Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 29

Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Gunna Brynjólfs hefur nú kvatt þessa jarðvist. Hún var tekin um borð í vagninn sem flytur okkur áfram veginn og ferjuð til nýrra heim- kynna í óravíddum eilífðarinn- ar. Gunna var skemmtileg og með stórt hjarta. Heimili þeirra Árna, við Austurveg 29, var líf- legt enda var þar í senn rekið stórt heimili og vinnustaður. Í þvottahúsinu var vöruflutninga- miðstöð en þar var einnig vín- búð þess tíma, þar sem tekið var við pöntunum og þær af- greiddar. Það var því oft mikil umferð um heimilið og þá sér- staklega eftir komu sendibíl- anna á föstudögum. Við fjölskyldan, frá Grænu- hlíð 5 í Eyjum, fengum að reyna greiða og góðsemi þeirra hjóna gegnum árin. Það var ekki verið í daglegum skreppum milli lands og Eyja á árunum fram að gosi. Þá var bara farið í sum- arfrí einu sinni á ári, og fyrsti áningarstaður okkar var alltaf heimili þeirra Gunnu og Árna og þar kom maður bara heim. Margar ferðir voru farnar í sumarfrí víða um land. Ferðalög þar sem tjaldað var við árbakka og eldað á prímus. Engin nú- tímaþægindi útilegunnar en skemmtunin var engu síðri. Gunna þurfti að koma við í öll- um kaupfélögum sem á veginum urðu og fann alltaf eitthvað sem hún var búin að leita lengi og varð nauðsynlega að fjárfesta í, þó að eiginmaðurinn hellti úr eyrunum vegna þessarar kaup- dellu, eins og hann kallaði það stundum. Þegar komið var á náttstað, búið að tjalda og setja eitthvað skemmtilegt útilegufæði á prímusinn kom það fyrir að opnuð var flaska af „Dubonett“, Guðrún Hulda Brynjólfsdóttir ✝ Guðrún HuldaBrynjólfsdóttir fæddist 25. sept- ember 1931. Hún lést 1. mars 2015. Útför Guðrúnar Huldu fór fram 11. mars 2015. hlaðinn var varð- eldur, dreginn upp gítarinn og lagið tekið. Það brást varla að þegar líða tók á kvöldið söng Gunna: „Áfram veginn í vagninum ek ég“ með sinni flottu söngrödd og á eftir sagði hún stundum: „Svei mér þá ég held að nú sé ég orðinn heilt vitlaus í hausinn“ og hló svo sínum dill- andi hlátri. Þegar við flúðum eldgosið á Heimaey 1973 vorum við vart komin upp úr bátnum í Þorláks- höfn, þegar Árni birtist þar og fór með okkur rakleiðis á Sel- foss þar sem Gunna tók á móti okkur og bjó okkur heimili inni á heimili þeirra á Austurveg- inum. Þar urðum við bara hluti af fjölskyldunni og bjuggum hjá þeim í nokkrar vikur. Við vorum auðvitað vængbrotin og særð en það auðveldaði lífið að fá strax tilfinningu fyrir því að eiga heimili, sem við svo sannarlega áttum á Austurveginum. Gunna hafði gaman af því að vera innan um fólk og þrátt fyr- ir að sjúkdómur hafi herjað á hana í áraraðir barðist hún áfram með lífsgleði og viljann að vopni. Hún nýtti tímann sem henni gafst vel og sjúkralegan var því ekki löng. Gunna ferðast nú um í óra- víddum eilífðarinnar og mun örugglega ekki láta sig vanta á samkomur og mannfagnaði á þeim slóðum og búast má við að þar hljómi nú hátt og tært; Áfram veginn í vagninum ek ég, við undirleik hljómsveita eilífð- arinnar og bakraddir englakóra. Ég, fyrir hönd okkar fjöl- skyldunnar frá