Morgunblaðið - 12.03.2015, Side 23

Morgunblaðið - 12.03.2015, Side 23
vinnu á hvaða markaði sem er í heiminum. Það gildir ekki um al- menna launþega þessa lands. Mér er spurn – er hugsanlegt að þetta snúist ekkert um launakjör al- mennra launþega heldur um póli- tíska stöðu verkalýðsleiðtoga, sem vilji styrkja sig í sessi innan verka- lýðshreyfingarinnar? Málin snúist hugsanlega bara um pólitíska stöðu þeirra en ekki hag launamanna? Mér virðist ekki að verkalýðs- leiðtogar nútímans séu að berjast fyrir hag hins almenna launþega. Nei nú skal kynda undir og blása í glæður reiðinnar sem kraumar enn hjá mörgum eftir hrunið – setja víxl- verkun launa og verðlags í gang – með því að knýja fram óraunhæfar hækkanir. Hinn almenni launþegi kann ekki lengur að fara í verkfall – og getur illa farið í verkfall, af því að í dag lifa flestir umfram efni. Af- borganir af alls kyns lánum sem borga verður af falla ekki niður þótt þú farir í verkfall. Verkalýðs- leiðtogar eru reiðir út í stjórnvöld og atvinnurekendur ætla að sýna hörku í samningum til að geta síðan barið sér á brjóst og tryggt stöðu sína inn- an verkalýðshreyfingarinnar til framtíðar. Ég vona að fleiri láti í sér heyra um þetta mikilvæga málefni. Ein áhyggjufull. Morgunblaðið/Golli Getur einhver sagt mér hvernig eða hvað verkalýðsleiðtogar þessa lands eru að hugsa? Þær kröfur sem sett- ar hafa verið fram í yfirstandandi viðræðum við atvinnurekendur eru vægast sagt óraunhæfar. Segi alls ekki að þær séu óréttlátar – en því miður óraunhæfar. Þessar kröfur munu aldrei skila launþegum kjara- bót. Ef samningar yrðu gerðir á þessum forsendum myndu hækkanir launþega týnast um leið í gegnum hækkun á neysluvísitölunni. Þá hefst hringrásin; lán heimilanna hækka og sama hringavitleysan og var land- læg hér fyrir 30 árum fer í gang. Væri það hagur launþega? Ég trúi ekki að hinn almenni laun- þegi sé reiðubúinn að leggja á sig verkföll, með tilheyrandi skerðingu á kjörum sínum, og láti verkalýðs- foringja teyma sig á asnaeyrunum út í vitleysuna sem er nú farin í gang til að fá niðurstöðu sem er engan veginn hagstæð eða bætir hag hins almenna launþega. Rétt er að flug- menn og læknar fengu launa- hækkanir langt umfram það sem hinn venjulegi launamaður getur nokkru sinni knúð fram – enda geta þessir aðilar fengið vel launaða Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Kjarasamningar Skýrsla Rannsókn- arnefndar Alþingis opinberaði, að í að- draganda efnahags- hrunsins gerðu mörg stjórnvöld landsins ófyrirgefanleg mistök við eftirlit á fjár- málmarkaði. FME (Fjármáleftirlitið) var vissulega í hópi þeirra stofnana sem hvað mest ógagn gerðu þjóðinni, með þjónkum við eigendur stóru bank- anna og getuleysi við að greina glæpaverk þeirra. Rannsóknar- nefndin sýnir hógværð þegar hún segir: „Rannsóknarnefnd Alþingis tel- ur að skort hafi á, að í eftirlits- störfum sínum sýndu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins nægilega festu og ákveðni við úrlausn og eftir- fylgni mála. Þess eru dæmi að mál er snerta ætluð brot á reglum um stórar áhættur hafi lengi verið í óformlegum farvegi, ýmist þar sem þau eru látin liggja óhreyfð eða bréfaskipti hafa staðið yfir við fjármálafyrirtæki þar sem af hálfu Fjármálaeftirlitsins hefur verið leitast við að færa mál til betri vegar með óformlegum hætti. Að mati rannsóknarnefndar Alþingis eru þetta ótækir stjórnsýsluhættir sem ganga í bága við lögboðna málsmeðferð.