Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðasmára Mjódd Álftamýri 20% afsláttur af öllum pakkni ngum Afslátturinn gildir í febrúar. Lyfjaauglýsing Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Sagt er að alls konar draugar séu á vappi í mið- borg Reykjavíkur,“ sagði Óli Kári Ólason sagn- fræðingur, sem leiddi hóp fólks í draugagöngu um miðborgina í gær á vegum fyrirtækisins Reykjavík Haunted Walks. Óli segir göngurnar vinsælar bæði hjá Íslendingum og útlendingum, þar er farið yfir sögu borgarinnar og hún tengd við þekkta drauga. „Sá þekktasti er líklega Steinunn Sveinsdóttir frá Sjöundá,“ segir Óli. Í draugagöngu um götur borgarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Draugar og fólk á vappi í miðborginni í gær Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamn- ingar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári,“ segir Henning Gade, forstöðumaður hjá Dansk Arbejdsgiverforening, dönskum samtökum atvinnulífsins. Hann var staddur hér á landi til að halda erindi um breytt starfsnám í Danmörku á menntadegi atvinnu- lífsins sem haldinn var í gær á veg- um Samtaka atvinnulífsins. Hann segist hissa þegar hann heyrir talað um kröfur um 20-30% hækkun launa. „Í Danmörku hefur verið lítil verðbólga síðast- liðið ár. Í janúar varð verðbólga í kringum 0% og á stórum hluta síð- asta árs var hún um 0,5%. Það þýðir að þótt launahækkanir hafi verið litlar, aðeins í kringum 1,4% að meðal- tali, hefur kaupmáttur aukist tölu- vert,“ segir Gade. Lítill ágreiningur Aðspurður hvort samningavið- ræður í Danmörku hafi verið harðar segir hann svo ekki vera. „Laun hafa hækkað um 1,4% frá því á síðasta ári, sem er ansi lítið. Verkalýðsfélög- in samþykktu svo litlar hækkanir vegna þess að þeim var umhugað um að Danmörk yrði samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Samningaviðræð- ur, bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera, gengu vel og voru samningar samþykktir með miklum meirihluta,“ segir Gade. Kerfið sveigjanlegt í Danmörku Hann segir launakerfið í Dan- mörku þó sveigjanlegra en hið ís- lenska. „Launaþróunin í Danmörku á sér stað að mestu leyti hjá fyrir- tækjunum. Hjá 70% af launþegum í Danmörku á yfir 80% af launaþróun- inni sér stað hjá fyrirtækjunum. Í kjarasamningunum er mælt fyrir um menntun, frídaga og vaktafyr- irkomulag og fleira slíkt en fyrir- tækin hafa sjálf svigrúm til að stjórna launaþróuninni. Þannig hafa þau sjálf meira olnbogarými til að hækka laun þegar vel gengur eða lækka þegar kreppir að. Þetta kem- ur sér líka sérstaklega vel fyrir minni fyrirtæki,“ segir Gade. Samhengið skiptir máli Hann segist ekki tjá sig með bein- um hætti um ástandið á vinnumark- aði á Íslandi. Hann bendir Íslend- ingum þó á að skoða launaþróun í samhengi við önnur lönd. „Ég get ekki sagt til um hvort 20-30% launa- hækkanir séu of mikið eða of lítið. Það verður hins vegar að skoða kjarasamninga í samhengi við önnur lönd. Hækkanir í Danmörku og einnig í Þýskalandi eru bersýnilega mun lægri en það sem er krafist hér,“ segir Gade. Ísland líti til annarra ríkja  Litlar launahækkanir í Danmörku skila sér í auknum kaupmætti í lítilli verð- bólgu  5,5% hækkun á þremur árum  Leggja áherslu á samkeppnishæfni Henning Gade „Þetta er mikill léttir. Alveg