Morgunblaðið - 03.02.2015, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2015
Ég kynntist
tengdamóður minni,
Gyðu, fyrir um níu
árum. Þá var hún
mjög fullorðin í árum talið en þar
með var bara hálf sagan sögð eins
og ég komst að raun um. Hún var
orkumeiri en nokkur kona sem ég
hafði kynnst á hennar aldri.
Sennilega yrði henni lýst í forn-
sögum sem skörungi miklum,
bæði til orðs og æðis. Hún var
með eindæmum vel skipulögð
kona sem hafði reglu og stjórn á
öllum hlutum. Aðstoð bað hún
sjaldan um og ef svo bar undir
mátti slík aðstoð aðeins vera að
hennar frumkvæði og verkefnið
var þá skýrt afmarkað. Gyða bjó í
huggulegri íbúð sem hún hafði
innréttað af smekkvísi. Engu var
þar ofaukið enda þoldi hún ekki
óreiðu. Hún var vel lesin, vel að
sér og fróðleiksfús. Hún fylgdist
vel með þjóðfélagsmálunum og
hafði ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum. Það kom oft
fyrir að hún skrifaði í blöðin eða
kom skoðunum sínum á framfæri
á annan hátt. Gyða var í sumum
efnum vandlát, ekki síst þegar
kom að hráefni í mat enda var hún
afbragðs kokkur og nýjungagjörn
í þeim efnum. Hins vegar kunni
hún sér hóf enda vildi hún passa
upp á línurnar og það tókst vel
eins og allt annað.
Ég verð Gyðu ævinlega þakk-
lát fyrir að hafa tekið mér og
börnum mínum eins vel og raun
bar vitni, eftir að ég kom inn í líf
Valtýs sonar hennar. Það er ekki
sjálfgefið þegar í hlut eiga mæður
sem hafa sterkar skoðanir. Af
henni lærði ég hversu mikilvægt
er að skipuleggja sig fram í tím-
ann og gera sér grein fyrir styrk-
leikum sínum og veikleikum.
Skammsýni var ekki til í orðabók
Gyðu og lagði hún sig fram við að
leiðbeina unga fólkinu sínu um
hversu mikilvægt það væri að
hafa stefnu í lífinu. Gyða vissi
löngu áður en við hin hvernig lífs-
klukka hennar sló. Hún vissi þeg-
ar tími var kominn til að minnka
við sig húsnæði þótt hún væri
ekki alveg tilbúin að sleppa hend-
inni af bifreiðinni sinni sem hún
ók alveg til hins síðasta. Gyða var
mikill Siglfirðingur í sér og fylgd-
ist náið með uppbyggingu á
staðnum undanfarin ár. Hún
hafði gert ráð fyrir að eyða ævi-
kvöldinu þar á dvalarheimili fyrir
aldraða. Var þetta allt komið í far-
veg að hennar frumkvæði. Kallið
kom hins vegar fyrr en ætlað var
og Gyða kvaddi eftir stutta
sjúkrahúsvist. Þegar hún sá hvert
stefndi sagði hún við sitt fólk að
hlutirnir yrðu bara að hafa sinn
gang. Hún vissi að ekkert yrði af
förinni til Siglufjarðar, að
minnsta kosti ekki í bili því ef ég
þekki hana rétt er hún komin
þangað núna, enda gerði hún allt-
af það sem hún ætlaði sér.
Sigríður Hjaltested.
Gyða
Jóhannsdóttir
✝ Gyða (Guðný)Jóhannsdóttir
fæddist 19. sept-
ember 1923. Hún
lést 23. janúar
2015. Útför Gyðu
var gerð 2. febrúar
2015.
Ég hef verið svo
heppin að hafa
margar sterkar fyr-
irmyndir í mínu lífi.
Arkandi fremst í
þeirri fylkingu er
amma Gyða. Hún
hefur verið ómetan-
legur styrkur og
leiðtogi fjölskyld-
unnar allt frá því
löngu áður en ég
fæddist. Stórbrotn-
ari konu hef ég ekki kynnst.
