Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Undanfarna áratugi hefur sífellt stærri hluti hvers árgangs aflað sér formlegrar menntunar umfram skyldunám. Iðnnem- um hefur þó ekki fjölgað. Þeir hafa ver- ið milli þrjú og fjögur þúsund talsins síðan núverandi skipan komst á framhalds- skóla um og fyrir 1980. E.t.v. eru þessar tölur einar og sér ekki áhyggjuefni. Þegar rýnt er nánar í aðsókn að iðnnámi kem- ur þó ýmislegt í ljóst sem vekur áleitnar spurningar. Það er m.a. umhugsunarefni hve fáar greinar laða til sín nemendur. Árið 2012 voru sex greinar með langflesta nemendur. Þær voru bifvélavirkj- un, hársnyrtiiðn, húsasmíði, mat- reiðsla, rafvirkjun og vélvirkjun. En margar greinar höfðu enga eða fáa nemendur. T.d. voru 19 í námi til sveinsprófs í múraraiðn, níu í netagerð, sex í blikksmíði og fimm í veggfóðrun og dúkalögn. Í öllum þessum greinum hafði nem- endum fækkað frá aldamótum. Annað umhugsunarefni er að þótt flest iðnnám sé skilgreint sem 3ja til 4ra ára nám eftir grunnskóla hafa að jafnaði innan við 2% af árgangi lokið sveinsprófi fyrir 22 ára aldur. Meðalaldur við sveinspróf hefur um langt árabil verið yfir 25 ár. Iðnnám er því í reynd orðið nám fyrir fullorðna fremur en unglinga og flestir safn- ast í fáar greinar. Í ljósi þessa hljót- um við að spyrja hvernig er: a) Hægt að mennta iðn- aðarmenn til fjöl- breyttari starfa? b) Fá fleiri til að ljúka iðnnámi snemma á ævinni? Að mennta iðn- aðarmenn til fjöl- breyttari starfa Í reglugerð um lög- giltar iðngreinar (940/ 1999) eru taldar upp allmargar greinar sem eru næstum eða al- veg horfnar vegna nýrra atvinnu- hátta og réttast væri að leggja niður. Aðrar eru óþarflega sér- hæfðar og ættu að sameinast, eins og þegar hárskurður og hár- greiðsla urðu að einni grein svo sömu fagmenn máttu bæði klippa hár karla og kvenna. Nú eru til fimm rafiðngreinar. Í þrem þeirra (símsmíði, rafveitu- virkjun og rafvélavirkjun) eru engir nemendur en tvær eru fjöl- mennar (rafvirkjun og rafeinda- virkjun). Eigi að halda í löggild- ingu starfa í rafiðnaði þarf að sameina fögin í tvö og hætta með einkaleyfi til starfa í mannlausum greinum. Svipaða sögu má segja um fleiri greinaflokka. T.d. væri að líkindum til bóta að sameina rennismíði og vélvirkjun. Sameining og fækkun greina leysir ekki að fullu þann vanda sem hér um ræðir. Til að viðhalda fámennum greinum sem ekki er hægt að sameina öðrum þarf að endurskilgreina hlutverk skóla. Núgildandi námskrár gera ráð fyrir að stór hluti af sérhæfðu iðn- námi fari fram í skólunum. Í múrs- míði er t.d. um eins og hálfs árs nám í áföngum sem engir aðrir taka en verðandi múrarar. Í veggfóðrun og dúkalögn er þessi sérgreina- pakki um tveir þriðju af námsári. Skólar hafa tæpast ráð á að kenna þessi fög nema stórir hópar hefji nám í þeim samtímis. Það gerist ekki. Fámennar greinar komast trúlega betur af með því taka aftur upp þá skipan, sem tíðkaðist langt fram eftir síðustu öld, að skólar kenni einkum það sem er sameig- inlegt mörgum iðngreinum en meistarar í fyrirtækjum annist mestan hluta af sérhæfingunni. Að fá fleiri til að ljúka iðnnámi snemma á ævinni Ég get mér þess til að tvennt valdi mestu um litla sókn ung- menna í iðnnám. Annað er að fáir eru tilbúnir að velja eina sérhæfða grein strax við lok grunnskóla. Ungt fólk vill halda mörgum leiðum opnum. Hitt er að kennsla iðn- greina mótaðist þegar flestir hófu nám með reynslu úr atvinnulífi. Síð- an hafa flókin og erfið fög, eins og tölvuteikning og stýritækni bæst við námskrár margra iðngreina. Af þessu leiðir að námið er orðið of erfitt fyrir flesta unglinga og krefst meiri reynslu en þeir hafa. Séu tilgátur mínar réttar má hugsa sér tvær leiðir til að laða fleiri ungmenni að iðnnámi. Önnur er að létta námið og draga úr sér- hæfingu. Hin er að færa iðnnám, a.m.k. að hluta, á skólastig ofan við framhaldsskóla og bjóða und- irbúning fyrir iðnnám á fram- haldsskólastigi. Um fyrri leiðina verður seint nein sátt, enda kem- ur hún illa heim við þróun at- vinnulífs þar sem er sífellt meiri þörf fyrir fólk með skilning á flók- inni tækni. Seinni leiðin er hins vegar vel fær. Það er hægt að skilgreina stúdentsbrautir sem búa nemendur undir iðnnám. Á slíkum brautum geta fög eins og teikning og smíði verið stór hluti námsins. Mér þykir flest benda til að á næstu árum fjölgi þeim enn sem stefna á stúdentspróf eftir lok grunnskóla. Það er í dúr við þessa þróun