Grænuhlíð 5, maka og afkomenda þakka Gunnu samfylgdina, og allt það sem hún gerði fyrir okkur. Árna, börnunum og öðrum afkomendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi englar og allar góðar vættir umvefja Gunnu okkar í nýjum heimkynnum. Grímur Gíslason. ✝ Heba Halls-dóttir fæddist í Reykjavík 22. janúar 1958. Hún andaðist á Kan- aríeyjum 22. febr- úar 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stefanía Runólfs- dóttir, f. á Önd- verðarnesi, Nes- hreppi í Snæfellssýslu 6. júní 1923, d. 8. maí 2013, og Hallur Sím- onarson blaðamaður, f. í Reykjavík 16. ágúst 1927, d. 21. mars 2001. Systkini Hebu: Símon, f. 2. júlí 1946, d. 28. júlí 2014, Valgarður Ómar, f. 17. mars 1948, Hallur, f. 8. maí 1951, Ásta Ingibjörg, f. 13. janúar 1953, og Hulda Guðrún, f. 12. mars 1960. Heba átti tvö hálf- systkin samfeðra, Steinþór, f. 15. janúar 1952, og Birnu Sigrúnu, f. 24. desember 1966. Heba giftist 8. ágúst 1981 Arn- bergi Þorvalds- syni, f. 20.11. 1956. Börn þeirra Hulda Soffía, f. 6. janúar 1978, maki Matthías Þórarinsson, f. 16. mars 1974, börn Ólafía Heba, f. 3. janúar 2003, Elma Íris, f. 21. ágúst 2004, og Þórunn Birna, f. 3. maí 2012; þau slitu samvistir. Sambýlismaður 1983-2012 Jón Salomón Bjarnason, f. 16. apríl 1958, börn þeirra Hallur Símon, f. 12. ágúst 1987, börn Magnús Máni, f. 6. desember 2009, og Heba, f. 16. janúar 2012; Apríl Sól, f. 18.9. 1988, maki Atli Hjörvar Einarsson, f. 24. mars 1988. Heba lék handknattleik með Víkingi, var lagin í höndunum svo af bar og afbragðs bók- haldari. Hún útskrifaðist 1975 frá Héraðsskólanum á Laug- um, starfaði hjá Dagblaðinu, Davíð Sigurðssyni – Fiat, bók- haldari hjá Aðalendurskoðun og Hörpu. Hún stofnaði eigin fiskvinnslu vestur á Fiskislóð og var lengi eina starfandi konan í greininni. Útför Hebu fer fram í dag, 12. mars 2015, frá kirkju Óháða safnaðarins við Há- teigsveg kl. 14.30. Heba systir mín Hallsdóttir var fimmta af sex systkinum, börnum Halls Símonarsonar og Stefaníu Runólfsdóttur, fædd 1958 í kjallaranum í Sörlaskjóli 12. Stóru kærleiksríku augun hennar bræddu hvert manns- hjarta, og svo var um bróður. Árið 1961 var ég að sendast hjá Agga og Öggu í Bæjarbúðinni Sörlaskjóli níu, nánast beint á móti. Strákur keypti þríhjól handa litlu systur og raunar saumavél og rúbínhring handa mömmu. Það ríkti gleði í kjall- aranum þegar systir hjólaði um Sörlaskjólið eins og enginn væri morgundagurinn. Við vor- um afar náin, systkinin. Ári síðar fluttum við inn í Bústaðahverfi, urðum Víking- ar, tíminn leið. Tuttugu og tveggja ára varð ég kennari við Héraðsskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. Systir fylgdi í kjölfarið og hóf nám í gagn- fræðadeild. Ég var litlu eldri en nemendur, þetta var skemmti- legur tími og við systkin eign- uðumst vini fyrir lífstíð. Fé- lagslífið á Laugum var líflegt og skemmtilegt, ekki síst íþróttalífið sem ég hafði umsjón með. Lífið var handknattleikur í litla íþróttahúsinu, Heba af- burðagóð þar sem blandað var saman strákum og stelpum í lið og ekkert gefið eftir. Svo lá leiðin suður og ég átti því láni að fagna