Amma Gyða var alltaf á undan
sínum tíma. Sem dæmi má nefna
þegar hún byrjaði að leggja ríka
áherslu á grænmeti í mataræði
sona sinna þegar það var af
skornum skammti og, eins og Val-
týr frændi sagði, aðeins fáir sér-
vitringar lögðu sér það til munns.
Hún sagði mér sjálf eitt sinn að
hún hefði í gamla daga klætt sig
upp sem jólasvein og gefið gjafir.
Synir hennar þverneita því og
segja að þeir hafi sjálfir lent í því
hlutverki. Ætli hún hafi ekki verið
að reyna að hvetja barnabarnið
óbeint til að vera sjálfstætt og
fara nýjar leiðir með þessari
sögu. Það finnst mér líklegt því
það þótti auðvitað fráleitt að kona
léki jólasvein þá.
Amma Gyða hafði ríka réttlæt-
iskennd. Enginn mátti minna
mega sín, allir fengu jafnt og eng-
inn mátti gleymast. Lífsspeki
hennar og veganesti geymi ég ná-
lægt hjartanu. „Ef þú vilt eitt-
hvað, drífðu í því. Ekkert bull. Ef
það þarf að gera eitthvað, gerðu
það. Vertu dugleg og það þýðir
ekkert að bíða eftir að aðrir geri
hlutina fyrir þig. – Já og gerðu
það elegant.“ Svona myndi ég
lýsa lífsspeki ömmu Gyðu í stuttu
máli.
Stundum finnst mér með hana
eins og marga sem hafa verið dá-
lítið á undan sínum tíma að ekki
allir skildu hana eða hennar lógik.
Hún sá hlutina og aðstæður fljótt
út og dembdi sér í þá. Oft með ný-
stárlegum leiðum. Hún las blöðin
öll á fimm mínútum ef hana lang-
aði en vissi þó ítarlegt innihald
greinanna. Það besta var hve oft
henni var slétt sama um álit ann-
arra á sjálfri sér, hve óhrædd hún
var við að segja skoðanir sínar og
standa með þeim. Þessi blanda í
hennar karakter gat oft verið
gráthlægileg en það sem mikil-
vægara er, er að hún kenndi barni
sem var að komast til vits (og er
það jafnvel enn) hugrekki og
sjálfsvirðingu til þess að standa
með eigin skoðunum, áorka,
hugsa vel um aðra og taka lífið
ekki of alvarlega. Sem barn var
ég alltaf viss um að amma mundi
verða heimsfræg einhvern tíma
fyrir það eitt að vera skarplega
hnyttinn snillingur. Jú eða Su-
perman.
Ömmu Gyðu verður sárt sakn-
að. Ekki er hún einungis stór
partur og skapandi afl í dýrmæt-
um minningum barnæskunnar
(oftar en ekki spilandi á greiðu)
heldur skildum við hvor aðra.
Eins tengingu við aðra mann-
eskju hef ég aldrei upplifað. Ég
kunni að meta hana ömmu Gyðu.
Um leið ég syrgi ömmu mína
og vinkonu, er ég þakklát fyrir
þau forréttindi að hafa fengið að
kynnast henni og átt hana að.
Dýrmætustu fjársjóðirnir eru
ekki í formi fjár.
„Kvæðið um fuglana“ var í
miklu uppáhaldi hjá ömmu og læt
ég því fylgja brot úr því:
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perlu-
glit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Hvíl í friði, elsku amma.
Margrét Gyða
Jóhannsdóttir.
Fallin er frá merkiskonan
Gyða Jóhannsdóttir, móðursystir
mín.
