Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía Walthers Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði, mæli hiklaust með þeim!“ Katrín Skeifunni 17 Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flug- stjóri hjá Mýflugi, segir að það sem af er ári hafi sjúkraflugvél Mýflugs notað 06/24-flugbrautina (suðvestur- norðaustur-brautina) á Reykjavíkur- flugvelli tólf sinnum. Auk þess hafi flugstjóri Mýflugs beðið um hana til lendingar fyrr í þessari viku, en þá átti eftir að hreinsa af brautinni snjó og hálkuverja svo hann hafi orðið að lenda í staðinn á suðurbrautinni. „Sú lending var framkvæmd við aðstæður þar sem farið var mjög nærri getu- mörkum flugvél- arinnar og mátti lítið út af bregða til að illa færi. Ein góð vindhviða hefði getað nægt til þess,“ sagði Þorkell í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það gildir um öll tilfellin tólf sem hér eru nefnd að ef braut 06/24 hefði ekki verið til staðar hefðu allar þær lendingar/ flugtök farið nærri getumörkum vél- arinnar og í tveimur tilfellum hefði raunar ekki verið hægt að lenda á hinum brautunum,“ segir Þorkell. Þorkell segir að í þeim gögnum sem Isavia lét áhættumatsnefnd- inni í té, þeirri sem leyst var upp í desember sl. án þess að niðurstaða lægi fyrir, hafi mátt finna ellefu til- felli á sl. þremur árum, þar sem sjúkraflugvél Mýflugs hefði ekki getað lent á Reykjavíkurflugvelli, ef ekki hefði verið fyrir tilvist brautarinnar 06/24, þar sem að- stæður til lendinga á hinum braut- unum hafi verið utan við getumörk vélarinnar. Hefur lent 12 sinnum  Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi, segir að skapast hefði hætta ef brautin hefði ekki verið til staðar Morgunblaðið/RAX 06/24 Suðvestur-norðaustur-brautin, oft nefnd neyðarbrautin eða 06/24, er hér fyrir miðri mynd, til hægri við hót- el Natura og einungis að hálfu rudd. Sjúkraflugvél Mýflugs gat ekki lent á henni af þeim sökum í vikunni. Þorkell Ásgeir Jóhannsson Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsókna á lífríki Þingvalla- vatns. Áhersla verður lögð á vatna- sviðið sunnanvert og urriðastofninn. Tekjum OR af sölu veiðileyfa í Þingvallavatni verður varið til rannsóknanna. Ráðstafa á allt að 14 milljónum króna á árunum 2015-2017. Dr. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og lífeðlisfræðingur, lýsti ánægju sinni með ákvörðun stjórnar OR. Hann þekkir vel til Þingvallaurriðans og sagði að urr- iðastofninn í vatninu hefði verið mjög hætt kominn fyrir um 25 árum. „Ég hélt að hann væri bara að drepast út. Bókin mín Urriðadans var 298 blaðsíðna kveðja til hans. Ég skrifaði formálann grátklökkur,“ sagði Össur. Með samstilltu átaki tókst að forða ísaldarurriðanum frá algjörri útrýmingu. Össur sagði að búið væri að rann- saka marga þætti sem tengdust líf- ríki Þingvallavatns. Urriðinn hefði þó ekki verið rannsakaður nema í eftirliti sem Þingvallanefnd, undir forystu Björns Bjarnasonar, átti frumkvæði að þegar Jóhannes Stur- laugsson var ráðinn. Hann hefði séð með miklum ágætum um urriða- stofninn í Öxará. Þegar rannsóknin hófst gengu um 60 fiskar í ána en nú um 1.200 á hausti. Jóhannes hefur einnig rannsakað suðurhluta vatns- ins með stuðningi Landsvirkjunar. Össur sagði að líklega hefði urr- iðinn alltaf hrygnt í víkunum við sunnanvert vatnið þar sem nú á að rannsaka. Ós