Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 12

Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 12
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Verkfræðistofan VSÓ Ráðgjöf hefur nýlega lokið vinnu við eitt stærsta einstaka verkefnið sem fyrirtækið hefur unnið að í Noregi undanfarin ár. Noregur hefur skipt fyrirtækið miklu máli síðustu ár eins og fleiri íslensk fyrirtæki á þessu sviði. Um- svif fyrirtækisins eru nú orðin svip- uð og þau voru fyrir hrun. Mikil verkfræðileg áskorun Í dag verður 42 þúsund fermetra húsnæði í Sandnes tekið í notkun og sá VSÓ m.a. um burðarþolshönnun, jarðskjálftaút- reikninga og hönnun á stað- steyptum mann- virkjum. Húsið er reist á votlendi og segir Þorberg- ur Karlsson, verkfræðingur hjá VSÓ, að um talsverða áskor- un hafi verið að ræða því stoð- irnar sem reknar voru niður á fast eru allt að 30 metrar. „Þetta verkefni í Sandnes var á margan hátt mikil verkfræðileg áskorun,“ segir Þorbergur. „Út af fyrir sig er það þekkt að reknir séu niður staurar til að byggja á, en í þessu tilviki eru staurarnir 15-30 metrar og ennfremur er óvenju mikið álag á mannvirkið vegna sér- stakrar starfsemi sem þar er rekin. Þessu til viðbótar er nýlega farið að gera kröfur um burðarþol vegna jarðskjálfta í Noregi þó svo að þeir séu mjög sjaldgæfir þar í landi.“ Húsnæðið, sem er þrjár sam- byggðar byggingar, er á svæði í Sandnes sem kallað er Forus, en þar hefur verið mikil uppbygging á undanförnum árum á svæði sem í eina tíð var að miklu leyti umflotið vatni. Á svæðinu eru allt að 30 metra þykk leir- og setlög og standa því öll húsin á staurum. Norskt fyrirtæki, en vinna eins mikið á Íslandi og hægt er Þorbergur segir að frá hruni hafi fyrirtækið haslað sér völl í Noregi og með verkefnum þar í landi hafi tekist að snúa vörn í sókn. Starfs- menn VSÓ eru nú um 70 eða álíka margir og fyrir hrun. Velta vegna norskra verkefna hefur undanfarin tvö ár verið tæplega helmingur af veltu VSÓ. „Verkefni í Noregi hafa skipt VSÓ-ráðgjöf verulegu máli frá hruni,“ segir Þorbergur. „Við rek- um nú tvær skrifstofur í Noregi, annars vegar í Jessheim skammt frá Gardemoen og hins vegar í Sand- nes. Við erum með eigið dótturfyr- irtæki í Noregi og það hefur rekið verkefni okkar þar, þó svo að þau séu unnin hér heima í eins miklum mæli og mögulegt er. Við höfum mikið unnið fyrir sveit- arfélög víðs vegar í Noregi allt frá Sulitjelma, sem er gamall kopar- vinnslubær í grennd við Bodö, suður um allan Noreg og vestur um til Halden nálægt sænsku landamær- unum. Verkefnin eru fjölþætt og mörg tengd hönnun skóla, hjúkr- unarheimila og menningarhúsa fyrir sveitarfélög. Í Noregi hefur VSÓ komið að hátt í 100 verkefnum smáum og stórum og erum við nú með rammasamninga um verk- fræðiþjónustu við fjölda sveitarfé- laga. VSÓ hefur farið þá leið að annast verkefnin í eigin nafni, en sækja þau ekki sem undirráðgjafar norskra verkfræðistofa. Okkur hefur tekist að koma okkur á framfæri þannig, og höfum uppskorið ágætlega fyrir þá fyrirhöfn. Það hefur mikil upp- bygging átt sér stað í Noregi á síð- ustu árum og ég er bjartsýnn á framhaldið þó svo að ýmsir óttist kreppu vegna lækkandi olíuverðs,“ segir Þorbergur. Hátt í 100 verkefni í Noregi Í notkun Nýja húsnæðið hýsir starfsemi sem tengist norska olíuiðnaðinum. VSÓ-ráðgjöf annaðist m.a. burðarþolshönnun og jarðskjálftaútreikninga Ljósmynd/VSÓ Upphafið Staurar voru reknir allt að 30 metra niður í þykk leir- og setlög.  VSÓ-ráðgjöf lýkur við eitt stærsta einstaka verkefni sitt í Noregi  Staurar voru reknir niður á allt að 30 metra í votlendi  Velta vegna verkefna í Noregi tæplega helmingur af veltu VSÓ 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Þvottavél: verð frá kr. 139.900 Þurrkari: verð frá kr. 114.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015 Við bjóðum takmarkað magn af Miele þvottavélum og þurrkurum á sérstöku tilboðsverði. Gildir á meðan byrgðir endast. TILBOÐ Byggingarnar eru í sveitarfé- laginu Sandnes, sem er nánast samvaxið Stavanger, háborg olíu- iðnaðar Norðmanna, og var upp- haflegur samningur VSÓ við Seabrokers Eiendom gerður í nóvember 2012. Seabrokers er í grunninn norskt fyrirtæki, en út frá meginstarfseminni á sviði skipamiðlunar rekur fyrirtækið og þróar umsvifamikil fasteignaverk- efni í Noregi. Húsnæðið í Sandnes hefur allt verið leigt til bandaríska fyrir- tækisins Oceaneering, sem starf- ar á alþjóðavísu og sérhæfir sig í margvíslegum búnaði fyrir olíu- iðnaðinn. Mjög sérhæfð fram- leiðsla, sambland af grófum þjörkum og fínni raftæknivörum fer fram í verkstæðisbyggingunni. Þorbergur segir að meðal annars geti þjarkarnir unnið eftir ákveð- inni forskrift við verkefni á allt að þrjú þúsund metra dýpi. Um þrjár byggingar er að ræða, það er skrifstofur, verkstæði og byggingu fyrir lager, vörumóttöku og bílastæði. Mest er húsnæðið fimm hæðir auk kjallara, en að hluta er um stórt stálgrindahús að ræða. Sérhæfing og grófir þjarkar STARFSEMI Í NÝJA HÚSINU NÁTENGD NORSKUM OLÍUIÐNAÐI Þorbergur Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.