Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 2015 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hugmyndin kviknaði ákennarastofunni þegarvið hlustuðum á þýsku-kennara segja frá fyrir- hugaðri ferð til Berlínar í tengslum við einn áfanga. Þá spurði ég upp- hátt, hvers vegna alltaf væri farið til Evrópu þegar tengslin væru miklu sterkari milli Íslands og Kanada. Þá sagði íslenskukennarinn Sigríður Anna að hún væri meira en til í að fara til Kanada. Það var samþykkt og við hlógum að þessu, en viku seinna hittumst við og ákváðum að kýla á þetta,“ segir David Nickel, enskukennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann fór í vikuferð á slóðir Ís- lendinga í Kanada ásamt íslensku- kennaranum Sigríði Önnu Ólafs- dóttur og tíu nemendum í janúarmánuði. Þau fóru til Winnipeg og Gimli. „Fólk hristi höfuðið þegar við sögðum frá því að við ætluðum til Winnipeg og Gimli í janúar. Það þótti óðs manns æði enda voru -30 gráður þarna í janúar í fyrra. Við tókum með okkur öll hlýju fötin okk- ar en þess má til gamans geta að við fengum einn mjög kaldan dag alla ferðina, annars var hitinn í kringum -4 gráður, við vorum vægast sagt mjög heppin,“ segir Sigríður Anna sem er mjög ánægð með vel heppn- aða ferð. David er kanadískur, ólst upp í borginni Kenora í Ontario-sýslu. Það er skammt frá þeim slóðum sem Ís- lendingar fluttust til á árunum 1870 til 1914. David á þó ekki ættir að rekja til Íslendinganna sem fluttu út Heilluðust af slóðum Vestur-Íslendinga Hópur nemenda og kennara frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fór til Kanada, nánar tiltekið á slóðir Vestur-Íslendinga í Winnipeg og Gimli, í janúarmánuði. Mörgum þótti það óðs manns æði enda alla jafna mikið frost á þessum árstíma. Ferðin var velheppnuð í alla staði og þótti nemendum gaman að rækta tengslin. Sjálfa Kennararnir David og Sigríður Anna ásamt nemendum að loknum veiðum í Winnipeg-vatni þar sem veitt var í gegnum ís í miklu frosti. Flest okkar dreymir eitthvað þegar við sofum. Hitt er annað mál hvort við munum draumana þegar við vöknum af værum blundi. Draumar geta verið býsna flóknir og ruglingslegir eða ákaflega skýrir og nokkuð einfaldir. Og í rauninni allt þar á milli. Marga fýsir að vita hvað þessir tilteknu draumar merkja, hvaða þýðingu þeir hafa eða hvort þeir merkja eitthvað yfirhöfuð. Á vefsíðunni draumur.is er hægt að fletta upp hinum ýmsu táknum sem birtast okkur í draumum. Þar eru ótal nöfn og heiti yfir hin ýmsu fyrirbæri sem birtast okkur í draumum og nokkuð ítarleg skýring á þeim fylgir með. Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi, ef hægt er að komast svo að orði um draumtákn. Á síðunni er einnig hægt að taka þátt í spjallborði og bera drauma sína undir aðra í von um að fá svar við helstu spurningum sínum. Sitt sýnist hverjum um hvað draumar eru í raun yfirhöfuð og enn önnur spurning er hvort hægt sé að taka mark á þeim. Sumir telja að draumar færi skilaboð eða miðli ein- hvers konar ráðleggingum. Aðrir telja drauma vera eintómt bull. Eitt er víst að margt hefur verið ritað um drauma, jafnt lærðar greinar sem hin- ar ýmsu hugleiðingar að ónefndum vel þekktum draumum sem hafa birst á síðum forn- og skáldsagna. Hitt er annað mál að það sakar ekki að reyna að leggja eins og einn draum á minn- ið, skoða helstu draumtáknin og fletta þeim upp á draumur.is til að kanna hvað þau kunna að þýða. Vefsíðan www.draumur.is Morgunblaðið/Jim Smart Draumar Það er fróðlegt að fletta upp helstu draumatáknum eftir svefninn. Ráðið í helstu draumtáknin Undanfarið hef ég átt samtöl við mismunandifólk sem hefur reynt að átta sig á afhverju ég hafi svona mikinn áhuga ástjörnum, vetrarbrautum og svartholum. Ég á reyndar frekar erfitt með að átta mig á spurn- ingunum því það eina sem ég heyri er: „Af hverju hefur þú svona mikinn áhuga á umhverfi þínu?