Gyða var fædd á Þrasastöðum í
Fljótum og flutti þaðan með for-
eldrum sínum til Siglufjarðar 11
ára gömul. Það var merkilegt
ferðalagið sem afi og amma fóru
sumarið 1935 þegar þau fluttu frá
Þrasastöðum til Siglufjarðar með
fjögur börn sín. Mamma hefur
sagt mér að hún fór ásamt afa og
beljunni fótgangandi yfir Siglu-
fjarðarskarð en búslóðin og aðrir
fjölskyldumeðlimir voru flutt með
báti úr Haganesvík.
Gyða, sem var elst í systkina-
hópnum, var látin taka mikla
ábyrgð strax á unga aldri. Hún
passaði systkini sín og vann hörð-
um höndum margvísleg störf á
heimilinu, fyrst í sveitinni og síðar
í hinum ört vaxandi kaupstað
Siglufirði. Líklegt er að bernsku-
árin hafi mótað Gyðu mjög sterkt.
Hún var alla tíð harðdugleg, sjálf-
stæð og áræðin svo eftir var tekið.
Á Siglufirði rak Gyða um árabil
fyrirtækið Þormóð Eyjólfsson hf.
sem hafði umboð fyrir m.a. Sjóvá
og Eimskip. Eiginmaður Gyðu
var Sigurður Jónsson, sem þá var
annar tveggja forstjóra Síldar-
verksmiðja ríkisins, svo nærri má
geta að mikil umsvif voru í kring-
um þau hjón og þar voru hlutirnir
aldeilis að gerast.
Ég varð þeirra gæfu aðnjót-
andi að Gyða var ekki bara
frænka mín, heldur tók hún miklu
ástfóstri við mig ungan og hamp-
aði mér eins og sínu eigin barni,
líklega enn meira en sínum son-
um tveimur, sem þó voru og eru
hinir gjörvilegustu.
Naut ég mín vel í þeirri stöðu
að vera uppáhaldið hennar Gyðu.
Ég var tíður gestur á hinni flottu
skrifstofu hennar í Útvegsbanka-
húsinu. Þar átti Gyða alltaf kók og
Prins Póló til að bjóða viðskipta-
vinum og gestum og lá eftirlætið
hennar stundum í þessu góssi
daginn út og daginn inn.
Á þeim árum sem mest var um-
leikis hjá þeim Gyðu og Sigurði
voru oft haldnar miklar matar-
veislur á Hlíðarveginum. Þar eld-
aði Gyða af sinni alkunnu snilld og
þangað var að sjálfsögðu eftirlæt-
inu boðið. Þarna sat ég, guttinn,
til borðs með helstu aristókrötum
bæjarins, eini krakkinn að sjálf-
sögðu.
Ekki vantaði heldur að Gyða
treysti mér til allra verka og taldi
mig geta flest. Man ég vel þegar
hún rétti mér lyklana að hinni
stóru og flottu Falcon-bifreið
sinni og bað mig um að rúnta með
ömmu á meðan þær systur tíndu
ber. Að sjálfsögðu gerði ég þetta
með mikilli ánægju, setti bara
púða undir mig í sætið því ég var
ekki nema 14 ára gamall.
Eftir að Gyða og Sigurður
fluttu frá Siglufirði fékk ég oft að
fljóta með Sigurði á tíðum ferðum
hans milli Siglufjarðar og Reykja-
víkur. Það voru miklar ævintýra-
ferðir og gisti ég þá hjá þeim
hjónum við afar gott atlæti. Veit
ég ekki hvernig þau nenntu að
hafa mig, en svona var það nú,
Gyða vildi alltaf allt fyrir mig
gera og þau Sigurður voru mér
ávallt alveg afskaplega góð. Er ég
þeim báðum ævarandi þakklátur
fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig
og kenndu mér.
Nú er þessi mæta kona gengin
eftir merkilegt lífshlaup. Minn-
ingin um góða konu lifir. Valtýr,
Jóhann og fjölskyldur, við Magga
og börn sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ingi Björnsson.
