Morgunblaðið - 09.02.2015, Side 2

Morgunblaðið - 09.02.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mikil væta hefur verið á götum borgarinnar að undanförnu og hefur útlit bílaflota landsmanna verið eftir því. Starfsmenn bílaþvottastöðv- arinnar Splass í Kópavogi höfðu því í nógu að snúast um helgina, vopnaðir sápu og svömpum, þegar hreingerningaþyrstir íbúar höfuð- borgarsvæðisins fóru með bíla af öllum stærðum og gerðum um þvottastöðvar, sem komu glans- andi hreinir út, fáeinum andartökum síðar. Vetrardrullan þrifin utan af bílunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Í nógu að snúast hjá starfsmönnum bílaþvottastöðvarinnar Splass Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Fyrsti sáttafundur Starfsgreina- sambandsins og SA hjá ríkissátta- semjara fer fram í dag. Viðræðurnar hafa hingað til lítið gengið. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfs- greinasambandsins, segir að ekki verði lagðar fram breyttar kröfur af hálfu sambandsins á fundinum í dag. „Við höfum lagt fram okkar kröfu- gerð og núna ræður ríkissáttasemj- ari ferðinni.“ Þá var Björn spurður hvort ráðist yrði í undirbúning verkfalla yrði fundurinn árangurslaus. „Það fer allt eftir því hvernig fundurinn fer en auðvitað eru menn farnir að skoða stöðuna og hugleiða það ef ekkert gengur. Verið er að kjósa verkfallsnefndir í öllum félögunum þannig að menn eru að undirbúa sig,“ segir Björn en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig verk- föllunum yrði háttað, ef til þeirra kæmi.“ Starfsgreinasambandið semur í kjaraviðræðunum fyrir hönd 16 að- ildarfélaga. Það lagði fram kröfur 26. janúar sem SA hafnaði samdæg- urs. Kröfurnar fela m.a. í sér að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði og að vaktaálag verði end- urskoðað og samræmt kjarasamn- ingum á opinberum vinnumarkaði. Áherslur aðila mjög ólíkar Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir ljóst að áherslur aðila séu mjög ólíkar. „Við viljum byggja áfram á þeim árangri sem hefur náðst og teljum það far- sælustu leiðina til að byggja upp kaupmátt til skemmri og lengri tíma. Það er alveg ljóst að Starfsgreina- sambandið er með aðrar áherslur og biður um umtalsvert meiri hækkanir en svigrúm er fyrir, sem að okkar mati leiðir til verulegrar verðbólgu. En nú hefjast viðræður fyrir alvöru og við sjáum hvernig þetta þróast.“ Óbreyttar kröfur hjá SGS  Fulltrúar SGS og SA mætast á fyrsta sáttafundinum í dag  „Nú hefjast við- ræður fyrir alvöru,“ segir framkvæmdastjóri SA  Verkfallsundirbúningur hafinn Björn Snæbjörnsson Þorsteinn Víglundsson þúsund lestum af kolmunna frá því fyrsta færeyska skipið landaði þar 2. janúar. Kolmunninn veiðist í fær- eysku lögsögunni en skipin koma til Íslands til löndunar þegar ekki er pláss hjá verksmiðjunum þar. Hof- fell, skip Loðnuvinnslunnar, hefur landað tvisvar á vertíðinni og er nú á leiðinni heim með þriðja farminn. Veiðarnar gengið betur Þau 18 þúsund tonn af loðnu sem Loðnuvinnslan hefur tekið við eru öll af norskum loðnuskipum sem leyfi hafa til veiða í íslensku lögsögunni. Friðrik segir að þeim hafi gengið veiðarnar vel á þessari vertíð, mun betur en í fyrra. Norsku skipin mega veiða um 50 þúsund tonn og eiga að- eins um 7 þúsund tonn eftir. Þau Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Árið hefur farið sérstaklega vel af stað hjá Loðnuvinnslunni á Fá- skrúðsfirði. Það sem af er ári hefur verið landað 26 þúsund tonnum af loðnu og kolmunna, meginhlutinn af erlendum veiðiskipum. Í gær voru 9 norsk loðnuskip í höfninni. Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, segir vissulegt hægt að nota orðið uppgrip um vertíðina. „Það hefur ver- ið nánast óslitin vaktavinna allan sól- arhringinn í loðnufrystingu í sextán daga. Þetta er jákvætt fyrir fyrir- tækið, starfsfólkið og samfélagið allt,“ segir hann. Loðnuvinnslan hefur tekið á móti 8 landa víða en mest á Fáskrúðsfirði. Mikill hluti af hráefninu hefur verið bræddur í verksmiðjunni en stærsta loðnan hefur verið fryst og seld til Austur-Evrópulanda. Friðrik segir að sæmilegt verð fáist fyrir afurðirn- ar þar en viðskiptin gangi hægar fyrir sig en áður vegna efnahagserfiðleika í löndunum því allt þurfi að greiða fyr- irfram. „Loðnan er tiltölulega ódýr matur á þessu svæði og er þeim mik- ilvæg,“ segir Friðrik. Vertíðin hefst sérstaklega vel Morgunblaðið/Albert Kemp Verðmæti Níu norsk loðnuskip voru í höfn á Fáskrúðsfirði í gær.  Afli erlendra veiðiskipa skapar upp- grip í loðnu og kolmunna á Fáskrúðsfirði Leigubílstjóri óskaði eftir að- stoð lögreglu um tvöleytið í gær vegna tveggja farþega sem ætl- uðu ekki að greiða fargjaldið. Þegar lögregla mætti á staðinn réðst annar mannanna á lög- reglumann. Var maðurinn handtek- inn eftir að hafa verið úðaður með varnarúða að því er segir í tilkynn- ingu lögreglu og átti svo að ræða við hann þegar er af honum bráði. Yfirbugaður með gasi Gas Ráðist var á lögreglumann. Fimm voru fluttir á Landspítala til aðhlynningar þegar tvær fólks- bifreiðar lentu í hörðum árekstri við gatnamót Þúsaldar og Reynisvatns- vegar rétt fyrir klukkan eitt í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi dælubíl á vettvang til að hreinsa upp olíu. Fimmmenningarnir voru út- skrifaðir af Landspítalanum án alvar- legra meiðsla seinna um daginn. Gatnamótin hafa verið í talsverðri umræðu meðal íbúa hverfisins í mörg ár, þar sem slys eru tíð við gatnamót- in og kallað hefur verið eftir umbót- um. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu á síðasta ári um að fé yrði lagt í umbætur á gatnamótunum og var sú tillaga samþykkt. Kjartan seg- ir að búast megi við að farið verði í umbæturnar einhvern tímann á árinu. Í kjölfar slyssins fór fram umræða á facebook-síðu íbúa Grafarholts, þar sem íbúar lýstu áhyggjum sínum af óhöppum við gatnamótin og var m.a. lagt til að beygjuljósum yrði komið upp eða gatnamótunum breytt í hringtorg. Fimm fluttir á sjúkrahús Ljósmynd/Ingvar Smári Birgisson Tíð slys Breyta á gatnamótunum.  Tíð slys við gatna- mótin vekja umræðu Árborg hefur samþykkt beiðni Sæbýlis ehf. um 25% afslátt vegna kaupa á heitu vatni frá Selfossveitum hf. Sæbýli er með fiskeldi og er með tvær verð- mætar tegundir af sæeyrum og eina tegund af sæbjúgum og ígul- kerjum í eldi í eldisstöð sinni á Eyrarbakka. Félagið gerir ráð fyr- ir að fyrsta framleiðsla þess fari á markað á árinu 2016 og þá verði selt um 1 tonn af ezo sæeyrum til Japans. Nú starfa 3 starfsmenn hjá félaginu við hirðu dýra og uppsetningu á eldiskerfi félagsins og markmiðið er að þeim muni fjölga á árinu til þess að setja meiri kraft í uppbyggingu eld- iskerfisins. Sæbjúgnaeldi fær nýsköpunarstyrk Nýsköpun M.a. eru framleidd sæeyru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.