stór- kostlegt, bæði fyrir mig, kirkjuna og íslenska myndlistarmenn,“ segir Leifur Breiðfjörð myndlistarmaður, en í gær staðfesti Hæstiréttur hér- aðsdóm þar sem íslenska ríkinu er gert að endurgreiða 7,5 milljóna króna virðisaukaskatt á listaverki Leifs sem prýðir hurð Hallgríms- kirkju á þeim forsendum að um lista- verk hafi verið að ræða en ekki smíðavöru til bygginga. Leifur flutti í janúar 2010 hingað til lands frá Þýskalandi tvo hluta verks síns sem mynda bronshurð kirkjunnar. Á toll- skýrslu kom fram að um væri að ræða frumverk af höggmyndum. Í kjölfarið sendi tollurinn Leifi póst þar sem kom fram að tollstjóri hafn- aði skráningunni því listaverkið ætti að falla undir flokkinn smíðavörur til bygginga. Var síðan gerð ný toll- skýrsla og Leifi gert að greiða virð- isaukaskatt með 25% álagi, samtals tæpar 7,5 milljónir króna. Kirkjan greiddi kostnaðinn „Það er ómetanlegt fyrir listamenn sem vinna slík verk fyrir opinberar byggingar að verkið skuli viðurkennt sem listaverk en ekki smíðaverk,“ segir Leifur en hann þurfti að bíða lengi eftir niðurstöðu í málinu. „Þetta tók um fjögur ár en þetta var niður- staðan sem ég vonaðist eftir.“ Þótt Leifur hafi flutt verkið heim var það kirkjan sem greiddi kostnaðinn og fær nú endurgreiddan virðisauka- skattinn. „Þetta er því glæsileg nið- urstaða, bæði fyrir mig og kirkjuna,“ segir Leifur. bmo@mbl.is Hurðin viðurkennt lista- verk en ekki smíðavara Morgunblaðið/Ómar Hurðin Listamaðurinn við hurðina sem nú er viðurkennt listaverk.  Fá endur- greiddan vsk. Lára Halla Sigurðardóttir Laufey Rún Ketilsdóttir Nokkuð ákveðið hefur dregið úr gos- inu í Holuhrauni í febrúar og gæti því lokið á nokkrum vikum eða mán- uðum. Erfitt er þó að segja nákvæm- lega hvenær því lýkur en ljóst er að ekki er lengur um stórgos að ræða, segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Bætir hann við að dregið hafi úr kvikuflæði, sigi og jarð- skjálftum í febrúar og gosinu gæti því bæði lokið snögglega og fjarað út hægt og rólega. „Aðalatriðið er þó að þetta er ekkert stórgos lengur. Það er líklegt, ef þróunin heldur svona áfram, að þetta verði búið fyrir sum- arið,“ segir Magnús Tumi. Möguleiki á öðru gosi Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings lýkur eldgosi þegar kvika hættir að koma upp. Það þýði þó ekki að gliðnunarhrinunni sem verið hefur í gangi á svæðinu sé lokið og því mögulegt að annað eldgos brjótist fram. „Það eru nú þegar búin að vera fjögur önnur eldgos, tvö und- ir jöklinum og tvö á söndunum,“ segir Ármann. Enn er þó verið að vinna að gögnum um eldgosið. „Við erum að meta uppkomuhraðann og glíma við mál sem hafa verið vandamál og er- um að finna lausnir á því,“ segir Ár- mann. Í upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands í gærmorgun kom fram að stærsti skjálftinn síðastliðinn sólar- hring mældist 4,3 stig en í heildina mældust 30 skjálftar. Einnig kemur fram að tíðni skjálftanna sé að drag- ast saman. Áður hafi liðið tvær til fjórar klukkustundir á milli skjálft- anna en nú líði tólf til tuttugu og fjór- ar klukkustundir á milli þeirra. „Verði búið fyrir sumarið“  Minna kvikuflæði, sig og skjálftar Morgunblaðið/RAX Eldgos Verulega hefur dregið úr gosinu í Holuhrauni í febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.