Árið 1962 fluttu foreldrar mín-
ir til Siglufjarðar. Þar með
bjuggu allar þrjár systurnar á
Siglufirði. Ég var 5 ára og kynnt-
ist öflugum og skemmtilegum
frændgarði sem bjó nær allur á
Siglufirði á miklum blómatíma.
Gyða var höfuð fjölskyldunnar,
stjórnsöm, kraftmikil, og afar
rausnarleg. Hún var ólík systrum
sínum að skapferli þótt allar þrjár
hafi borið sterkan svip af hvor
annarri. Oft gekk hún fram af
systrum sínum sem dáðust að
dugnaði og áræðni hennar. Setn-
ingin „ja hún Gyða“ var oft notuð
þegar aðgerðir hennar og uppá-
tæki báru á góma.
Þegar afi (Jóhann Guðmunds-
son) brá búi á Þrasastöðum í
Stíflu í kringum 1935 og fluttist til
Siglufjarðar, var Gyða ekki hrifin,
hún undi sér vel í sveitinni þrátt
fyrir að vera ung sett til verka og
send á hestbaki langar leiðir á
aðra bæi til að boða fólk í síma á
Þrasastöðum. Afi brá á það ráð að
senda hana til dvalar til bróður
síns að Kleifum í Ólafsfirði á með-
an flutningarnir gengu yfir.
En Gyða var snögg að aðlagast
nýju umhverfi og verða eins og
fiskur í vatni hvar sem var. Maður
hennar var Sigurður Jónsson,
mikill öðlingsmaður, sem þá var
annar forstjóra Síldarverksmiðju
ríkisins og síðar forstjóri Sjóvár-
Almennra trygginga hf. Heima
hjá þeim komu fjölskyldurnar
saman á jóladag ár hvert og stóð
sá siður óslitið frá því um 1960 og
fram yfir aldamótin. Jólaboð voru
ætíð mikið tilhlökkunarefni hjá
okkur öllum.
Eftir að synir hennar, Valtýr
og Jóhann, voru farnir til náms,
leitaði hún oft til okkar yngri
frændanna um alls kyns viðvik,
sem alltaf var auðsótt, því ekki
spillti að launin voru út úr korti
miðað við fyrirhafnarlítil erindin.
Á sjötugsaldri ákvað Gyða að
gefa út niðjatal Þrasastaðaættar.
Með því þrekvirki reisti hún sér
og allri ættinni varanlegan og
skemmtilegan minnisvarða. Hún
hafði aldrei komið nálægt tölvu en
þegar hún sá hversu auðvelt var
að breyta og laga í texta, hikaði
hún ekki. „Það sem aðrir geta
lært, get ég líka.“ Við vissum öll
hin að hún hefði getað bætt við
„og yfirleitt betur“. Sjálfstraust
hennar, vandvirkni og dugnaður
var með ólíkindum.
Þegar niðjatalið var langt kom-
ið hringi hún í mig og vildi að ég
leiðbeindi henni með hvernig láta
átti ritvinnsluna búa til index.
Þrátt fyrir að þekking mín á rit-
vinnslu væri nokkuð góð varð ég
að að játa vanþekkingu mína.
Hún kvaddi frekar stutt í spuna,
þekking mín hafði greinilega beð-
ið talsverðan hnekki. Seinna frétti
ég að hún hefði haft uppi á manni
hjá einu af dagblöðunum sem
kunni þetta og tókst honum ekki
að komast undan því að kenna
henni þetta til hlítar.
Samband systranna var mjög
náið. Það var bæði Ástrúnu og
Gyðu mikið áfall þegar móðir mín
Margrét féll frá 2010 því þær töl-
uðust allar við næstum hvern ein-
asta dag.
Um síðustu jól varð fjölskyldan
og frændgarðurinn þeirrar
ánægju aðnjótandi að hitta Gyðu í
hinsta sinn. Engin vissi að hverju
dró, en þegar fólk er komið yfir
nírætt má búast við hverju sem
er. Við leiðarlok er ekkert annað
hægt að gera nema þakka fyrir
samveruna og ánægjustundirnar.
