Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.2015, Blaðsíða 19
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað. breidd. Sett verða upp ný gang- brautaljós norðan Heiðargerðis, en öðrum umferðarljósum verður ekki breytt. Á sunnanverðum Grensásvegi eru þrjár biðstöðvar strætisvagna, það er þrjár hvorum megin við göt- una. Gert er ráð fyrir að biðstöðvar rjúfi hjólastíg, það er að strætó leggi að gangstétt. Þetta er gert með tilliti til aksturs slökkviliðs og lögreglu en hætta er talin á töfum þeirra ef vagn stoppar í götu. Það fyrirkomulag er þó sagt mega endurskoða þegar bráðamóttaka verður flutt frá Borg- arspítala í Landspítalann við Hring- braut. Verkinu fylgir einnig að ónýt- ar gangstéttar og götulýsing verður endurnýjuð og framhjáakstur við gatnamót Grensásvegar og Bústaða- vegar leggst af. Læra af Hofsvallagötunni Fyrirhugaðar breytingar á Grensásvegi eru í anda þeirra sem gerðar voru á Hofsvallagötu. Þar voru akreinar þrengdar og reið- hjólastígar útbúnir. Meira verður gert í fyllingu tímans. „Skoðanir um breytingarnar í Vesturbænum voru skiptar. Margir nefndu þar bíla- stæðamál og almennt sagt komu þar fram sjónarmið sem við getum lært af,“ segir Kristín Soffía. Í dag fara á bilinu um 13.000 bílar á sólarhring um Grensásveg milli Miklubrautar og Sogavegar, en um 8.000 bílar aka brekkuna að sunnan sem liggur að Bústaðavegi. „Sé gata breið og umferð lítil skapar slíkt hraðakstur, óhjákvæmilega. Séu hins vegar þrengingar á götu og ákveðin skilyrði í umhverfinu sköp- uð hægja ökumenn ferðina, nánast ósjálfrátt. Og til þess er leikurinn líka gerður,“ segir Kristín Soffía sem leggur áherslu á að valkostir í samgöngumálum á höfuðborg- arsvæðinu séu fjölbreyttir. Þá sé eðlilegt að ýmsar skoðanir séu uppi, en í næstu viku verður íbúafundur í Breiðagerðisskóla, þar sem áform- aðar framkvæmdir verða kynntar, ræddar og reifaðar. Morgunblaðið/Ómar Umferðin Bílar, stætó, hjólreiðar eða fótgangandi? Þar liggur efinn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2015  Margir velta fyrir sér hvað verði um byggingu Landspítalans í Fossvogi, sem gjarnan gengur undir sínu gamla nafni Borgarspítali, þegar nýtt sjúkra- hús rís á Hringbrautarsvæðinu. Áform eru uppi um að flytja alla núverandi starfsemi í Fossvogi þangað. Svarið er að engar ákvarðanir hafa verið teknar um það, en mestar líkur eru á að þar verði áfram einhver starfsemi tengd sjúkraþjónustu. Hafa menn helst nefnt öldrunar- og endurhæfingarþjónustu í því sambandi. Í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030 segir að á svæðinu verði áfram starfsemi á sviði heilbrigðismála, hjúkrunarheimili, verslun og þjónusta, stofnanir og íþróttamannvirki. Ennfremur sé gert ráð fyrir breyttri landnotkun á jaðri svæðisins til suðurs og austurs og þar verði þróuð íbúðabyggð.Aukning byggingarmagns verði ákveðin í hverfisskipulagi. Yfirbragð nýrra bygginga skuli taka mið af byggðinni við Sléttuveg. Hvað verður um Borgarspítala? Spítali Sjúkratengd starfsemi verður áfram um langa hríð í Fossvogi. Morgunblaðið/Ómar Í Víkinni í Fossvogi blómstrar íþróttastarf Víkings sem endranær. „Iðkendur hjá félaginu eru um þús- und talsins og ég tel að við séum með ákaflega gott íþróttastarf fyrir íbúa hverfisins. Þrátt fyrir vissa smæð hverfisins höfum við náð að mynda afspyrnu góðan hóp,“ segir Haraldur V. Haraldsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, og bætir við að almenningsdeildin njóti mik- illa vinsælda. „Þar eru skokk- og hjólahópar fyrir hinn almenna hverfisbúa og deildin er orðin sú þriðja stærsta innan félagsins.