að vera einn af stofnendum Dagblaðsins þar sem hsím var í fremstu víglínu. Heba vann á Dagblaðinu 1977, eignaðist Huldu Soffíu 1978, Hall Símon 1987 og Apríl Sól 1988. Leiðin lá í bókhaldið hjá Fiat, Hörpu og svo fiskinn. Heba var eina konan sem rak fiskvinnslufyrirtæki í landinu, allt lék í höndum þessarar konu. Þegar hsím dó 2001 var sem neisti slokknaði innra með syst- ur. Hún tók lát föður okkar af- ar nærri sér, Bakkus tók yfir. Skelfilegur sjúkdómur alkóhól- ismi. Ég er afar þakklátur að saman fórum við systkin á Há- tíð vonar 2013 þar sem við tók- um á móti Kristi. Heba fór á Hlaðgerðarkot fyrir páskana í fyrra, sótti samkomur Sam- hjálpar og United Reykjavík. Hún hafði fallega trú. En svo varð hún bráðkvödd í fríi á Kanaríeyjum 22. febrúar síð- astliðinn, lát hennar kom sem reiðarlag. Dásamleg kona hefur kvatt þennan heim. Guð blessi minningu Hebu Hallsdóttur. Ég votta börnum, tengdabörn- um og barnabörnum dýpstu samúð. Þegar hér verður hold hulið í jarðar mold, sálin hryggðarlaust hvílir, henni Guðs miskunn skýlir. (Hallgrímur Pétursson) Hallur Hallsson. Heba Hallsdóttir Lýður Björns- son er allur. Hann átti langt og far- sælt ævistarf að baki sem sagn- fræðingur og kennari. Sem sagnfræðingur var Lýður mjög ötull, hann var óþreytandi við rannsóknir sínar og leitaði nýrra heimilda á skjalasöfnum af smitandi krafti og afkastaði miklu. Lýður var afar örlátur maður, deildi gjarnan verkum sínum með öðrum og var áhugasamur um það sem aðrir voru að fást við í fræðunum. Átjánda öldin var Lýði afar hugleikin og skrifaði hann eitt af bindunum í yfirlitssögunni Sögu Íslands um þá öld. Saga Innréttinganna og forystu- manns þeirra, Skúla Magnús- sonar landfógeta, var honum mikið áhugamál. En hann skrif- aði líka rekstrarsögu vefsmiðja og verkstæða Hins íslenska hlutafélags, greinar um iðn- nemana sem fóru utan til að mennta sig, sögu saltverksins fyrir vestan og spunastofunnar fyrir norðan. Honum fannst hin almenna hlið framleiðslunnar ekki síður mikilvæg, fékkst jafnt við afdrif almennra starfs- manna og gengi framleiðslunn- ar og sögu forystumannanna. Brautryðjandaverk hans um málefni Innréttinganna og vef- smiðjanna er mikils virði fyrir þá sem á eftir koma. Lýður var áhugasamur um Reykjavíkursögu og gaf út tvö bindi með bréfum og öðrum frumheimildum til sögu borg- arinnar allt frá kaupstaðar- stofnun. Hann gaf einnig út mikið rit um sögu sveitar- stjórna á Íslandi. Ritaskrá Lýðs er löng og fjölmargt fleira sem hann tók að sér að skrifa um. Hann var enn að hugsa um sagnfræðina fram á síðasta dag, sagði hana halda sér við efnið. Lýður Bakkdal Björnsson ✝ Lýður BakkdalBjörnsson fæddist 6. júlí 1933. Hann lést 25. febr- úar 2015. Útför Lýðs fór fram 11. mars 2015. Ég er þakklát fyrir okkar síðasta spjall á dögunum þar sem við rökrædd- um 18. öldina í þaula. Hann vant- aði upplýsingar um skipstjóra og starfsmenn kon- ungsverslunarinnar síðari í grein sem hann var að vinna að. Einnig var hann að velta fyrir sér hrepp- stjórum á 18. öld og hvernig skipað var í þau embætti á manntalsþingum. Blessuð sé minning Lýðs og