Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 10

Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Ryðfrí samtengi Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Varanleg tengi fyrir flestar gerðir af pípum og rörum. Auðveld samsetning og alvöru þétting. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Strax eftir að ég útskrif-aðist sem grafískur hönn-uður úr Listaháskólanumárið 2010, þá byrjaði ég að endurvinna pappír, að finna út hvernig ég átti að búa til arkir og prufa mig áfram með hvað hægt er að gera með þetta,“ segir Kristín Edda Gylfadóttir, önnur kvennanna á bak við hönnunarfyr- irtækið Kráka Design. „Ég fór að safna að mér pappír hér og þar til að endur- vinna og meðal annars fór ég til feðganna í fornbókabúðinni Bók- inni, þeirra Ara Gísla og Braga. Undanfarin tvö ár hafa þeir verið sérlega góðir við mig og leyft mér að fá bækur sem þeir hafa þurft að henda, slitnar bækur eða ónýt- ar. Ég nýti allan þann pappír sem til fellur, líka heima hjá mér, dag- blöð eða gömul nótnablöð frá mömmu og hvað sem mér áskotn- ast.“ Prófaði Andrésblöðin Kristín segist hafa verið að gera tilraunir með hvaða pappír henti henni í verkin og hvaða pappír henti alls ekki. „Það er ekki sama hvernig pappírinn er, því það er misjafnt hvernig gengur að prenta á hann og ég þarf að sjá hvernig arkirnar koma út og fleira í þeim dúr. Ný- lega gerði ég tilraun með að end- urvinna Andrésblöð, sem ég hef ekki viljað hingað til því pappírinn í þeim er svo glansandi. En ég var ánægð með útkomuna og ein myndanna á sýningunni er einmitt Ég nýti allan þann pappír sem til fellur Mæðgurnar Kristín Edda Gylfadóttir og Sólveig Eva Magnúsdóttir, hjá hönn- unarfyrirtækinu Kráka Design, hafa það markmið að finna leiðir til endursköp- unar úr efnum sem annars færu forgörðum. Umhverfisvernd skiptir þær máli og þær opna sýningu í dag á myndverkum á endurunnum pappír. Tímafrek vinnsla Tættur nótnapappír í vatni og pappírsgrautur við hliðina. Undanfarnar tvær vikur hafa nem- endur á fyrra ári MA námsbrautar í myndlist við Listaháskólann sótt vinnusmiðju þar sem unnið hefur verið með listform jóðls og söngs- puna í myndlist. Kennarar nám- skeiðsins eru þær Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarka og Doreen Kutzke, leik- og söngkona og radd- þjálfi sem sérhæfir sig í listformi jóðlsins. Nemendur hafa unnið að marg- víslegum tilraunum með skurðar- punkt hefðbundinna listforma myndlistar og jóðls sem getið hafa af sér hljóð-teikningar, hljóð- skúlptúra og loks hljóð-gjörninga sem nú er stefnt til samtals við verk Einars Jónssonar og arkitektúr safns hans. Gjörningaviðburðurinn í Listasafni Einars Jónssonar, Skólavörðuholti verður kl. 17 í dag og er öllum opinn. Vefsíðan www.lhi.is Í Einarssafni Nemendur voru við æfingar í gær og nutu sín innan um listaverkin. Listform jóðls og söngspuna Hönnun, myndlist, arkitektúr, inn- setning fyrir unglinga og rapp Reykjavíkurdætra sameinast á Hönn- unarmarsopnun í Gallerí Gróttu og Bókasafni Seltjarnarness á Eiðis- torgi (fyrir ofan Hagkaup) í dag kl. 17. Systurnar Hlín Reykdal hönnuður og Hadda Fjóla Reykdal myndlist- armaður láta gamlan draum rætast og opna saman sýningu, en syst- urnar vinna báðar út frá hughrifum úr náttúrunni og njóta verk þeirra sín sérstaklega vel í hinum nýja sýn- ingarsal Gallerís Gróttu. Theresa Himmer, arkitekt og myndlistarmaður, hannaði nýtt rými í Bókasafni Seltjarnarness sem verð- ur opnað formlega á sama tíma. Theresa lagði áherslu á að gera skapandi rými með húsgögnum sem brjóta upp hina hefðbundnu stóla- og borða-uppsetningu og þar sem unglingar geta á afslappaðan og þægilegan hátt lesið bækur, spjallað, vafrað í símanum eða tölvunni eftir því sem hver vill. Húsgagnainnsetn- inguna í rýminu nefnir Theresa Sofa Complex en rýmið hentar vel fyrir einstaklinga jafnt sem skólabekki. Hönnunarmarsopnun í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi Reykjavíkurdætur rappa og systur láta draum rætast Morgunblaðið/Styrmir Kári Svalar Þær eru svaðalega svalar stelpurnar sem tilheyra Reykjavíkurdætrum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sýning þeirra Kristínar Eddu og Sólveigar Evu verður opnuð í dag kl. 10 í Menningarhúsinu Grófinni í Borgarbókasafninu við Tryggva- götu. Myndirnar eru unnar á hand- gerðar endurunnar pappírsarkir. Pappírinn á rætur að rekja til barnabóka sem fundust, gamlar og lúnar, í fornbókaversluninni Bókinni. Þema myndanna er sótt í ævintýra- og sagnaheim upp- runalegu bókanna. Gamlar barnabækur gæddar nýju lífi ÆVINTÝRA- OG SAGNAHEIMUR Pappír er náttúrulegt efni sem á öldum áður var mikils metið en hafnar nú oftar en ekki í ruslaföt- um landsmanna. Pappírsiðnaður er orkufrekur um leið og hann gengur á náttúruauðæfi jarðar og er því áhugavert að vinna með efn- ið og velta fyrir sér möguleikum í endurvinnslu þess. Sýningin er á dagskrá Hönn- unarmars og er sett upp á jarðhæð bókasafnsins til hliðar við af- greiðslu. Facebook: krakadesign Hildur Yeoman ætlar að frumsýna nýja fatalínu í Vörðuskóla á Skóla- vörðuholti í kvöld kl. 21. Línan heitir Flóra og um hana segir Hildur: Í náttúrunni býr dulmögnuð og kraftmikil orka. Uppúr henni vaxa grös, jurtir notaðar til að útbúa seyði sem búa yfir lækningarmætti, en þau má einnig nota til að öðlast andlegan styrk eða til að tæla hjartað. Flóra hefur að geyma sögu þessarar nátt- úru og kvennanna sem höfðu þekk- inguna til að nýta sér kraft hennar og dulúð. Hildur hefur unnið hörðum hönd- um að uppbyggingu hönnunarheims síns undanfarin ár og hún hefur verið iðin við að stefna ólíkum listgreinum saman á sýningum sínum og munu margir hæfileikaríkir listamenn taka þátt í að skapa hinn töfrandi heim Flóru með henni. Endilega … … skoðið nýja fatalínu Hildar Hönnuður Hildur Yeoman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.