“ Félagið starfrækir einnig Íþróttaskóla barnanna fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára. „Marg- ir okkar iðkendur hafa einmitt fet- að sín fyrstu skref þarna og skólinn er jafnan mjög eftirsóttur.“ Mikil tilhlökkun ríkir fyrir sumr- inu enda náði meistaraflokkur karla í knattspyrnu að tryggja sér þátttöku í Evrópukeppni þegar lið- ið endaði í 4. sæti Pepsideild- arinnar á liðnu sumri. „Liðið hefur ekki verið í Evrópukeppni síðan ár- ið 1992 svo við höfum þurft að bíða lengi. Það er Evrópusumar fram- undan í Fossvoginum og mikil stemning í félaginu.“ Morgunblaðið/Eggert Keppni Bjartsýnustu Víkingar vonuðust varla eftir Evrópusæti fyrir ári. Evrópusumar í Fossvoginum  Íþróttastarfið í Víkinni fyrir hverfis- búa á öllum aldri Morgunblaðið/Eva Björk Samvinna Iðkendur hjá Víkingi byrja sumir við þriggja ára aldur.  Í drögum að hverfisskipulagi fyrir Bústaðahverfi er talað um uppbygg- ingu meðfram Bústaðavegi vestan við Grensásveg. „Skoða möguleika á 2.-3ja hæða íbúðabyggð meðfram Bústaðavegi,“ segir orðrétt. Nýbyggingarnar sem um er að ræða eiga að koma sunnan við fjöl- býlishúsin nr. 14 til 20 við Espi- gerði, norðan Álands í Fossvogs- hverfi, og einnig þar sem gömul og aflögð gróðrarstöð við Bústaðaveg stendur núna. Þarna er núna grænt svæði sem íbúar nota til útivistar. Svæðið er hins vegar að mestu í órækt. Nýbyggingar við Bústaðaveg? Morgunblaðið/Júlíus Þétting byggðar Þarna vilja borg- aryfirvöld að rísi fjölbýlishús. „Ég fer Grensásveg til og frá vinnu daglega, oftast akandi en líka gangandi og hef meira að segja hjólað þar líka. Vandræðalaust. Hugmyndir um að þrengja að bílaumferð um Grensásveg eru því óskiljanlegar,“ segir Atli Rúnar Halldórsson íbúi í Fossvogshverfi. Eðlilegra væri, að mati Atla Rúnars, að nota pen- inga borgarsjóðs til að fylla í holur á malbikuðum götum borgarinnar en breyta Grensásvegi. „Gígarnir valda eigendum bíla beinlínis fjárhagstjóni ef þeir lenda ofan í gjótunum með þeim afleiðingum að dekk springur og felga beyglast. Ég tek eftir því að þrengingarsinnar hampa mjög Borgartúni. Það skil ég vel í ljósi hugmyndafræði þeirra og linnulítillar áráttu að reka hnýfl- ana stöðugt í einkabílinn,“ segir Atli og bætir við að sér líki þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á Borgartúni ekki nema miðlungi vel. „Oft á ég leið í Borgartún vegna vinnu. Í seinni tíð kvíði ég því frekar að fara þar um og þarf að ætla mér mun lengri tíma en áður til að kom- ast á áfangastað og finna bílnum stað – ef það þá tekst nema í órafjar- lægð frá fundarstað. Um Borgartún ek ég ekki lengur nema tilneyddur og því hlýtur aðgerðin að hafa lukkast upp á punkt og prik.“ Óskiljanlegar hugmyndir REKA HNÝFLANA STÖÐUGT Í EINKABÍLINN Atli Rúnar Halldórsson kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Flatkökur& rúgbrauð ádiskinn þinn þjóðlegt, gómsætt og gott Gríptu með úr næstu verslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.