Morgunblaðið - 12.03.2015, Side 8

Morgunblaðið - 12.03.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 kÖku gerÐ hp www.flatkaka.is Kanilsnúðar& kleinur á diskinn þinn þjóðlegt, gómsætt og gott Gríptu með úr næstu verslun Styrmir Gunnarsson vitnar á Evr- ópuvakt í litla frétt í Morgun- blaðinu og taldi, að þótt lítil væri, kynni hún að boða stærri tíðindi.    Ritstjórinn fyrrver- andi virðist þó ekki viss um að stórtíð- indin verði góð- kynja:    „„Gunnar Bragi Sveinsson, utanrík- isráðherra, mun á fundi með utanrík- isráðherrum ellefu annarra Evrópu- ríkja í Slóvakíu á morgun árétta stefnu ríkisstjórn- arinnar í Evrópu- málum.    Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum en með ræð- unni er Gunnar Bragi sagður taka af skarið varðandi afstöðu ríkis- stjórnarinnar til ESB-umsókn- arinnar.“    Þetta er gott svo langt sem það nær en stóra spurningin er hvað fylgi í kjölfar yfirlýsingar utanríkis- ráðherra.    Vonandi verður það enginn leik- araskapur „að hætti ESB“ af því tagi, sem fjallað er um í annarri frétt á Evrópuvaktinni í dag, þar sem þríeyki heitir ekki lengur þríeyki heldur stofnanir, og fulltrú- ar þess mega ekki koma saman til Aþenu heldur hver um sig.    En þetta er áreiðanlega óþarfa tor- tryggni.    Í alvöru lýðræðisríkjum eins og Ísland er bjóða stjórnmálamenn almennum borgurum ekki upp á slíkar leiksýningar.“ Styrmir Gunnarsson Getur það verið? STAKSTEINAR Gunnar Bragi Sveinsson Veður víða um heim 11.3., kl. 18.00 Reykjavík -1 snjókoma Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri 0 léttskýjað Nuuk -18 snjóél Þórshöfn 5 skúrir Ósló 7 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 5 heiðskírt Lúxemborg 8 heiðskírt Brussel 8 heiðskírt Dublin 11 léttskýjað Glasgow 7 skýjað London 12 heiðskírt París 12 heiðskírt Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 10 léttskýjað Berlín 7 skýjað Vín 4 alskýjað Moskva 10 skýjað Algarve 18 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Aþena 12 skýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal 7 léttskýjað New York 10 heiðskírt Chicago 10 heiðskírt Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:58 19:19 ÍSAFJÖRÐUR 8:04 19:22 SIGLUFJÖRÐUR 7:48 19:04 DJÚPIVOGUR 7:28 18:47 Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna hefur mistekist að innleiða álykt- anir sínar varð- andi málefni Sýr- lands. Hefur þetta leitt til þess að nýliðið ár var það versta fyrir sýrlenskan al- menning frá upp- hafi átakanna þar í landi. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu Barna- heilla og 20 annarra mannúðar- og hjálparsamtaka. Á síðasta ári voru þrjár ályktanir samþykktar í öryggisráðinu þar sem þess var krafist að öryggi, vernd og aðstoð yrði tryggð fyrir almenna borgara í Sýrlandi. „Þrátt fyrir það hefur aðgengi hjálparsamtaka að stórum hluta Sýrlands minnkað og fleiri almennir borgarar og börn hafa verið drepin, flúið heimili sín og þurft á aðstoð að halda en nokkru sinni fyrr,“ segir í tilkynningu Barnaheilla, en næstkomandi sunnudag verða fjögur ár liðin frá upphafi átakanna í Sýrlandi. Innleiðing ályktana SÞ geigaði  Ástandið í Sýrlandi versnar milli ára Á flótta Ungt barn frá Sýrlandi. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið sendi nýverið öllum skólum og sveitarfélögum á landinu bréf þar sem áréttað er að leyfi þurfi fyrir kvikmyndasýningum í kennslu- stundum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu er tilefni bréfsins ábending frá Umba kvikmyndafélagi um að tvær kvikmyndir sem kvikmynda- félagið er rétthafi að og gerðar voru eftir verkum Halldórs Laxness hefðu verið sýndar í skólum án samninga þar um. Í bréfinu frá ráðuneytinu segir að kvikmyndasýningar í kennslu- stundum séu óheimilar nema fyrir liggi leyfi rétthafa, framleiðenda eða dreifingaraðila. Þetta gildir þó ekki um þær kvikmyndir sem Náms- gagnastofnun býður skólum, enda hafi rétthöfum þeirra verið greitt fyrir leyfið og um það gildi sérstakur samningur. „Aðrar kvikmyndir er óheimilt að sýna nema skólinn hafi sérstaklega samið við rétthafa myndanna um leyfi til þess. Rétthafar kvik- myndanna ,,Kristnihald undir Jökli“ og ,,Ungfrúin góða og húsið“ hafa sent ráðuneytinu bréf þess efnis að ekki sé lengur heimilt að sýna þær kvikmyndir í skólastofnunum þar sem engir samningar liggi fyrir. Með bréfi þessu er þeirri ábendingu komið áleiðis,“ segir í bréfinu. Sýndu íslenskar myndir í leyfisleysi  Skólar þurfa að fá leyfi rétthafa til að sýna kvikmyndir í kennslustundum Kvikmynd Úr kvikmyndinni Ungfrúin góða og húsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.