Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 22

Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Á undanförnum ár- um hafa margar ákvarðanir stjórnvalda verið umdeildar og sumar hafa reyndar sett íslenska heilbrigð- isþjónustu í mjög slæma stöðu. Ljóst má vera að stjórnmála- menn hafa sjaldan gert þennan málaflokk að sínum. Þeir hafa ekki sett sig nægilega vel inn í þetta mik- ilvæga velferðarmál til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir svo halda megi uppi góðri heilbrigðisþjónustu. Hrun heilbrigðis- þjónustunnar Heilbrigðisþjónustan hefur hrein- lega hrunið fyrir framan nefið á okkur og vandamálin nú eru af þeirri stærð- argráðu að það mun taka okkur ára- tugi að endurheimta það þjónustustig sem við eitt sinn höfðum. Því hefur verið haldið fram að fjármálakreppan og hrun bankanna hér á Íslandi árið 2008 hafi fyrst og fremst valdið þess- um vanda, en það gleymist gjarnan að staðan var ekki góð fyrir hrun. Stjórnmálamenn voru varaðir við að ganga lengra í niðurskurði á þessari þjónustu. Flestum er ljóst hver stað- an er nú. Erfitt er hins vegar að sjá fyrir hver staðan væri ef við hefðum ekki notið höfðinglegra gjafa og stuðnings frá einstaklingum, fyrir- tækjum og félagasamtökum. Ábyrgð stjórnmálamanna Nú verða stjórnmálamenn að fara að setja sig inn í málefni heilbrigð- isþjónustunnar hér á landi og rétta hana við. Það verður hins vegar ekki gert með hræðsluáróðri, upphróp- unum eða langvarandi þrasi á Alþingi. Þó má ekki gleyma því sem vel hefur verið gert. Endurrein þjónustunnar verður að fara fram með opnum huga og leit að nýjum leiðum án þvingana. Framsýnt heilbrigðiskerfi leggur ekki síst áherslu á markvissar for- varnir og aðgerðir þar sem gagn- rýndar rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning í þjóðfélagslegu tilliti. Leit að krabbameini í ristli og endaþarmi er ein af þessum forvarnaraðgerðum þar sem þjóð- félagslegur og fjárhags- legur ávinningur er ljós. Þetta er vel þekkt og hér á landi hafa lengi verið til staðar tæki og kunnátta til að greina og meðhöndla þetta krabbamein á fyrri stig- um og forstig þess. Hér hefur slík leit verið rædd í áratugi. Á und- anförnum árum hafa komið til landsins þekktir vísindamenn sem hafa hvatt okkur til aðgerða gegn þessu lúmska krabba- meini sem fellir um 52 Íslendinga á hverju ári. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar hafið leit, ýmist með skipulögðum eða óskipulögðum hætti. Árangurinn hefur þá birst með veru- legri fækkun dauðsfalla af völdum ristilkrabbameins (70-80%) og jafnvel fækkun greindra tilfella. Vitnisburður um góðan árangur er yfirgnæfandi. Ályktanir og samstaða Fyrir þrettán árum eða 11. janúar 2002 skipaði landlæknir nefnd til að setja fram leiðbeiningar um leit að ristilkrabbameini. Mikil vinna fór í að vanda til þessara leiðbeininga sem voru síðan birtar á vefsíðu emb- ættisins, heilbrigðisstarfsfólki og fólki almennt til upplýsingar. Þetta sama ár, eða 3. maí árið 2002, var eftirfarandi ályktun um forvarnir samþykkt samhljóða á Alþingi: „Al- þingi ályktar að fela heilbrigðisráð- herra í samráði við landlækni að gera tillögur um hvernig staðið skuli að for- varnar- og leitarstarfi vegna krabba- meins í meltingarvegi fyrir þá sem teljast vera í áhættuhópi og undirbúa framkvæmd starfsins. Jafnframt verði hafinn undirbúningur að því að beita sömu aðferðum, eftir því sem fært er, í baráttunni við aðrar algengustu teg- undir krabbameina hér á landi.“ Hinn 15. mars 2007 var samþykkt ályktun um forvarnir gegn krabba- meini í ristli og endaþarmi og undir hana skrifuðu forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands, Land- læknisembættisins, Lýðheilsustöðv- ar, Félags meltingarsérfræðinga, Félags krabbameinslækna, Skurð- læknafélagsins og Félags íslenskra heimilislækna. Hinn 17. mars 2007 var síðan sam- þykkt þingsályktunartillaga á Al- þingi svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra í samráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun eftir krabbameini í ristli og endaþarmi þannig að skipuleg leit hefjist 1. júlí 2008.