Morgunblaðið - 12.03.2015, Side 15

Morgunblaðið - 12.03.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Víglundur Þorsteinsson, lögfræðing- ur og fyrrverandi stjórnarformaður BM Vallár, hefur haldið því fram að það væri ólög- mætt að nýju bankarnir hefðu innheimt lán sín frá hruni, miðað við 100% verðgildi lánanna en ekki á grundvelli stofn- ákvörðunar fyrir hvern hinna nýju banka. „Lánin voru yfirfærð í nýju bankana með afskriftum á grundvelli neyðarlag- anna en ríkistjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Steingríms J. Sigfússonar fór af þeirri braut, sem lögð hafði ver- ið með neyðarlögunum. Hún fór í þá vegferð að tryggja hagsmuni kröfu- hafa eins og fundargerðir stýrinefnd- ar ríkisstjórnarinnar við erlenda kröfuhafa bera með sér,“ segir Víg- lundur en hann hefur látið þýða fund- argerðir nefndarinnar til birtingar og verða þær birtar á mbl.is Ekki almennar reglur Eiríkur Elís Þorláksson, hæsta- réttarlögmaður og lektor við laga- deild Háskólans í Reykjavík, hefur bent á það í umfjöllun sinni í Við- skiptablaði Morgunblaðsins að al- mennar meginreglur kveða á um að við framsal krafna eigi skuldarinn að vera eins settur. Skyldur hans eiga í öllu falli ekki að aukast. Verðmæti sem tveir kröfuhafar koma sér saman um hefur almennt séð ekki áhrif á skuldbindingar skuldara, nema meira komi til, t.d. að með skuldbindandi hætti sé því lýst yfir að kröfurnar séu gefnar eftir í heild eða að hluta gagn- vart skuldara. „Ekki verður séð að það hafi verið gert í því tilviki sem hér um ræðir. Þá verður einnig að hafa í huga að það verð sem lagt var til grundvallar við framsalið átti einung- is að endurspegla með sem nákvæm- ustum hætti raunverulegt virði þeirra krafna sem nýju bankarnir myndu eignast, þ.e. líklegar endurheimtur þeirra, og þar með virði þeirra eigna sem teknar voru frá gömlu bönkunum og greiða bar fyrir,“ segir í umfjöllun Eiríks en þar bendir hann einnig á að sú krafa að „afsláttur“ sem reiknaður er út að hafi átt að skila sér til skuld- ara standist tæpast. Hagsmunir kröfuhafa Víglundur bendir á að með setn- ingu neyðarlaganna hafi löggjafar- valdið veitt Fjármálaeftirlitinu, FME, heimild til að leggja hald á út- lán og að láta meta þau til raunvirðis svo þau stæðu undir skuldbindingum sem verið var að létta af gömlu bönk- unum, þ.e.a.s. innlánum. Ekkert var því framselt að sögn Víglundar. „Ákvörðun FME var frumákvörðun til endurskoðunar eftir matsferli Deloitte LLP,“ segir Víglundur og bendir á að það hafi verið algjör lög- leysa af þáverandi ríkisstjórn að setja á laggirnar sérstaka stjórnsýslunefnd til að endurmeta yfirfærðu lánin í þeim tilgangi einum að hækka matið. „Fundargerðirnar staðfesta að starf nefndarinnar var að friða kröfuhaf- ana og bæta hag þeirra frá því sem ákvarðanir FME höfðu leitt til. Það kemur skýrt fram í fundargerðunum. Á öðrum fundi nefndarinnar er m.a. haft eftir Guðmundi Árnasyni, for- manni nefndarinnar í fjarveru Indr- iða H. Þorlákssonar, að „ríkið vill friða kröfuhafa eins og mögulegt er“. Niðurstaða nefndarstarfsins varð síð- an á endanum sú að afhenda kröfu- höfum sjálfsdæmi í meðferð krafn- anna í nýju bönkunum í stað hinnar samræmdu aðferðar FME sem grundvallaðist á jafnræði.“ Gagnrýnir leyndina Víglundur undrast þöggunina sem er um störf nefndarinnar og málið í held og segist ekki skilja hvað stjórn- völd hafi að fela. „Almenningur á rétt á að fá að vita hvað fór fram. Það er engin fundargerð til um fyrsta fund nefndarinnar, sem gerir grein fyrir tilgangi hennar. Eingöngu er vísað til þess í fundargerð 2. fundar að Guð- mundur Árnason hafi gert grein fyrir fyrsta fundinum án þess að nokkuð sé ritað um það. Þá er sérkennilegt að nefndinni var ekki sett erindisbréf. Mikil leynd virðist einnig vera yfir 13. fundi nefndarinnar en af efni 12. og 14. gerðanna má ráða að þá hafi verið komist að niðurstöðu um ólögmæta afhendingu bankanna til kröfuhafa,“ segir Víglundur. Ætlunin að friða kröfuhafa  Víglundur Þorsteinsson hefur látið þýða fundargerðir stýrinefndar síðustu ríkisstjórnar um samninga við erlenda kröfuhafa til birtingar  Undrast þöggun í kringum störf nefndarinnar Samsett mynd/Eggert Fundagerðir Vantar fundagerðir af mikilvægum fundum Stýrinefndar rík- isstjórnarinnar við erlenda kröfuhafa að sögn Víglundar Þorsteinssonar. Víglundur Þorsteinsson Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar Alþingis, vann skýrslu um það hvort stýri- hópur þriggja ráðuneyta, sem skipaður var til að ganga til samninga við erlenda kröfuhafa slitabúa gömlu bankanna um verðmæti yfirfærða eigna til nýju bank- anna, hefði farið að lögum við störf sín. Þar segir hann að ekkert bendi til þess að beitt hafi verið blekkingu eða svikum til hagsbóta fyrir erlenda kröfuhafa á kostnað ríkisins eða einstaka skuldara. „Ég hefði sjálf- ur viljað sjá menn ná því í gegn 2009 að færa lán heim- ila niður í verðmæti eigna áður en farið var að semja við kröfuhafa en það var ekki gert. Annað var eðlilegt miðað við aðstæður.“ Ekki óeðlileg vinnubrögð EKKI BEITT SVIKUM EÐA BLEKKINGUM Brynjar Níelsson Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 STÓR PILLAÐUR HUMAR KLAUSTURBLEIKJA LAX NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA HEITUR MATUR Í HÁDEGINU GLÆNÝR RAUÐMAGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.