Morgunblaðið - 09.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2015
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
etta hefur farið fram úr
björtustu vonum, núna
er þriðja prentun farin í
gang,“ segir Smári
Jónsson og á þar við
bók sem hann sendi frá sér fyrir
síðustu jól og heitir Pabbi, átt þú
uppskrift? en það er matreiðslubók
fyrir byrjendur og lengra komna
heimiliskokka. Bókin inniheldur að
mestu uppskriftir að venjulegum
heimilismat, einhvers konar þver-
snið af þeim réttum sem hafa verið
hvað vinsælastir á heimili Smára.
„Ég er alveg rasandi hissa á
því hversu mikla lukku bókin hefur
vakið, en það sýnir vissulega að það
er þörf fyrir svona bók.“
Smári segir að upphaf ævin-
týrisins megi reka til þess að þegar
dætur hans voru nýfluttar að heim-
an áttu þær það til að hringja í
pabba sinn og biðja hann um upp-
skriftir að hinu og þessu.
„Þær vildu fá uppskriftir að
þeim heimilismat sem þær eru aldar
upp við hér hjá okkur. Í framhald-
inu spurði ég þær hvort vinir þeirra
og vinkonur sem væru nýflutt að
heiman væru kannski í sömu vand-
ræðum með að elda. Svo reyndist
vera og þegar ég spurði hvað þetta
unga fólk langaði til að læra að elda,
þá reyndist það vera hinn venjulegi
heimilismatur sem þau eru alin upp
við. Þau vilja ekki hafa þetta of
flókna matreiðslu, enda er erfitt fyr-
ir krakka sem kunna lítið sem ekk-
ert fyrir sér í matreiðslu að byrja á
einhverjum fansí og flóknum rétt-
um.“
Hversdagsupp-
skriftir pabba
Þegar dætur Smára Jónssonar voru nýfluttar að heiman voru þær sífellt
að hringja í hann til að biðja hann um uppskrift að einhverju sem þær voru
aldar upp við á æskuheimilinu. Smári komst að því að nýgræðingar þyrftu
á uppskriftabók með venjulegum heimilismat að halda, svo hann gekk í málið
og gaf út eina slíka.
Morgunblaðið/Golli
Í eldhúsinu heima Smári kann vel við sig í eldhúsinu heima á Akranesi.
Á morgun, þriðjudag, mun eiga sér
stað atburður sem enginn unnandi
fagurra lista má láta fram hjá sér
fara, en þá stendur Kvæðamanna-
félagið Iðunn fyrir kvæðaskemmtun á
Kaffi Rósenberg. Nokkrir valinkunnir
kvæðamenn munu þar koma fram og
kveða vísur og rímur í léttum dúr.
Á sama tíma mun kvæðamanna-
félagið Ríma einnig halda kvæða-
kvöld á Þjóðlagasetrinu á Siglufirði.
Þannig er hitað upp fyrir Landsmót
kvæðamanna sem haldið verður á
Siglufirði dagana 6.-8. mars.
Á kvæðakvöldi Iðunnar koma fram
Ása Ketilsdóttir, Bára Grímsdóttir,
Ingimar Halldórsson, Njáll Sigurðs-
son, Pétur Húni Björnsson, Rósa Jó-
hannesdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir
og Þórarinn M. Baldursson.
Haldin verður hlutavelta með
mörgum spennandi vinningum.
Dagskráin hefst kl. 20 og aðgangs-
eyrir er 1.000 kr. Allir velkomnir.
Kvæðaskemmtun á Rósenberg
Kvæðakona Bára ætlar að kveða annað kvöld, en hér er hún ásamt manni sínum.
Bára Grímsdóttir og Ása Ketils-
dóttir meðal þeirra sem kveða
Fleiri konur deyja eða tapa heilsu á
hverju ári vegna ofbeldis heldur en
vegna krabbameins, umferðarslysa,
malaríu og alnæmis ár hvert.
UN Women vinna ötullega að því að
breyta þessu og þess er krafist að ár-
ið 2015 verði ár breytinga. Árið sem
konur eru frjálsar og lifa án ótta við
ofbeldi.
Landsmenn geta tekið þátt í bylt-
ingunni með því að kaupa Fokk of-
beldi armbandið. Ágóði armband-
anna rennur í Styrktarsjóð SÞ en
sjóðurinn styrkir um 80 verkefni í 70
löndum um þessar mundir og hefur
bein áhrif á líf þriggja milljóna
manna. Það er ósk UN Women á Ís-
landi að armbandið fái fólk til að tala
um ofbeldi gegn konum. Með aukinni
vitund eiga breytingar sér stað.
Fokk ofbeldi armbandið er ætlað
fullorðnum. Orðalagið er vísvitandi
ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki
og stuðla að vitundarvakningu um
baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ef
orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá
er mikilvægt að muna að ein af hverj-
um þremur konum verður fyrir of-
beldi á lífsleiðinni og 39 þúsund
stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á
hverjum einasta degi eða ein á
þriggja sekúndna fresti.
Fokk ofbeldi armbandið fæst í
Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um
land allt dagana 6.-20. febrúar.
Nokkrar staðreyndir
um kynbundið ofbeldi:
600 milljónir kvenna búa í löndum
þar sem heimilisofbeldi er ekki refsi-
vert.
3.600 konum er nauðgað í Suður-
Afríku á hverjum einasta degi.
Líklegra er að íslensk stúlka í 10.
bekk á Íslandi hafi orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni heldur en að hún
reyki.
64 milljónir stúlkna undir 18 ára
aldri hafa verið þvingaðar í hjóna-
band um heim allan.
140 milljónir stúlkna hafa þurft að
þola afskurð á kynfærum sínum.
Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni
Orðalagið er vísvitandi ögrandi
og ætlað til að hreyfa við fólki
Ljósmynd/Saga Sig.
Táknrænt Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson fengu nokkra dans-
ara til að mynda í sameiningu orðin FOKK OFBELDI með líkömum sínum.
Ögrun Áletrun á armbandinu er ætl-
að að hreyfa við fólki og stuðla að
vakningu um kynbundið ofbeldi.
Opið: 8
:00-18
:00
mánud
. til fim
mtud.
8:00-1
7:00
föstud
aga
Er bílrúðan
brotin eða
skemmd?
Við erum sérfræðingar í
bílrúðuskiptum og viðgerðum
á minni rúðutjónum.
Erum í samvinnu við öll
tryggingafélög landsins.
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta