Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is FjármögnunarfyrirtækiðLýsing hf. tapaði þremurmálum fyrir HéraðsdómiReykjavíkur á miðvikudag sem skuldarar höfðuðu vegna ágrein- ings um uppgjör á lánasamningum. Mikil óvissa ríkir þó áfram um stöðu gengistryggðra lána en Hæsti- réttur mun taka fyrir tvö mál næsta miðvikudag. Snúa þau að ágreinings- atriðum vegna útreikninga gengis- tryggðra lána, meðal annars um fyrningarfrest krafna en almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda er fjögur ár. Verði málalyktir á þann veg að Lýsing tapi öðru málinu eða báðum má gera ráð fyrir því að hundruð mála fylgi á eftir og er því mikið undir fyrir bæði Lýsingu og skuldara Lýsingar. Bakki vann mál gegn Lýsingu Athygli vekur að stefnandi í einu málanna sem Lýsing tapaði á mið- vikudag er verslunin Bakki hf. frá Kópaskeri. Mun þetta vera fyrsti dómurinn sem fellur um fyrirtæki varðandi svokallaða „split-samninga“ en þeir samningar innihalda bæði gengistryggðan hluta og verð- tryggðan hluta í íslenskum krónum. Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Impact lög- mönnum, hefur tekið að sér mörg mál gegn Lýsingu. Hann segir dóm- inn á miðvikudag staðfesta að Bjarn- þórsdómurinn svokallaði eigi líka við um fyrirtæki en tekur þó fram að það eigi, að öllum líkindum, eftir að skýr- ast endanlega fyrir Hæstarétti. Bjarnþórsdómurinn var kveðinn upp vorið 2013 og komst Hæstiréttur þar að þeirri niðurstöðu að Lýsingu bæri að endurgreiða alla verðtrygginguna og breytilega vexti af íslenskum krónuhluta „split-samninganna“. Hafa dregið endurútreikn- inga gengistryggðra lána Jóhannes er harðorður í garð Lýsingar en hann segir flest fyrir- tæki vera búin að missa kröfurnar sínar sökum fyrningarfrests. „Þeir hafa síðastliðin ár dregið endurútreikninga á gengistryggðum lánum fram úr öllu hófi, og það eina sem virðist duga er að keyra hvert mál í gegnum dómstóla,“ segir Jó- hannes. Hann segir það hafa tekið Lýsingu mjög langan tíma að til- kynna aðilum sem voru með upp- greidda samninga hvernig málum væri háttað en 11. september 2013 fór Fjármálaeftirlitið fram á að Lýs- ing veitti viðskiptavinum sem gert hefðu upp lán, sambærileg þeim sem fjallað var um í Bjarnþórsdómi Hæstaréttar, sömu upplýsingar og félagið hefði veitt viðskiptavinum með virk lán. Enda væri um sam- bærilega samninga að ræða og möguleg krafa á grundvelli þeirra væri ekki fyrnd. Lýsing átti von á dagssektum Jóhannes segir að það hafi ekki verið fyrr en Fjármálaeftirlitið hót- aði að beita dagsektum á Lýsingu að þeir fylgdu loks ákvörðun Fjármála- eftirlitsins. FME ákvað hinn 20. ágúst 2014 að leggja dagsektir á Lýs- ingu að fjárhæð 200 þúsund krónur á dag ef Lýsing færi ekki að fyrir- mælum eftirlitsins. Aldrei kom þó til dagsekta þar sem FME mat það svo að Lýsing hefði orðið við kröfum eft- irlitsins og upplýst þá viðskiptavini sem höfðu gert upp lánasamninga með sama hætti og viðskiptavinir með virk lán fengu. „Ég veit ekkert hvað eru mörg fyrirtæki þarna úti en eins og með einstaklingana þá er ekki séns að þú vitir um einhvern Bjarnþórsdóm eða endurgreiðslu ef Lýsing lætur þig ekki vita.“ Skuldarar unnu þrjú mál gegn Lýsingu Morgunblaðið/Eggert Lánasamningar Tvö mál verða tekin fyrir í Hæstarétti nk. miðvikudag. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reykvíkingarbúa viðheima- tilbúinn umferðar- vanda og hið sama á við um gesti höfuðborgarinnar, en sem kunnugt er fer þeim ört fjölgandi. Borgaryfirvöld hafa um árabil haft horn í síðu einkabílsins og telja flest til vinnandi að draga úr notkun hans og má þá einu gilda þó að hann sé fyrsti samgöngukostur flestra borgarbúa. Mbl.is og Morgunblaðið hafa að undanförnu fjallað um illa farið slitlag á götum borgar- innar og ekki vanþörf á. Hvar sem ekið er um götur borgar- innar má búast við hættulegum holum og djúpum rásum í