“ Í desember 2008 skilaði vinnuhóp- ur heilbrigðisráðherra, sem hann hafði skipað á haustmánuðum sama ár, ítarlegri skýrslu um bólusetningar og forvarnarverkefni. Leit að krabba- meini í ristli og endaþarmi var eitt af fjórum verkefnum sem nefndin lagði til að mikilvægt væri að koma í fram- kvæmd. Hinn 28. janúar 2009 var þáverandi heilbrigðisráðherra send ályktun stjórnar Krabbameinsfélags Íslands, en þar stóð m.a.: „Ennfremur skorar stjórnin á heilbrigðisráðherra að hefja skimun eftir ristilkrabbameini hið fyrsta.“ Í mars 2014 sendi Krabbameins- félag Íslands, ásamt flestum fag- félögum sem málið varðar, frá sér áskorun til heilbrigðisyfirvalda um að hefja strax skipulega leit að ristil- krabbameini. Ákvörðun verður að taka Að framansögðu er ljóst að nú verða heilbrigðisyfirvöld að taka ávörðun um að hefja skimun eftir ristilkrabbameini. Þingsályktanir, áskoranir og nefndarálit, sem getið er hér að framan, hljóta að vega mjög þungt og stuðla að ákvarðanatöku um aðgerðir hið fyrsta. Hefjum skipulega leit að ristil- krabbameini sem fyrst, til þess að fækka verulega ótímabærum dauðs- föllum vegna þessa lúmska sjúkdóms sem oftast er hægt að fyrirbyggja og lækna. Hvað tefur leit að ristilkrabbameini? Eftir Ásgeir Theódórs »Á undanförnum árum hafa margar ákvarð- anir stjórnvalda verið umdeildar og sumar hafa reyndar sett íslenska heilbrigðisþjónustu í mjög slæma stöðu. Ásgeir Theódórs Höfundur er læknir, eMPH, sérfræðingur í meltingarlækningum og heilbrigðisstjórnun. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is 60 spilarar hjá eldri borgurum í Reykjavík Mánudaginn 9. mars var spilaður tvímenningur á 15 borðum hjá brids- deild Félags eldri borgara í Reykja- vík. Efstu pör í N/S: Elías Einarsson – Höskuldur Jónsson 358 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 354 Jón Þ. Karlsson – Hreiðar Þórhallss. 343 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 340 A/V: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 420 Óli Gíslason – Magnús Jónsson 379 Björn E. Péturss. – Valdimar Ásmundss. 378 Kristín Guðbjörnsdóttir - Friðgerður Benediktsdóttir 356 Spilað er í Síðumúla 37. Góðmennt í Gullsmára Aðeins var spilað á 10 borðum í Gullsmára mánudaginn 10. mars. Úrslit í N/S: Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 202 Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsd. 189 Guðrún Gestsd. - Ragnar Ásmundss. 188 A/V: Guðbjörg Gíslad.- Sigurður Sigurðss. 189 Kristinn Pedersen - Rúnar Sigurðss. 186 Samúel Guðmss. - Jón Hanness. 181 mbl.is Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 17 ára reynsla við íslen- skar aðstæður & yfir 150 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569-1332. Umsóknarfrestur er til 18. mars 2015 Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja almenn umsókn og tiltaka mötuneyti þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Viltu starfa í lifandi umhverfi? Árvakur óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti í tímabundið starf til sex mánaða. Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur matur fyrir starfsfólk Árvakurs hf., sem gefur út Morgunblaðið. Starfið felst í undirbúningi fyrir hádegismat, þrifum í eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og þess háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat fyrir allt að 100 manns Um er að ræða 50% starf, frá 10:00-14:00 en viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100% starf þegar leysa þarf matráð af. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfs- fús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.