Hlynur Jónsson Arndal.
Í hinum smærri byggðum er
oft lítill kjarni sem er áberandi
og ber uppi drifkraftinn sem
heldur atvinnulífinu gangandi.
Kjarnakonan Gyða Jóhannsdótt-
ir var ein af fáum konum sem
voru í forystu fyrir atvinnulífinu
á Siglufirði þegar ég var lítill
drengur. Hún bjó í næsta húsi á
Hlíðarveginum. Vingjarnleg, vel
klædd, virðuleg kona sem við
krakkarnir litum upp til. Sigurð-
ur maður hennar rak Síldarverk-
smiðjur ríkisins og Gyða um-
boðsmaður Eimskipafélagsins
og Sjóvá. Hvortveggja krefjandi
störf með mikla þýðingu fyrir lít-
ið samfélag. Þeirra var því sárt
saknað þegar þau fluttu búferl-
um til Reykjavíkur vegna nýrra
starfa.
Eins og oft gerist þá tapast
þráðurinn og tengsl rofna. Þann-
ig leið tíminn og lítið fréttist af
högum Gyðu. Það var svo fyrir
nokkrum árum að ég kynntist
þessari merku konu aftur vegna
starfa með Valý syni hennar.
Mér er minnisstæð heimsókn á
dvalarheimili þar sem hún var í
hvíldarinnlögn. Það geislaði enn
af þessari öldnu konu. Hugurinn
skýr og spurningarnar hnitmið-
aðar. Áhuginn á framtíðarsýn
okkar fyrir Siglufjörð kallaði
fram bros sem var einlægt og
hvetjandi.
Það var enginn vafi hvar hug-
ur hennar var. Þrátt fyrir að hafa
búið sunnan heiða í áratugi þá
fylgdist hún náið með hvað var að
gerast fyrir norðan. Það kom því
ekki á óvart að hún tæki þá
ákvörðun að sækja um á Skála-
hlíð, íbúðum aldraðra á Siglu-
firði, til að verja síðustu æviár-
unum. Þessi kona sem með elju
sinni og ákveðni náði oftast sínu
fram fékk ekki þessa ósk sína
uppfyllta.
Kallið kom í miðjum undir-
búningi á flutningi til heimahag-
anna. Nú fylgist hún með um-
breytingum og þróun í gamla
bænum sínum frá nýju sjónar-
horni og skilur okkur hin eftir
með verkefni sem hún ætlaðist til
að við skiluðum af okkur í sínum
anda.
Blessuð sé minning Gyðu.
Róbert Guðfinnsson.
✝ Edda HuldaWaage fæddist
í Reykjavík 14.
febrúar 1946. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
23. janúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Magnús Guð-
mundsson Waage,
bifreiðarstjóri í
Reykjavík, f. 5.
ágúst 1916, d. 21. apríl 1977, og
Jóhanna Sveinsdóttir húsfreyja,
f. 1. september 1915, d. 11. októ-
ber 1986. Systkini Eddu eru:
Ólafur, f. 7. september 1939, d.
6. desember 1986, Guðmundur,
f. 17. nóvember 1940, d. 26. nóv-
ember 2011, Árni Már, f. 21. jan-
úar 1942, d. 6. júlí 2001, Ragn-
heiður Þórunn, f. 29. október
1943, Ómar, f. 25. október 1952,
Inga Anna, f. 14. nóvember
1955, Sigurlaug Jónína, f. 16.
nóvember 1958. Hálfbróðir,
sammæðra, er Jón Konráð
Magnússon, f. 30. desember
1933, d. 24. október 1995.
1979, maður hennar er Vignir
Daði Valgeirsson, f. 12. maí
1976, börn þeirra eru Valgeir
Níls, f. 23. janúar 2002, Hulda
Hanna, f. 15. maí 2006, og Óliver
Atli, f. 8. júlí 2011.