“ Neyðarlögin áttu að marka jákvæð tímamót, en ekki niðurlægjandi uppgjöf Með neyðarlögunum (lög 125/ 2008) var ætlunin að endurreisa það bankakerfi sem hrunið hafði vegna glæpa bankamanna og með- virkni stjórnvalda. Meðal annars veittu lögin FME víðtækar heim- ildir sem einkum fólu í sér: (a) að stofna nýja banka á grundvelli þeirra föllnu, (b) að færa eignir og skuldir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju og (c) að meta verðmæti þeirra eigna og skulda sem færðar yrðu úr gömlu bönkunum. Almenn- ingur stóð í þeirri trú, að núna myndi FME taka hagsmuni þjóðar fram yfir hagsmuni hrægammanna sem eignast höfðu þrotabú gömlu bankanna. Í samræmi við neyðarlögin stofnaði FME þrjá nýja ríkis- banka, með yfirfærslu flestra inn- lendra skulda gömlu bankanna og til mótvægis vænan skammt af innlendum eignum. Þessi aðferð, að viðhalda starfsemi banka þótt þeir væru komir í þrot, er al- þjóðlega viðurkennd. Mistök FME voru meðal annars þau, að við verðmat eignanna var eingöngu horft til fyrirsjánlegra afskrifta. Ekkert tillit var tekið til nauðsyn- legra leiðréttinga útlána til al- mennings og fyrirtækja. Vegna forsendubrestsins sem leiddi af efnahagshruninu var sjálfsögð krafa að nýju bankarnir veittu al- menna lánaleiðréttingu, sem inni- falin yrði í afskriftunum. Þótt fyrirséð væri að nýju bank- arnir myndu verpa gulleggjum var glapræði að íþyngja þeim með óþarfa skuldsetningu. Þetta gerði FME samt, því algerlega að óþörfu voru yfirfærðar eignir allt of miklar og af- skriftir þeirra allt of litlar. Það ótrúlega gerðist einnig, að ákveðið var að skuldir bankanna yrðu í er- lendum gjaldeyri. Þessi rembihnútur var sjáanlega hnýttur til að auðvelda eftirleikinn, sem var að gefa hrægömmunum bankana og þar með einokunaraðstöðu til að blóðmjólka landsmenn. Ríkisbankarir voru ofurskuldsettir í erlendum gjaldeyri FME stofnaði nýju ríkisbankana þrjá haustið 2008, en skildi þá eftir í skuldagildru hrægammanna. Óþörf ofurskuldsetning bankanna í erlendum gjaldeyri var í nóvember 2008 áætluð af FME vera 1.153 milljarðar króna. Hins vegar skil- aði ráðgjafinn Deloitte skýrslu 22. apríl 2009, þar sem kom fram að óþörf skuldsetning bankanna væri allt að 766 milljarðar króna. Til samanburðar lá alltaf fyrir að eig- infjárframlag ríkisins yrði um 385 milljarðar. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig- urðardóttur tók við völdum 1. febr- úar 2009 var fyrsta verk yf- irráðherrans Steingríms Sigfús- sonar að hefja leynilegar viðræður um stóru bankagjöfina. Sem fjár- málaráðherra fór hann með eign- arhald ríkisins á bönkunum og hafa sjálfsagt flestir haldið að hann væri gæslumaður þeirra en ekki úthlutunarstjóri. Í raun var markmið viðræðnanna að búa til umgjörð um bankagjöfina, þannig að á yfirborðinu væri ekki um gjöf að ræða, heldur samninga um að- skilnað nýju bankanna frá þrotabúum þeirra gömlu. Lausn Steingríms var að skilja eftir opn- ar dyr, sem hrægammarnir gætu notað til að kaupa nýju bankana fyrir lítið og án þess að mikla at- hygli vekti. Bæta verður fyrir mistök Fjármálaeftirlitsins og endurheimta ríkisbankana Stóru bankagjöfina verður að skoða í sama ljósi og Icesave- kúgunina, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lagði ofurkapp