Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Japanar minntust þess í gær að fjögur ár eru liðin frá flóðbylgju sem kostaði þúsundir manna lífið og olli versta kjarnorkuslysi í heim- inum frá Tsjernobylslysinu árið 1986. Að sögn japanskra yfirvalda er vitað með vissu um 15.890 manns sem fórust í náttúruhamförunum og 2.584 til viðbótar er saknað. Slysið varð einnig til þess að öllum kjarnorkuverum landsins var lok- að. Blöðrum er hér sleppt við minn- ingarathöfn í framhaldsskóla í bænum Natori. Náttúruham- fara minnst í Japan AFP Utanríkisráðuneytið í Riyadh sakaði í gær sænska utanríkisráðherrann Margot Wallström um „grófa íhlut- un“ í innanríkismál Sádi-Arabíu eftir að hún gagnrýndi mannréttindabrot í landinu. Ráðuneytið staðfesti einn- ig að það hefði kallað sendiherra sinn í Stokkhólmi heim eftir að sænska stjórnin tilkynnti að hún hefði ákveð- ið að rifta tíu ára gömlum vopnahlés- samningi ríkjanna. Forsætisráðherra Svíþjóðar, Stef- an Löfven, tilkynnti í fyrrakvöld að samningnum yrði rift. Sænska stjórnin ákvað þetta eftir að stjórn- völd í Sádi-Arabíu komu í veg fyrir að Margot Wallström flytti ræðu á ráðstefnu Arababandalagsins í Kaíró vegna gagnrýni hennar á mannréttindabrot í landinu. Fréttavefur sænska blaðsins Da- gens Nyheter hefur eftir Per Jöns- son, sænskum sérfræðingi í málefn- um Mið-Austurlanda, að deilan geti skaðað tengsl Svíþjóðar við fleiri arabaríki. Saka Svía um íhlutun í málefni Sádi-Arabíu  Svíar rifta vopnasölusamningi Rúmlega 380.000 manns höfðu í gær skrifað undir áskorun til stjórnenda breska ríkis- útvarpsins, BBC, um að sjónvarps- maðurinn Jeremy Clarkson, einn stjórnenda þátt- arins Top Gear, fengi starf sitt að nýju. Clarkson var nýlega vikið frá störfum í óákveðinn tíma meðan ver- ið er að rannsaka meint slagsmál hans við upptökustjóra hjá BBC í vikunni sem leið. Sýna átti næsta þátt Top Gear á sunnudaginn kemur en ekki verður af því. Þrír þættir voru eftir af nýjustu þáttaröðinni og þeim var öllum aflýst, að sögn fréttavefjar BBC. Óvissa um framtíð þáttanna Að sögn breskra fjölmiðla er óvíst hvort haldið verður áfram að fram- leiða Top Gear-þættina. Þeir eru á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta BBC. Áætlað er að á viku hverri horfi 350 milljónir manna í 170 lönd- um á þáttinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Clarkson lendir í vandræðum því honum höfðu áður verið settir úr- slitakostir vegna ítrekaðra „aga- brota“ og hótað brottrekstri ef hann bryti aftur af sér. Hann hefur meðal annars verið sakaður um kynþátta- fordóma. Vilja að BBC haldi Clarkson Jeremy Clarkson  Vikið frá störfum vegna slagsmála Fasteignaaug- lýsing í Indóne- síu hefur vakið mikla athygli um allan heim enda ekki á hverjum degi sem eigandinn er boðinn í kaupbæti. Fasteigna- auglýsingin er birt á netinu og þar er boðið upp á hús með stofu, tveimur svefnherbergjum, tveim- ur baðherbergjum, bílastæði og fiskatjörn. En einstakt tilboð fylgir með: „Þegar þú kaupir þetta hús geturðu beðið eigand- ann að giftast þér,“ segir í aug- lýsingunni og með fylgir mynd af Wina Lia, fertugri ekkju sem rek- ur snyrtistofu. Lia segir að hún hafi beðið vin sinn, sem er fasteignasali, að að- stoða sig við að finna kaupanda og jafnvel eiginmann líka en sagt honum að láta aðeins fáa vita af tilboðinu. Hús til sölu og eigin- kona í kaupbæti Wina Lia INDÓNESÍA Þú færð GO walk skó í Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Intersport, Reykjavík | Skóhöllinni Firði, Hafnarfirði | Versl. Nína, Akranesi | Blómsturvellir, Hellisandi | Heimahornið, Stykkishólmi | Hafnarbúðin, Ísafirði | Skóhúsið, Akureyri | Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Sentrum, Egilstöðum | Lónið, Höfn í Hornafirði | Skóbúð Selfoss, Selfossi | Axel Ó, Vestmanneyjum | Palóma, Grindavík | Skóbúðin, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.