Ölfusvatnsár við Þor- steinsvík hefur verið mjög gjöfull veiðistaður undanfarin ár og taldi Össur að þar hefðu veiðst um 400 stórurriðar síðasta sumar. Hann sagði að hvergi í heiminum veiddist jafnmikið af stórurriða. „Nú er urriðinn farinn að ganga aftur upp í Ölfusvatnsána og hrygna. Að minnsta kosti á annað hundrað fiskar gengu þar upp síðastliðið haust. Fyrir tíu árum var enginn urriði þar,“ sagði Össur. Hann sagði margt benda til að tveir meginurriðastofnar hefðu verið í Þingvallavatni; Efra-Sogs-stofninn, sem var drepinn með virkjuninni, og Öxarárstofninn. Auk þess hefðu margir örstofnar átt hrygningar- stöðvar víðs vegar um vatnið. „Hann er dálítið einstakur þessi fiskur okk- ar. Þetta er síðasti stórurriða- stofninn, sem ég veit um, sem hefur lifað í algjörri einangrun frá því að síðustu ísöld lauk. Hann hefur ekki mengast af neinum utanaðkomandi genum.“ gudni@mbl.is Ísaldarurriðinn rannsakaður  OR auglýsir stuðning við rannsóknir Morgunblaðið/Golli Þingvallavatn Ísaldarurriðinn er að rétta úr kútnum eftir mikla lægð. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dregið verður um hreindýraveiði- leyfi á morgun kl. 14 í húsi Mennta- skólans á Egilsstöðum. Bein útsend- ing verður á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is). Þeir sem verða dregnir út þurfa að greiða veiðileyfið í síð- asta lagi 15. apríl. Bjarni Pálsson, teymisstjóri á sviði sjálfbærni hjá UST, sagði að alls hefðu borist 3.635 gildar um- sóknir um 1.412 hreindýraveiðileyfi. Fjöldinn er svipaður og í fyrra þegar 3.570 gildar umsóknir bárust. Mun fleiri sóttu um leyfi til veiða á törfum en kúm. Nú bárust rúmlega 2.500 umsóknir um tarfaleyfi en leyft verður að veiða 630 tarfa. Í fyrra bárust um 2.400 umsóknir um tarfa. Því eru innan við 1.172 umsóknir um veiðileyfi á 782 hreinkýr. Tarfar á svæði 7, það er í Djúpa- vogshreppi, nutu mestra vinsælda en þar verður leyft að veiða 190 tarfa. Næstir á vinsældalistanum eru tarf- ar á svæði 1, sem er nyrsta og lang- víðfeðmasta veiðisvæðið. Þar má veiða 98 tarfa. Tarfar á svæði 6 eru svo í 3. sæti vinsældalistans. Á tveimur svæðum, 4 og 9, var fjöldi umsókna um kýr svipaður og fjöldi kúa sem má veiða. Þá er eftir að taka tillit til varaumsókna en grip- ið er til þeirra þegar listar aðal- umsókna tæmast. Að varaumsókn- um meðtöldum eru umsóknirnar mun fleiri en kýrnar sem eru í boði. Miðað við tilkynningar um aukið skotvopnaleyfi, sem er krafist af hreindýraveiðimönnum, bættust um 300 nýir umsækjendur í hóp þeirra sem sóttu um hreindýraveiðileyfi. UST kyngreinir ekki umsækjend- ur sérstaklega en Bjarni kvaðst hafa það á tilfinningunni að konum í hópi umsækjenda um hreindýraveiðileyfi væri að fjölga, líkt og almennt í skot- veiðinni. Eins virðist það færast í vöxt að hjón fari saman á skotveiðar. Nú fá 98 hreindýraveiðimenn for- gang vegna svonefndrar fimm skipta reglu, það eru þeir sem hafa sótt um hreindýraveiðileyfi en ekki verið dregnir út fimm ár í röð. Þessir veiði- menn verða með í almenna útdrætt- inum og þeir sem ekki hafa heppnina með sér sjötta árið í röð fara fremst í biðröðina eftir veiðileyfi. Tarfar mun vin- sælli en kýrnar  Dregið um hreindýraveiðileyfin Morgunblaðið/RAX Hreindýr Bein útsending verður frá drætti um veiðileyfin á morgun. Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.