sendi ég eiginkonu hans og fjöl- skyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Hrefna Róbertsdóttir. Skólabjallan glymur haustið 1985. Hringt er inn í fyrsta tím- ann hjá Lýð í 5-Y í gamla Versló við Grundarstíg. Næstu ár taka við skemmtilegir stærð- fræðitímar þar sem tölurnar voru oft lagðar til hliðar og við hlustuðum á Lýð segja okkur sögur af landi og þjóð, sem hann naut miklu meira en til- finningalausrar stærðfræðinn- ar. Það var samt alltaf spýtt í lófana þegar próf nálguðust og stærðfræðin kláruð með stæl. Það tókust með okkur bekkj- arfélögunum og Lýð mikil og sterk vináttubönd strax á þessu fyrsta ári okkar saman og hann innsiglaði vináttuböndin þegar hann óskaði sérstaklega eftir því að verða umsjónarkennari okkar síðasta árið okkar í Versló, þegar við vorum í Sex-Y. Eftir það talaði hann alltaf um okkur sem bekkinn sinn, eins og hann kenndi eng- um öðrum. Vináttubönd okkar við Lýð og þrjá aðra kennara leiddu til þess að síðustu 28 ár höfum við bekkjarfélagarnir hist árlega ásamt kennurunum og mökum þeirra, skemmt okk- ur, drukkið og etið. Þar förum við öll yfir hvað hefur á daga okkar drifið frá því að við hitt- ust síðast, ræður og annálar fluttir, (bekkjar-) forsetinn hylltur og einkennislag okkar, „Bjórinn“ kyrjaður. Á hverju ári er eins og maður sé orðinn 19 ára á ný. Núna er kennslustundin á enda, Lýður hefur kvatt okkur, kirkjubjallan glymur og hringt er út í síðasta sinn. Hlýja hans og þolinmæði í garð okkar ær- ingjanna í Sex-Y mun fylgja okkur alla ævi. Eins og hann sjálfur sagði í áritun til okkar á nýlegri bók sem hann gaf út: „Ég stend í mikilli þakkarskuld við ykkur fyrir ræktarsemina í gegnum árin. Hún kom afar þægilega á óvart.“ Hnyttni hans kemur þarna bersýnilega í ljós. Við vorum jú bekkurinn hans og hann var Lýður okkar. Því verður ekki breytt og áfram verður skundað árlega á Holtið og skálað fyrir Lýð, enda næsta kennslustund hafin. Einhver sagði að svo lengi lærir sem lifir og það má svo sannarlega heimfæra það upp á hann Lýð okkar. Hann var ætíð mikill fræðimaður og hafsjór fróðleiks um land og þjóð. Aldr- ei var komið að tómum kof- unum hjá Lýð og hefur þjóðin þar misst mikinn fræðimann. Við bekkjarfélagarnir í Sex-Y vottum Guðbjörgu og fjölskyldu okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Sex-Y, árgang 1987 í Verslunarskóla Íslands, Halldór S. Kjartansson og Daði Friðriksson. Frá fyrstu kynnum mínum við Lýð Björnsson er mér efst í huga sú heiðríkja sem mér fannst vera yfir honum. Hann var einstakt ljúfmenni. Leiðir okkar lágu saman á háskóla- árunum og varð okkur vel til vina. Sú vinátta entist til ævi- loka. Leið Lýðs lá vestan úr Gufudalssveit, um Reykholts- skóla, MR og í Háskóla Íslands, þar sem hann lærði sagnfræði. Síðan sátum við saman í nokkur sumur á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, er hann skrifaði sögu sveitarfélaganna og ræddi þá oft við oddvita sem þangað komu. Eitt sumarið ók- um við saman um sunnanverða Vestfirði og ræddum við odd- vita, m.a. í Arnarfirði og Dýra- firði og hvarvetna leitaði Lýður fróðleiks um hreppamál. Oft- lega leitaði ég til hans um upp- lýsingar um málefni hreppanna að fornu og þá sagði hann stundum: „Viltu ekki rúlla nið- ur brekkuna og við leitum að þessu í heimildum, það er líka heitt á könnunni.