Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Page 15
hreinu og beinu samskiptum sem sam- starfið hefur einkennst af og er Hjalti henni sammála. „Ferlið einkennist af góðu flæði. Hér er verið að rýna til gagns, maður er ekki að gagnrýna, þar sem fólk fer oft í vörn, heldur erum við að rýna til gagns og það er gagnkvæm virðing fyrir verkefninu.“ Ingibjörg segir að með samstarfsverkefn- inu Saga Kakala sé sínum metnaði full- nægt. Hún segir einnig afskaplega mik- ilvægt að fá að starfa með fagfólki sem alveg fram í fingurgómana gengur á sömu ástríðu og hún sjálf en kemur annars stað- ar frá. „Saga Kakala er eitthvað sem mig langar að taka áfram en ég er stödd hér, með silkislæður og kasmírtrefla. Mig lang- ar að gera kasmírpeysur, og erum við Helga Björnsson að vinna í því, en það kemur hægt og rólega, mér liggur ekkert á. Þetta er verkefni sem fer sína leið og er byrjað að vaxa og fljúga og hef ég fulla trú á því.“ Eins og áður segir hefur Ingibjörg mik- ið starfað með hönnuðum og vann meðal annars mikið að því að kynna íslenska hönnun í New York þar sem hún vann að tískusýningum og sölusýningum hönnuða. Þar kynntist hún meðal annars eiganda verksmiðjunnar á Indlandi sem framleiðir Saga Kakala. Þreifa fyrir sér á fleiri stöðum Slæðurnar og kasmírtreflarnir eru fram- leidd í takmörkuðu upplagi og Ingibjörg er þegar byrjuð að kynna Saga Kakala í Lúxemborg, London og Japan og segist einnig ætla að þreifa fyrir sér í einum til tveimur búðum í New York. Þetta eru 50 stykki af hverju og þegar það klárast kemur það ekki aftur á íslenskan markað. Slæðurnar verða til sýnis í Gallerí Reykjavík á HönnunarMars en formleg opnun er 11. mars næstkomandi. Ingibjörg segist hafa haft ákveðnar hugmyndir um uppsetningu verksins og hafi leitað lengi að plássi sem gerði verkinu góð skil. Aðspurð hvort þau stefni á frekara sam- starf hjá Saga Kakala segjast þau bæði vongóð með framhald verkefnisins. „Þetta er byrjun á nýju, góðu samstarfi,“ bætir Hjalti við að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Shizuka, heitið á línunni, er ein þekktasta kvenpersóna í japanskri sögu og er hún jafnframt innblástur munstursins á slæðunum. * Við hjá karlsson-wilker vinnum mikiðmeð kúnnum. Ég er ekki listamaður í beinum skilningi, maður er ekki á stofunni að gera eitthvað mikið sjálfur fyrir okkur sjálf, svo að það er gaman að gera verkefni sem er alveg opið.“ 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 LÍFIÐ ER LJÚFT Tímabil: 16. til 23. júní 2015 / Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir HELDRI BORGARA FERÐ TIL GARDA VATNSINS Frá:159.900 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOW@WOW.IS Verð á mann í tvíbýli INNIFALIÐ: Flug með sköttum og gjöldum, Akstur til og frá flugvelli / 5 kg í handfarangur Gisting í 7 nætur með 1/2 fæði / Íslensk fararstjórn SJÁ NÁNAR ÁWOWAIR.IS Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda og Gardavatnið, stærsta stöðuvatn Ítalíu þar sem náttúrufegurðin er engu lík

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.