Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  60. tölublað  103. árgangur  ÍSLENSK HÖNN- UN Á HÖNN- UNARMARS GAMAN AÐ KLJÁST VIÐ NÝTT VERK SMÆÐIN ER STÆRSTA ÁSKORUNIN SEGULSVIÐ 38 VIÐSKIPTAMOGGINN32 SÍÐNA SÉRBLAÐ Brattar og tilkomumiklar öldur börðu í gærdag grjótgarð við Grindavík af miklu afli á meðan kæruleysislegir fuglar nýttu sér styrk Kára og svifu yfir hamaganginum. Þegar líða tók á daginn dró vindurinn sig að mestu í hlé, en það segir einnig í kvæði Lofts Guðmundssonar, Vertu sæl mey, að sjómaðurinn komi „aftur er kvöldar á ný“. Þannig gerir Veðurstofan ráð fyrir stormi, með meðalvindi yfir 20 m/s, syðst á landinu í kvöld. Það sama á við um Mýrdal og undir Eyjafjöllum, en mikil úrkoma mun fylgja ofsanum. Við brimsorfna kletta bárurnar skvetta Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson  Endurskoðendaráð hefur lagt til við Ragnheiði Elínu Árnadóttur viðskiptaráðherra að Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi og félagi í Félagi löggiltra endur- skoðenda í 40 ár, verði sviptur starfsleyfi. Ástæður tillögunnar segir ráðið vera þær að Guð- mundur hafi neitað að gangast und- ir gæðaeftirlit þar sem alþjóðlegir endurskoðunarstuðlar eru lagðir til grundvallar. Guðmundur á hinn bóginn segir að alþjóðlegu stuðlarnir séu ekki í gildi á Íslandi þar sem þeir hvorki hafi verið þýddir á íslensku né birt- ir. Hann tilheyri þeim þriðjungi fé- laga í FLE sem ekki sé í alþjóðlegu samstarfi við stóru endurskoðunar- skrifstofurnar og vinni ekki sam- kvæmt hinum alþjóðlegu stöðlum, heldur á grundvelli svokallaðrar góðrar endurskoðunarvenju, sem m.a. byggist á þekkingu og reynslu. agnes@mbl.is »4 Vilja svipta löggilt- an endurskoðanda starfsleyfi sínu  Ábendingarhnappur um hugsan- leg bótasvik, sem Persónuvernd úr- skurðaði ólöglegan, hefur verið fjarlægður af heimasíðu Trygg- ingastofnunar (TR). Um 10% allra mála sem stofnunin fær inn á borð til sín um tryggingasvik hafa komið í gegnum hnappinn. Forstjóri TR segir þetta vera „lýðræðislegt tæki úti í hinum stóra heimi“. »6 Nafnleysi útilokað Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu misseri hafa dagvöruversl- anir ekki lækkað verð í samræmi við styrkingu á gengi krónunnar. Samkeppniseftirlitið heldur þessu fram í nýrri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Sé þetta rétt hefur það haft áhrif á þróun kaupmáttar. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir „sam- keppni á dagvörumarkaði mjög þýð- ingarmikla fyrir neytendur“. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það al- varlegt mál að gengisstyrking krónu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Það þarf að tryggja eftirfylgni með skýrslunni,“ segir Jóhannes. Ekki fylgt þróuninni frá 2012 Grafið hér til hliðar er sótt í skýrsluna en samkvæmt því hefur smásöluverð innfluttra mat- og drykkjarvara ekki fylgt þróun gengisvísitölu síðustu misseri. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir rangt að fyrirtækið hafi ekki skilað gengisbreytingum síðustu misseri til neytenda. Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, segir líklega jafn stóran hluta álagn- ingar liggja í heildsölu og smásölu. Margt geti haft áhrif á verð. „Hvað liggur til grundvallar þessu verði? Er ástæðan að kjöt, ávextir og grænmeti lækka en að á móti hafi verið færri tilboð á þurrvöru? Það er ýmislegt sem þarf að skoða betur áð- ur en menn segja að gengið hafi ekki fylgt verðlagi.“ Að sögn Jóns eru innfluttar mat- vörur um þriðjungur matarkörfunn- ar á Íslandi. Evran ekki ódýrari í mörg ár Stærstur hluti matvæla er fluttur inn í evrum og ætti gengi evru því að vega þungt í matarverði. Nafngengi evru var 147,6 krónur í gær og hafði evran þá ekki kostað jafn lítið síðan í mars 2009, ef frá er talið tímabilið frá 1.-22. ágúst 2012. Vegna þessarar styrkingar og veik- ingar krónu gagnvart bandaríkjadal munar orðið aðeins um 8 kr. á nafn- gengi evru og bandaríkjadals. Hefur dalurinn styrkst um 10% á árinu. Ragnar Björn Ragnarsson, gjald- eyrismiðlari hjá Arion banka, segir það skýra styrkingu krónu gagnvart evru að evran sé að gefa eftir gagn- vart öllum gjaldmiðlum. Matarverð fylgdi ekki gengisþróun  Innflutt matvara lækkaði ekki í takt við gengisstyrkingu  Bandaríkjadalur kostar orðið nær jafn mikið og evran Vísitala gengis og smásöluverðs innfluttramat- og drykkjarvara Innfluttar mat- og drykkjarvörur Gengisvísitala Heimild: Samkeppniseftirlitið 2013 2014 120 115 110 105 100 95 90 MTaki til sín »14 Stjórnir flestra þeirra fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllina leggja til við aðalfundi að stjórnarlaun verði hækkuð. Mest er hækkunin hjá VÍS eða 75% en þar verða aukagreiðslur aflagðar um leið. Þá hækkar launa- hæsta stjórnin, sú sem situr í Marel, um 10%. Þar á bæ fá stjórnarmenn greitt í evrum en gengisþróun hefur fremur dregið úr því sem íslenskir stjórnarmenn bera úr býtum. Í kjölfar þess að lífeyrissjóðurinn Gildi setti sér hluthafastefnu hafa forsvarsmenn hans lagt fyrirspurnir fyrir nokkur þeirra fyrirtækja sem stefna að eða hafa nú þegar hækkað stjórnarlaun. Meðal annars hefur fyrirspurnum verið beint að VÍS og Marel. »Viðskipti Morgunblaðið/Kristinn Stjórnarstörf Launin hækka. Launin hækka  Gildi spyrst fyrir um ástæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.