“ Sumir sem ég hef talað við segjast beinlínis forðast að hugsa út í alheiminn sem við erum bara pínulít- ill hluti af því það láti þeim líða eins og þau skipti engu máli. Auk þess er fólki tamt að tala um náttúruna sem eitthvað sem við mann- fólkið stöndum utan við. Staðreyndin er engu að síður sú að ég og þú, Ísland, Evrópa og jörðin öll er hluti af þessum mergjaða alheimi uppfullum af fyrirbærum sem menn standa dolfallnir frammi fyrir. Kolefnahöfin á Tít- an eru eins áþreifanlegur staður og Laugardalslaugin. Risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar er eins raunverulegur staður og Smára- lindin. Þess vegna á ég eins erfitt með að skilja áhugaleysi annars fólks á heiminum í kringum okkur og það á erfitt með að botna í áhuga mín- um á hlutum sem virðast ekki hafa neina tengingu eða þýðingu fyrir daglegt líf. Fyrir mér er það að leiða hjá sér undur heimsins eins og að búa í stórkostlegri borg með iðandi mannlífi eins og Barcelona en fara síðan aldrei út úr herberginu sínu, hvað þá íbúðinni, bygging- unni eða götunni. Eftir því sem gráu hárunum á höfðinu hefur fjölgað kippi ég mér sífellt minna upp við hluti sem virkuðu brýnni þegar ég var yngri. Karp um stjórnmál og efnahagsmál er ég farinn að láta að mestu fram hjá mér fara og úr- slit íþróttaleikja leggjast minna á sálarlífið en þau gerðu. Ef fólk hugsaði minna um dægur- þrasið sem dunar stanslaust í eyrunum á okkur og horfði oftar upp til himins og velti fyrir sér ótrúlegri tilveru okkar fengi það kannski nýja sýn á hvað skiptir raunveru- lega máli í þessum heimi. Margir hafa gaman af þeim leik að velta fyrir sér hvaða ofurkröftum þeir væru til í að búa yfir. Fyrir mitt leyti væri lang- mest spennandi að geta ferðast í tíma. Ekki til að upplifa aftur gamlar og góðar minningar heldur af einskærri forvitni um hvaðan við komum, hvert við stefnum og hversu lengi við mannkynið eigum eft- ir að búa í þessum víðáttumikla heimi. » Fyrir mér er það að leiða hjá sér undur heimsins eins og að búa í stórkostlegri borg með iðandi mannlífi eins og Barcelona en fara síðan aldrei út úr herberginu sínu. Heimur Kjartans Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sýningin, Ásmundur Sveinsson: Vatnsberinn-Fjall+kona, verður opn- uð í Ásmundarsafni næsta laugar- dag 21. febrúar kl. 16. Þar er þess minnst að á árinu 2015 er öld liðin frá því að konur fengu kosningarétt hér á landi, en það var þann 19. júní 1915. Sýningarstjóri er Harpa Björns- dóttir. Hin kunna höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Vatnsberinn (1937), er þungamiðja og leiðarstef sýningar- innar. Á sýningunni verða ásamt Vatnsberanum önnur valin verk Ás- mundar, í samtali við verk þeirra: Örnu Valsdóttur, Daníels Magnús- sonar, Kristínar Gunnlaugsdóttur, Níelsar Hafsteins, Ólafar Nordal, Ragnhildar Stefánsdóttur og Sig- urðar Guðmundssonar. Þá flytur Nýlókórinn verkið „Klessulist“ eftir Hörpu Björns- dóttur á opnuninni undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar. Verkinu er ætlað að kalla fram hughrif sem tengjast deilunum um Vatnsberann á árunum 1948-1955. Kosningaréttar kvenna minnst Nýlókórinn flytur Klessulist Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsberinn Sýning í Ásmundasafni. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Einstakt tækifæri til að kynnast afkomendum vesturfaranna og upplifa hvernig þeir rækta tengsl við Ísland og íslenska þjóð. Heimsækjum Minneota og Duluth og tökum þátt í árlegu þingi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Verð: 194.900 kr. á mann í tvíbýli. 12. - 19.maí Náttúruperlur Utah& Íslendingahátíð Allir velkomnir á kynningarfund, 21. febrúar kl. 14:00 í Vinabæ, Skipholti 33. Við ferðumst um Íslendingaslóðir, upplifum Íslendingahátíð í tilefni af 160 ára afmæli landnáms Íslendinga í Spanish Fork, skoðum einstaka náttúru í þjóðgörðum Utah og tökum þátt í ráðstefnu um íslenska vesturfara í Ameríku. Verð: 346.400 kr. á mann í tvíbýli. Allar skoðunarferðir innifaldar! 7. - 19. september Landnám íMinnesota & Þjóðræknisþing Tvæ ráh uga ver ðar fer ðir í sam vin nu við Þjó ðræ kni sfé lag ið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.