illa slitnu malbikinu. Bílar skemm- ast við þessar aðstæður og dekk springa mun oftar en við eðlilegar aðstæður. Lengi hefur verið ljóst í hvað stefndi vegna lítils viðhalds en tíðin í vetur hefur flýtt því að ástandið er orðið þannig að göt- urnar eru nú orðnar stór- varasamar. Líkt og í öðru hafa borgaryfirvöld brugðist seint og illa við og kenna veðrinu um að ekkert er gert í stað þess að kannast við eigin ábyrgð á ástandinu. Hjálmar Sveinsson, formað- ur umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við Morgun- blaðið að til greina komi að finna meira fjármagn til að laga gatnakerfið og að það verði þá gert með forgangs- röðun í þágu gatna- kerfisins. Þetta hljómar út af fyrir sig ágæt- lega en er ekki mjög trúverðugt í ljósi þeirra áherslna sem nú- verandi meirihluti hefur þegar kemur að umferðarmálum. Nú eru til að mynda uppi áform um að leggja í mikinn kostnað við að þrengja Grensásveginn til að hefta umferð einkabíla en bæta við hjólreiðastíg. Og borgar- búar eru minnugir þess þegar borgaryfirvöld lögðu í kostnað við að setja upp fuglahús á Hofsvallagötunni og þrengja hana til þess einnig að þjóna duttlungum sínum. Þá eru til- búnar umferðartafir og sívax- andi bílastæðavandi víða um bæinn til marks um þá for- gangsröðun sem borgaryfirvöld hafa haft og ekkert bendir til að þau séu að hverfa frá, nema síð- ur sé. Fagurgali um breytta for- gangsröðun þegar allt er komið í óefni er fullkomlega ótrúverð- ugur nema borgaryfirvöld sýni raunverulegan vilja til að hverfa af þeirri braut að fjand- skapast út í einkabílinn og þá sem hann nota. Það er vel hægt að breyta um stefnu og stefnu- breytingu yrði víða fagnað. En á meðan stefnan er að þrengja að vinsælasta ferðamáta borg- arbúa eru holóttar göturnar að- eins eðlileg afleiðing þeirrar röngu stefnu. Holurnar eru afleiðing stefnu borgarinnar í umferðarmálum} Umferðarvandi Deilt hefur veriðá stundum um það hlutverk sem friðargæsluliði Sameinuðu þjóð- anna er ætlað, einkum í kjölfar voðaverkanna í Rúanda og Srebrenica þar sem fjölþjóðalið á vegum samtakanna sat hjá á meðan einhver hryllilegustu þjóðarmorð sögunnar voru framin. Í framhaldinu kom upp sú spurning hvort hægt væri að fela slíku liði bardagahlutverk þegar það ætti við. Segja má að frá árinu 2013 hafi það verið reynt í Lýð- stjórnarlýðveldinu Kongó, þar sem sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna taka nú virkan þátt í bardögum til þess að reyna að koma böndum á borgarastríðið sem þar hefur geisað síðustu 15 árin. Mats Berdal, prófessor í öryggis- og þróunarfræðum við King’s College í London, flutti í síðustu viku fyrirlestur hér á landi um reynsluna af þessari tilraun. Sagði Berdal við Morg- unblaðið að hann væri fullur efasemda um þessa þróun, ekki síst vegna þess hvernig Sam- einuðu þjóðirnar væru byggðar upp, þar sem deilur á milli aðildarríkj- anna geta leitt til þess að menn verða ekki sammála um tilganginn með friðargæslunni. Hann benti einnig á það, að það fer illa á því að þeir sem eigi að stilla til friðar séu á sama tíma að taka þátt í átök- um. Það varpi rýrð á hlutverk Sameinuðu þjóðanna sem hins hlutlausa dómara, þegar sveitir sem bera fána samtakanna taka á sama tíma þátt í hernaðar- aðgerðum og taka þannig af- stöðu til stríðandi fylkinga. Þetta tvennt, skorturinn á skýrum markmiðum og það að Sameinuðu þjóðirnar tóku af- stöðu í deilunni í Lýðstjórnar- lýðveldinu Kongó hefur leitt til þess að lausn er ekki í sjónmáli. Sú reynsla gæti hæglega skilið eftir sig nokkurt óbragð í munni gagnvart beitingu frið- argæsluliðs í bardagahlutverki, óháð aðstæðum. Hættan er sú að næst þegar þörf verður á, muni samtökin enn á ný aðhaf- ast ekkert. Friðargæsla Sameinuðu þjóð- anna stendur á tímamótum} Friðarstillar eða friðarspillar? S kotárásirnar í Kaupmannahöfn um síðustu helgi voru dapurlegt dæmi um þann