Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 33
8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 „Dustum rykið af af blómkálinu,“ segja fjölmiðlar um allan heim; ABC fréttamiðillinn í Bandaríkjunum, Houston Chronicle, Canadian Living tímaritið, Washington Post og svo mætti lengi telja. Blómkálið hefur jú aldrei horfið af sjón- arsviðinu en margt nýstárlegra grænmeti þó kannski stolið senunni síðustu árin frá gamla góða blómkálinu. Blómkálið skal nota á hinn hefðbundna hátt; í súpur, salöt, fiskirétti, gufusoðið, steikt og hrátt og já svo í pítsubotnsdeigið sjálft og ofan á pítsuna. Gamla góða blómkálsgratínið á þá líka að koma sterkt inn, með rjóma og gráðosti jafnvel. Þess má geta að Nanna Rögnvaldardóttir birti dásamlega uppskrift að blómakálssúpu í síðustu viku sem er hveitilaus og afar einföld og ódýr í gerð. Slóðin er nannarognvaldar.wordpress.com. Endurkoma blómkálsins „Mér finnst fólk vera spenntara fyrir íslenskum mat og nostalgíu en áður, meiri áhugi fyrir sögu og fyrir því að sækja eitthvað í nátt- úruna en það er samt ekkert al- veg nýtt. Svo er auðvitað syk- urleysið, eða sykurhatrið, sem er efst á baugi núna og hefur ýtt LKL-mataræði dálítið til hliðar,“ segir matgæðingurinn góðkunni Nanna Rögn- valdardóttir. Hún segir að ef matartískan sé hins vegar skoðuð fremur en mataræðistíska, þá sjái hún til dæmis mjög vel aukinn áhuga á súrsun af ýmsu tagi. „Ekki þorramat, heldur léttsýrt grænmeti, „kimchi“ og þess háttar. Og, jú, aukinn áhugi á ,,ekta“ réttum frá ýmsum löndum, með réttum hráefnum og að- ferðum, fremur en vestrænum útgáfum af þeim, mexíkóskt fremur en tex-mex og ýmislegt slíkt. Veit samt ekki hve almennur sá áhugi er en ég verð mik- ið vör við hann. Nanna er að sjálfsögðu með puttann á púlsinum en til dæmis spáir matarblaðamaður breska blaðsins The Telegraph því að léttsýrða grænmetið verði stjarna ársins í matnum. Léttsýrt grænmeti Getty Images/iStockphoto Bandaríska tímaritið Better Homes and Gardens spáir því að við verðum öll sötrandi kraftmikið heimatilbúið kjötseyði þegar árið er á enda og reyndar alls kyns heimagert seyði, úr grænmeti og kjúklingi. Bæði drekkum við þetta hreint úr bolla en einnig verðum við dugleg við að nota þetta í alls kyns rétti og gera súpurnar okkar og sósurnar frá grunni og notum síður tilbúinn kraft. Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem „Læknirinn í eldhúsinu“ sagði í samtali við blaðamann að hann teldi að það að elda frá grunni yrði tískubólan 2015. Og fólk myndi rækta sjálft eins og aðstæður leyfðu. Heimatilbúinn kraftur J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Í fullkomnu flæði Sous Vide er matreiðsluaðferð sem felst í því að sjóða í lofttæmi við lágan og jafnan hita. Með því að elda við fullkomið hitastig – ekki of lengi og ekki of stutt – er hægt að hámarka bragðgæði matarins. Með Sous Vide-amboðinu frá Sansaire geta áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn náð fullkomnu valdi á hitastiginu og „súvídað“ í hvaða íláti sem er. Maður þarf ekki einu sinni að eiga pott. laugavegi 47 mán.- fös. 10-18, lau. 11-18, sun. 13-17 www.kokka.is kokka@kokka.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.