, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 22. janúar verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Hjartans þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir auðsýnda ást og umhyggju í veikindum Evu. . Margrét Stefánsdóttir, Ingvar J. Karlsson, Ingvar Stefánsson, Áslaug Hartmannsdóttir, Ásta Edda Stefánsdóttir, Birgir Björgvinsson, Ellert K. Stefánsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, TRYGGVI HJÖRVAR, kerfisfræðingur Landsbanka Íslands, Austurbrún 35, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast Tryggva er bent á Minningarsjóð öldrunardeildar Landspítalans, Landakoti. Erla Hafliðadóttir, Tryggvi Hjörvar, Kjartan T. Hjörvar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.