Morgunblaðið - 12.03.2015, Síða 25

Morgunblaðið - 12.03.2015, Síða 25
Án þess að ykkar einlægur hafi nokkra löngun til að æra óstöðuga, langar hann samt sem áður enn einu sinni að koma til varnar sam- gönguhjartanu okkar Íslendinga í Vatns- mýrinni. Þótt flugvall- armálið allt sem slíkt smáni kommúnistana hvað hrak- legast, valdi bjartsýnu fólki og einnig fælnu allískyggilegum áhyggjum og verði Degi B. til ævarandi skammar, þarf bara að segjast einfaldlega eins og er, að öll skynsemi, reynsla og almenn hyggindi mæla með óhreyfðum flugvellinum – ekki síst neyð- arbrautinni sem nú er vegið að af fullri hörku hinna þröngsýnu for- ræðishyggjusinna. Ráðamenn höfuðborgarinnar virðast vera að sanna lýsandi skýringarorð höf- undar Reykjavík- urbréfs Morgunblaðs- ins um árið, reyndar varðandi störf Stein- jókustjórnarinnar þá- verandi en vísast einnig um vinstrisinn- að stjórnmálafólk al- mennt, sem kristöll- uðust í millifyrirsögn er samanstóð af að- eins þremur orðum og einu bandstriki: Fundu pytt – duttu. Borgarstjórn- arflokkarnir sem nú mynda meiri- hlutann í Reykjavík fundu ekki bara pytt – þeir eru komnir á kaf í mýrarfen eitt ógurlegt. Engin leið virðist vera til baka og öll hljótum við að vona að þetta dauðastríð taki fljótt af. Hrika- lega annars erfið sú tilhugsun að stjórnlynt fólk, gjarnan vinstri- sinnað, skortir jafnan víðsýni til að sjá alla heildarmyndina, virðist manni – en vill víst þó vel flest hvert. Ekki ætti að vera aðalatriðið að hafa lokið löngu námi eða geta skreytt veggi með skírteinum – meira er um vert að geta breytt eigin græðgi, reiði (les: hroka) og fáfræði í kjark, umhyggju og visku. Eftir Pál Pálmar Daníelsson Páll Pálmar Daníelsson »Engin leið virðist vera til baka og öll hljótum við að vona að þetta dauðastríð taki fljótt af. Höfundur er leigubílstjóri. Reykjavíkur- flugvöll þarf aldrei að flytja burt UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Í Bændablaðinu 12. og 26. febrúar sl. eru athyglisverðar upplýs- ingar um síaukinn innflutning á kjöti til Íslands. Innflutningur á kjöti skv. innflutn- ingsskýrslum hefur aukist um 277% á síð- ustu 5 árum. Þetta er aðallega alifugla-, nauta- og svínakjöt. Langmest aukning hefur orðið á innflutningi nautakjöts á þessum tíma. Samkvæmt upplýsingum í Bændablaðinu kemur innflutt kjöt mest frá löndum, sem nota sýklalyf sem vaxtarhvata, aðallega frá Þýskalandi, sem notar í heild mest allra Evrópuþjóða lyf í landbúnaði. Lyfjanotkun í íslenskum landbún- aði er aðeins mjög lítið brot af því sem viðgengst víðast í Evrópu. Vit- að er að neysla á kjöti, sem fram- leitt er með óhóflegri lyfjanotkun, getur valdið sýklalyfjaónæmi hjá fólki, enda hafa læknar lengi varað við ofnotkun sýklalyfja. Bakteríur, ónæmar fyrir sýklalyfjum eru þeg- ar farnar að valda dauða fjölda manns árlega í Evrópu. Svonefndir innflutningsaðilar sjá m.a. um innflutning á erlendu kjöti og kjötafurðum og virðast beita sér mjög fyrir meiri innflutningi á þessari vöru, sem skv. fram- angreindum upplýsingum má full- yrða að er að hollustu langt að baki íslenskri, sambærilegri fram- leiðslu. Hér verður ekki fjallað um þá bú- fjársjúkdóma, sem geta borist til landsins með innfluttu kjöti og fleiri smitleiðum. Landbúnaðarráðherra hefur gefið til kynna að í samningum um viðskipti með land- búnaðarvörur komi til greina að dregið verði úr tollvernd vegna innflutnings á landbúnaðarvörum og tollkvótar stækkaðir. Hæpið er að vel upplýstir íslenskir neytendur vilji fremur bjóða sér og börnum sínum upp á lyfjamengaðar, inn- fluttar kjötvörur en ómengaða, innlenda framleiðslu. Þeirra er val- ið. Ætla má að það sé hlutverk heilbrigðisyfirvalda og ábyrgra neytendasamtaka að upplýsa ís- lenskan almenning um að hér geti verið hætta á ferðum fyrir heilsu og líf fólks, ef svo fer fram sem horfir. Er það gert? Rétt er að vekja athygli á fleiri hliðum þessa máls. Á síðustu árum hefur Ísland öðlast sess sem alvöru ferðamannaland. Erlendu fólki sem kemur til landsins hefur stór- fjölgað á síðustu árum og er ferða- þjónustan orðin jafngildi sjávar- útvegs sem gjaldeyrisskapandi atvinnugrein. Æ fleiri Íslendingar hafa framfæri sitt af þjónustu við ferðamenn. Ferðafólkið þarf að borða eins og aðrir enda er matur frumþörf mannsins. Auk þess að upplifa einstaka náttúru Íslands benda kannanir til þess að fjöldi ferðafólks vilji upplifa matarmenn- ingu Íslendinga, borða íslenskan mat, matreiddan úr íslensku hrá- efni, með þekktan uppruna. Á góðum stundum hampar ferðaþjónustan hreinleika Íslands og heilnæmri landbúnaðarfram- leiðslu Íslendinga. Því er spurt: Getur verið að aukinn innflutn- ingur erlendra kjötvara vinni með beinum hætti gegn þessari helstu atvinnugrein Íslendinga, ferða- þjónustunni? Hvað með matvæla- landið Ísland? Ef innflutningur kjöts og kjötvara þróast þannig að framleiðsla á íslensku nauta-, svína- og alifuglakjöti nánast leggst af og dilkakjötið verður líka undir í samkeppni við innflutning, hvar stendur þá íslensk matarferðaþjónusta? Getur ferða- þjónustan setið hjá þegar fjallað er um sívaxandi innflutning á erlend- um landbúnaðarvörum? Hér þarf að ræða ímynd, gæði og hollustu. Hvað með frumkvæði og ábyrgð stjórnvalda? Það kostar að vera þjóð og halda uppi lýðheilsu, þjóð- armetnaði og atvinnu, líka á Ís- landi. Kjöt, sýklalyf og ferðaþjónusta Eftir Bjarna Pétur Maronsson » Lyfjanotkun í ís- lenskum landbúnaði er aðeins mjög lítið brot af því sem viðgengst víðast í Evrópu. Bjarni Maronsson Höfundur er fv. bóndi. OPTICAL STUDIO – FRÍHÖFN Fagmennska fyrst og fremst Þar sem úrvalið er af umgjörðum og sólgleraugum www.opticalstudio.is www.facebook.com/OpticalStudio Módel: Andrea Stefánsdóttir Sólgleraugu: Chrome Hearts

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.