á að landsmenn undirgengjust. Bæði þessi mál verður að rannsaka fyrir opnum tjöldum og veita þjóðsvik- urum makleg málgjöld. Augljóst er að þjónkun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur við nýlenduveldin stafaði af þeirra óþjóðhollu ósk að Ísland yrði innlimað í Evrópusam- bandið. Minna má á, að Jóhanna og Öss- ur Skarphéðinsson frömdu stjórnarskrárbrot þegar þau sendu stjórnarerindi um inngöngubeiðni Íslands í ESB án undirritunar for- seta landsins. Þjóðinni tókst að hindra Icesave-óværuna og inn- limun landsins í Evrópusambandið er ekki lengur á dagskrá, en stóra bankagjöfin er ennþá sem fleinn í þjóðarlíkamanum. Eignir lands- manna njóta verndar stjórn- arskrárinnar og það sem ólöglega hefur verið afhent er endurkræft. Núverandi stjórnvöld verða að gyrða sig í brók og endurheimta ríkisbankana. Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Almenningur stóð í þeirri trú, að núna myndi FME taka hagsmuni þjóðar fram yfir hagsmuni hrægammanna sem eignast höfðu þrotabú gömlu bankanna. Höfundur er verkfræðingur og stjórnarmaður í félaginu Samstaða þjóðar. Fjármálaeftirlitið tók stöðu gegn hagsmunum Íslands Loftur Altice UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Eftirfarandi texti er opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur og yf- irmanna á velferðarsviði Reykja- víkurborgar: Það vantar ekki að borgarstjórn og stjórn velferðarsviðs hrópi hátt um góða stefnu í málum eldri borgara, en ýmsum finnst það stangast á við það sem gert er. Nú ætlar stjórn velferðarsviðs að loka matsalnum í félagsmiðstöðinni Borgum um páskahelgina. Þetta finnst hópi eldri borgara sem búa í Eirborgum og hafa nýtt sér mat- salinn daglega ekki vera í sam- ræmi við yfirlýsta stefnu. Það er ekki á færi allra sem eru á átt- ræðis-, níræðis- og tíræðisaldri að standa í miklum innkaupum og matartilbúningi. Margir eiga marga aðstandendur, sem aðstoða þá, aðrir eiga fáa og sumir enga. Við vitum að starfsmenn velferð- arsviðs benda á heimsendingu matar, en sú þjónusta er í skötu- líki. Til að rökstyðja þessi orð lýs- um við heimsendum mat síðastlið- inn jóladag. Skammturinn var tvær sneiðar af hangikjöti, þar sem rauði hangikjötsliturinn var orðinn ansi gráleitur, örlítið af grænum baunum, kúla af kartöflu- salati, enginn jafningur, tveir flat- kökubitar sem molnuðu niður þeg- ar þeir voru teknir upp, hálft harðsoðið egg. Okkur finnst ólík- legt að þeir sem ráða þessum mál- um vildu búa við það að fá svona mat á hátíðisdegi. Okkur finnst svona matarsendingar vera van- virðing við eldri borgara. Starfs- menn velferðarsviðs segja sjálf- sagt að engar kvartanir hafi borist, en við vitum að margir kvarta um þessa þjónustu en þora ekki að hafa nógu hátt. Við förum fram á að matsalurinn í félagsmiðstöðinni Borgum verði opinn alla daga árs- ins. Við ráðleggjum borg- arfulltrúum og yfirmönnum á vel- ferðarsviði að hafa hugfast að tíminn líður hratt og fyrr en varir eruð þið eldri borgarar, hvaða við- móti viljið þið þá mæta? Opið bréf til yfirmanna Ása Jónsdóttir, Fróðengi 3, Bára Þórarinsdóttir, Fróðengi 9, Eggert Kr. Kristmundsson, Fróðengi 9, Jóhann Þór Sigurbergsson, Fróðengi 3, Jón Ásgeirsson, Fróðengi 7. » Við förum fram á að matsalurinn í félags- miðstöðinni Borgum verði opinn alla daga ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.