“ Það var stutt milli heimila okkar við Háaleit- isbraut og Safamýri þar sem Lýður bjó lengst af. Sem dæmi um greiðvikni hans tók Lýður að minni beiðni fyrir örfáum ár- um sæti í dómnefnd vegna sam- keppni um nafn á húsi sem Fé- lag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni reisti við Hólaberg í Reykjavík. Lýður var afkastamikill, nán- ast sískrifandi og leitandi heim- ilda m.a. í gömlum hreppabók- um. Hann velti mikið fyrir sér uppruna hreppanna og setti fram tilgátu um það efni. Hann skrifaði rækilega um hin ýmsu verkefni hreppanna s.s. fram- færslumál og rakti sögu skóla- halds frá hreppi til hrepps um land allt. Öllu þessu kom hann til skila í hinu miklu ritverki Sögu sveitarstjórnar á Íslandi, sem kom út í tveimur bindum á árunum 1972 og 1979. Áður hafði hann skrifað bókina Skúli fógeti og í tengslum við það var honum hugstæð saga Innrétt- inganna í Reykjavík. Einnig átti hann ritgerðir í Safni til sögu Reykjavíkur. Í framhaldi af þessu skrifaði Lýður sögu nokkurra sveitarfélaga, s.s. Kópavogs og Tálknafjarðar, ennfremur sögu Hitaveitu Reykjavíkur, Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og sögu nokkurra samtaka, s.s. Múrarameistarafélags Reykja- víkur, Meistarafélags húsa- smiða og Kaupmannasamtaka Íslands, svo fátt eitt sé nefnt af bókum hans. Samtals skrifaði hann fjörutíu bækur auk fjöl- margra greina og ritdóma í dagblöð og tímarit. Undir lok seinasta árs gaf Vestfirska for- lagið út bókina Ýmislegt frá fyrri tímum, þættir úr verkum sagnfræðings með efni eftir Lýð. Heilsu Lýðs fór hrakandi síð- ustu árin uns yfir lauk. En það er huggun harmi gegn að lengi mun hvíla mikil heiðríkja yfir minningu hans í huga þeirra sem hann þekktu. Ég sendi Lillu, en svo var Guðbjörg kona Lýðs jafnan kölluð í hópi vinafólksins, Val- gerði Birnu, dóttur þeirra, manni hennar Haraldi Jónas- syni og dóttursyni þeirra Lýði Óskari innilegar samúðarkveðj- ur. Unnar Stefánsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR ÞÓRÐARSON frá Haga, Hringbraut 50, áður til heimilis að Blesugróf 8, Reykjavík, lést 27. febrúar á Minni Grund við Hringbraut. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Minni Grundar fyrir alúð og góða umönnun. . Svandís Ósk Óskarsdóttir, Steinar Jakob Kristjánsson, Ársæll Óskarsson, Eugenia B. Jósefsdóttir, Hrönn Pálsdóttir, Dagný Arnþórsdóttir, Berglind Arnþórsdóttir, Arnþór Arnþórsson, Auður Steinarsdóttir, Björgvin Steinarsson, Ástrós Eva Ársælsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og fóstursonur, SIGURÐUR AXEL HANNESSON, Hólsbraut 23, Borg í Grímsnesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 22. febrúar. Útför hans fór fram í kyrrþey mánudaginn 9. mars frá Akureyrarkirkju. . Sigríður A. Sigurðardóttir, Hannes E. Hartmannsson, Jóhannes Guðnason, Halldór Elfar Hannesson, Jóhann Ingi Hjaltason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.