að framhaldsskólar sem hafa verið stofnaðir eftir aldamót hafa engar iðnbrautir. Mennta- kerfið hlýtur að svara aukinni eft- irspurn eftir breiðri almennri menntun með því að bjóða upp á fleiri leiðir til stúdentsprófs. Þetta ætti iðnaðurinn að nýta sér, frem- ur en að bægslast móti tímans straumi. Verði iðnnám skilgreint þannig að það sé ári styttra fyrir þá sem lokið hafa stúdentsbraut af tiltekinni gerð er líklegt að stórir hópar ungmenna velji slíkt stúdentsnám, ljúki því 19 ára og iðnnámi innan þriggja ára þar á eftir. Þeir klára þá sveinspróf um 22 ára aldur og mun fyrr en nú tíðkast. (Allt talnaefni sem byggt er á í þessari grein er tekið af vef Hag- stofu Íslands.) Þarf að breyta kennslu í iðngreinum? Eftir Atla Harðarson »Menntakerfið hlýtur að svara aukinni eftirspurn eftir al- mennri menntun með að bjóða fleiri leiðir til stúdentsprófs. Þetta á iðnaðurinn að nýta sér. Atli Harðarson Höfundur er lektor við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands og fyrrverandi skólameistari við framhaldsskóla. Flestum er enn í fersku minni hvernig vinstraliðið í meiri- hluta borgarstjórnar Reykjavíkur, þau Dagur B., Björn Blön- dal og Sóley Tómas- dóttir, ásamt mörgum öðrum jusu annan borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, auri og lygum í tengslum við sveitarstjórnarkosning- arnar sl. vor og lengi á eftir í ekki stærra máli en nú er á ferðinni í sam- bandi við ferlimál fatlaðra. Hún var svo hreinskilin að segja umbúðalaust það sem margir aðrir hugsuðu. Hún var á móti því að gefa eina rándýr- ustu lóðina í Reykjavík undir bæna- hús múslima, þ.e. mosku. Þessi dýr- mæta lóð hafði ekki verið föl öðrum og það sem meira er; múslimum höfðu staðið til boða aðrar lóðir en fyrir frekju og óbilgirni forsvars- manna þeirra vildu þeir auðvitað vera á sem mest áberandi stað fyrir augum landsmanna allra og erlendra ferðamanna. Skítkastinu í borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins ætlar seint að linna út af moskumálinu þótt aldrei hafi verið minnst á trúmál af hálfu borg- arfulltrúans á annan hátt en að segja að algjört trúfrelsi ríki, auðvitað. Versta við þetta skítkast var að nokkrir framsóknarmenn tóku undir þetta illu heilli. Og ég spyr: Hvað á það að þýða af flokksfólki að stór- skaða flokkinn sinn innan frá út af slíku nauðaómerkilegu máli? Ferlimál fatlaðra Það er nú komið svo að fyrr- greindur meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur, vinstraliðið Dagur B, B. Blöndal og Sóley, er nú með svo gjörsamlega allt niður um sig hvað varðar ferlimál fatlaðra að trúlega hefur annað eins aldrei gerst áður. Þjónustubílar á vegum borgarinnar, sem eiga að sjá um þessa þjónustu, þ.e. akstur þessa viðkvæma hóps fram og til baka, eru svo illa skipulagðir að þeir eru helst ekki á tíma, sem veldur ýmsum töfum og miklum óþæg- indum, t.d. mæta þessir einstaklingar of seint t.d. í vinnu, sund eða leikfimi ef þeir þá kom- ast yfirleitt nokkuð. Alversta dæmið er lík- lega þegar ung mállaus og þroskaheft stúlka var skilin eftir í einum þjónustubílnum í hvorki meira né minna en sjö klukkustundir. Borgarstjórinn, dr. Dagur B., hikst- aði upp afsökunarbeiðni og lét þar við sitja en í flestum öðrum Evr- ópulöndum hefðu borgarstjórar trú- lega sagt af sér eftir slíkt ótrúlegt klúður. Nýjasta klúðrið þegar þetta er skrifað er að fatlaður drengur var skilinn eftir á kolröngum stað og sagt var að hann hefði farið „í óvissuferð í boði strætó“. En vinstraliðinu í meirihluta borg- arstjórnar Reykjavíkur lætur betur að ljúga upp sögum sem varða músl- ima en að hugsa sómasamlega um ís- lenska fatlaða einstaklinga. Þeim hefði farið betur að þegja Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Í flestum Evrópulöndum hefðu borgarstjórar trúlega sagt af sér. Höfundur er framkvæmdastjóri. Morgunblaðið gefur út þann 12. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 9. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 12.-15.03.2015 HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á Þetta eru Sweetheart teygjurnar • Enginn höfuðverkur • Rífa ekki hárið • Engin för • Ekkert slit • Fast hald • Fyrir allar hárgerðir • Varist eftirlíkingar! Invisibobble er einstök uppfinning! Skoðið hárgreiðslurnar gerðar með invisibobble á facebook Hár ehf Sölustaðir: Lyf og heilsa, Melabúðin og helstu hárgreiðslustofur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.