veruleika sem því miður blasir við. Að ef einhver er staðráð- inn í því að vinna öðru fólki tjón, þá virðist lítið vera hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Um það eru fjölmörg dæmi og margir hafa bent á að ein alvarlegasta afleiðingin af at- burðum sem þessum, fyrir utan dauðsföllin, sé að fólk breyti lífsháttum sínum af ótta við hugsanlegar árásir eða hermdarverk. Danmörk er það land sem flestir Íslend- ingar sækja heim. Danmörk, dönsk menning og höfuðborgin Kaupmannahöfn eru mörgum Íslendingnum kær og líklega eiga margir Ís- lendingar þar sína uppáhaldsstaði; sína eigin Danmörku. Hvernig sem hún kann að vera er ólíklegt að sú ímynd feli í sér lögreglumenn gráa fyrir járnum í miðborginni, fréttir af morðum á saklausu fólki og götur sem hafa verið lokaðar af vegna hættu fyrir al- menning. „Það sem ég óttast mest er að það dýrmætasta sem Danir eiga, þessir einstöku lífshættir þeirra sem byggj- ast á trausti, muni glatast,“ sagði Francois Zimeray, sendiherra Frakklands í Danmörku, við dönsku frétta- konuna Tine Götzsche í viðtali á danska ríkissjónvarpinu fyrr í vikunni. „Þið skuluð verja þessa lífshætti með öll- um ráðum.“ Ástæða viðtalsins var að Zimeray var stadd- ur á málþingi um málfrelsi í menningarmiðstöðinni Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn á laugar- daginn þar sem vopnaður maður hóf skothríð með þeim afleiðingum að einn lá í valnum. Skömmu síðar myrti sá sami mann við bæna- hús gyðinga í borginni. Æðrulaus viðbrögð Dana við þessum voða- verkum hafa vakið aðdáun víða, en þeir hafa líkt og Frakkar eftir árásirnar í París í síð- asta mánuði lagt áherslu á að fyrst og fremst sé um að ræða verk einstaklinga og varað við því að heilu þjóðfélags- eða trúarhópunum sé kennt um. Rétt eins og Norðmenn gerðu skelfingardaginn 22. júlí 2011 þegar Anders Behring-Breivik myrti 77 manns. „Við erum ekki í stríði við íslamstrúna, við erum í stríði við þá sem hafa afbakað íslam,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á miðvikudaginn á ráðstefnu gegn hryðjuverk- um í Washington í Bandaríkjunum. Þar sagði hann að heimurinn yrði að bregðast við hugmyndafræði sem gerir fólk öfgasinnað. Í sama streng tók Michael Downing, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í Los Angeles, á ráðstefnunni þegar rætt var um hvort og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir atburði sem þessa. „Þetta hefur ekkert með njósnir eða eftirlit að gera. Þetta snýst um að þróa heilbrigðara samfélag,“ „Við munum ekki líða neinar tilraunir til að grafa und- an tjáningarfrelsi okkar,“ sagði Helle Thorning- Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, um síðustu helgi. „Við þurfum að skilja ástæðuna fyrir þessum árás- um en við verðum einnig að halda áfram að lifa lífinu á þann hátt sem við viljum.“ annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Að halda áfram að lifa lífinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, gerir fastlega ráð fyrir því að dómunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann segir að verið sé að reyna á markatilvik í þessum málum þar sem tekist er á um skilyrði undantekningar- reglu. Hann leggur áherslu á að í dómunum segi beinlínis að það skipti engu máli þótt útreikningur með hliðsjón af fullnaðarkvittun sé ósanngjarn gagnvart lánveitandanum eða að skuldarinn njóti vaxtakjara langt undir þeim vaxtakjörum sem hann gat búist við að fá á lánamarkaði sem er í reynd neikvæðir raunvextir. „Samkvæmt dómunum getur lánveitandi ekki vænst sanngirni fyrir dóm- stólum,“ segir Þór og bætir við: „Tilgangurinn með þessu er að fá skýra leiðsögn dómstóla um það hvernig eigi að ganga frá ákveðnum ágreinings- málum sem upp koma og enginn er fegnari en Lýsing að fá skýrar línur.“ Dómum líklega áfrýjað VILJA FÁ SKÝRAR LÍNUR Þór Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.