Edda ólst upp í Reykjavík,
lengstaf í Laugarneshverfinu,
og ung að árum fór hún að vinna
í kexverksmiðjunni Esju.
Sautján ára gömul giftist hún
Níls, eftirlifandi eiginmanni sín-
um, og bjuggu þau sér heimili í
Reykjavík og víðar. Edda varð
móðir ung, var komin með tvö
börn aðeins tvítug. 1976 fluttust
þau búferlum til Svíþjóðar, þá
komin með þrjú börn, þar sem
þau bjuggu til ársins 1982. Þar
var hún heimavinnandi hús-
móðir þar sem nóg var að gera
enda börnin orðin fjögur. Þegar
þau fluttu aftur til Íslands fór
hún að vinna í Ísbirninum sem
síðar varð HB Grandi. Þar starf-
aði hún þangað til hún fór á eft-
irlaun í apríl 2014 eða í samtals
32 ár. Hún hafði mikla ánægju
af sínu starfi og var ávallt stolt
af sinni vinnu. Edda og Níls
höfðu verið gift í 52 ár þegar
hún lést, þau bjuggu síðustu ár-
in sín saman að Hringbraut 45 í
Reykjavík.
Útförin fer fram í Bústaða-
kirkju í dag, 3. febrúar 2015, kl.
13.
Edda giftist 19.
október 1963 Níls
Nílsen, f. 8. sept-
ember 1943. Börn
þeirra eru:
1) Þór Vigfús, f.
1. apríl 1964, kona
hans er Lena Níl-
sen, f. 1 maí 1966,
sonur þeirra Mar-
cus, f. 14. Mars
1994. Börn hans
Therese Birgitta, 6.
janúar 1987, og Daniel Þór, f.
15. júní 1991. Stjúpsynir Þórs
eru Peter, f. 28. apríl 1986, og
Niklas, 6. september 1987.
2) Hanna Magga, f. 15. nóv-
ember 1966, maður hennar er
Jóhann Þór Halldórsson, f. 16.
apríl 1966, dætur þeirra eru
Helen Rún, f. 3. október 1988,
og Hildur Karen, f. 1. júní 1995.
3) Sveinn Ingi, f. 2. október
1971, kona hans er Áslaug
Vignisdóttir, f. 1. apríl 1976,
börn þeirra eru Dagný Lena, f.
4. september 1996, og Gabríel
Erik, f. 5. maí 2000.
4) Lena Hulda, f. 27. febrúar
Að setjast niður og skrifa til
þín, Edda mín, finnst mér svo
ótímabært. Eftir skammvina
sjúkrahúsvist og erfið veikindi
kom kallið í Sumarlandið. Ég
kynntist þér fyrir um 40 árum
sem voru mér afar kær. Þó sam-
skipti okkar hafi ekki verið svo
mikil í seinni tíð þá vissum við
vel hvor af annarri. Jólakort
sem alltaf voru í léttari kant-
inum eins og þín skapgerð lýsti
svo vel. Ávallt stutt í gleðina og
grínið. Eftir nokkur ár ykkar
Nils og fjölskyldu í Svíþjóð þá
fluttust þið til Íslands. Bjugguð
þið hjá mér og fjölskyldu minni
um tíma, sem voru góðir dagar
sem seint gleymast. Það var svo
auðvelt og gott að vera í kring-
um þig, Edda mín. Börnin mín
nutu þess að hafa þig heima
þegar þau komu heim úr skól-
anum. Ilmur af nýbökuðum kök-
um, mamma alltaf að vinna,
nema hvað. Ég vil þakka þér í
þessum fáu línum að hafa fengið
að kynnast þér, Edda mín.
Elsku Nils og fjölskylda, ykkur
sendi ég, Sylvía Erna og Geir
Ómarsbörn innilegar samúðar-
kveðjur.
Birna Halldórsdóttir.
Edda Hulda
Waage
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg-
unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru
eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda
örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli
sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út-
förin fer fram. Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún
sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beð-
ið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu.
Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minning@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar