Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 21
Disney-garðurinn í Anaheim í Kali- forníu var byggður árið 1955 undir stjórn og leiðsögn Walt Disney. Herra Disney fékk hugmyndina að byggja stóran skemmtigarð í kring- um teiknimyndasköpun sína eftir að hafa boðið dætrum sínum í Grittith Park í Los Angeles í kring- um árið 1935. Frá því að garðurinn var opnaður hefur hann gengist undir miklar breytingar og stöðuga endurnýjun og viðgerðir. Í dag sam- anstendur Disneyland af átta þemagörðum sem allir hafa sitt sérsvið. Það sem ef til vill fáir vita en þyk- ir afar falleg saga er að þegar Disn- eyland opnaði hafði Walt Disney skrifstofu sína í Disney-garðinum. Þegar hann þurfti að vinna fram- eftir vissi starfsfólk garðsins ávallt af því vegna lítils ljóss í glugga skrif- stofunnar. Eftir að herra Disney lést var ákveðið að halda ljósinu logandi öll kvöld, svo að enn virðist sem hann sé að vinna á kvöldin. Fram að árinu 1982 var aðeins hægt að kaupa miða fyrir hóp í garðinn en síðan var því breytt í stakan miða. Verðið á miða hefur hins vegar hækkað töluvert frá árinu 1982 þegar miðinn kostaði 12 dollara sem í dag væru tæpar 1.600 íslenskar krónur. En í dag kostar miðinn í kringum 100 doll- ara sem er rúmlega 13.000 krónur. Meðalverð á dagspassa: $99 eða 12.700 kr. fyrir 10 ára og eldri $87 eða 11.600 kr. fyrir 3-9 ára Frítt fyrir 3 og yngri WALT DISNEY SJÁLFUR BYGGÐI FYRSTA GARÐINN KALIFORNÍA Ó hætt er að segja að það sé líklega draum- ur flestra fjölskyldna að heimsækja paradís allra helstu teiknimyndapersóna í heimi, Disney World. Faðir Disney og höfundur Mikka mús og félaga, Walter E. Disney, opnaði fyrsta skemmtigarðinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum 18. júlí árið 1955 og hótel fyrir gesti garðsins var svo opnað um haustið sama ár. Faðir Disney lést árið 1966 en hjarta hans hélt áfram að stækka og breiða úr sér og í dag eru garðarnir orðnir fimm um víða veröld en verða brátt sex. Árið 1971 var annar Disney- garður opnaður í grennd við Or- lando eða í Lake Buena Vista í Florida sem er sá allra stærsti í dag eða rúmlega 10.000 hektarar að stærð. Þriðji Disney-garðurinn var opnaður í Tókýó árið 1983 og sá fjórði í París árið 1992. Þá opn- aði Disney fimmta skemmtigarðinn í Hong Kong árið 2005 og um þessar mundir er verið að byggja Disney-garð í Shanghai í Kína sem er áætlað að verði opnaður árið 2016. Hér verður fjallað um þrjá stærstu Disney-garðana, þessa tvo í Bandaríkjunum og þann í París en algengara er að Íslendingar geri sér fremur ferð þangað heldur en alla leið til Asíu. Verðmunur er á görðunum og einnig getur verðmunur verið mis- munandi eftir árstíð, en það er nokkuð ljóst að miðinn er ekki beinlínis gefins. Það huggar þó að minningar eftir svona frí í faðmi fjölskyldunnar eru góðar og lifa lengi, bæði í hjörtum barnanna og foreldranna. DRAUMAFRÍ FJÖLSKYLDUNNAR Veröld Walt Disney ÞRÍR STÆRSTU SKEMMTIGARÐAR DISNEY ERU STAÐSETTIR Í BANDARÍKJUNUM OG EVRÓPU. AÐGANGSMIÐAR Í GARÐANA ERU SÍÐUR EN SVO ÓDÝRIR EN ÞÓ ER MIS- JAFNT EFTIR GÖRÐUM HVAÐ KOSTAR. EF FJÖLSKYLDAN ER Í DISNEY-HUGLEIÐINGUM ER SNJALLT AÐ FINNA ÚT HVERT ER HAGSTÆÐAST AÐ FARA Á HVERJUM TÍMA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is SVÆÐIÐ YFIR 10.000 HEKTARAR AÐ STÆRÐ Stærsti Disney-garðurinn er staðsettur í Lake Buena Vista í Florida, rétt utan við Orlando og heitir Disney World. Svæðið er rúmlega 10.100 hektarar að stærð og á því svæði eru 34 dvalarstaðir og hót- el en 28 þeirra eru í eigu Walt Disney. Disney World í Lake Buena Vista skiptist í fimm garða, Magic Kingdom, sem er elsti og svona aðalgarðurinn, Epcot, Animal Kingdom og Disney’s Hollywood Studios. Þá eru tveir vatnsrennibrautagarðar og fjórir golfvellir. Þegar Disneygarðurinn í Lake Buena Vista var byggður var hug- myndin sú að gera svæðið að sjálfstæðu fyrirmyndarsamfélagi með um 20.000 íbúum, verslunum og skrifstofum. Upprunalegu heimilin urðu hins vegar að hótelum. Þegar gengið er inn í Magic Kingdom blasir við stór kastali og er það kastalinn úr ævintýrinu um Öskubusku. Aðeins er hægt að ganga í gegnum kastalann, eins og stór undirgöng, en ekki fara inn í hann. Það sem fáir vita hins vegar er að inni í kastalanum er hótel- svíta. Svítuna getur enginn bókað og er aðeins notuð í sjaldgæfum tilvikum eins og í kynningarherferðum. Meðalverð á dagspassa: $105 eða 14.000 kr. fyrir 10 ára og eldri $99 eða 13.200 kr. fyrir 3-9 ára Frítt fyrir 3 ára og yngri Stytta af Walt Disney sem leiðir uppgötvun sína, Mikka mús, stendur á torginu fram- an við kastala Öskubusku. FLORIDA Mjallhvít og Álfur, einn af dvergunum sjö, mæta gestum hress og kát. 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 Veldu viðhaldsfrítt PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Nýjung - viðhaldsfrítt þakkantsefni PVC gluggar og hurðir PGV Framtíðarform er stöðugt að leita að nýjung- um sem gætu hentað erfiðum veðurskilyrðum hér á landi. Viðhaldsfría þakkantsefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og greinilegt að mikil þörf eru á slíkri nýjung. Barnalæsing - Mikil einangrun CE vottuð framleiðsla - Sérsmíði eftir málum Glerjað að innan - Áratuga ending - Næturöndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.