Morgunblaðið - 12.03.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 12.03.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Að vera með ungu fólki að fást við dýpstu spurningar tilver-unnar og læra áhrifaríkustu hugmyndir heimspekisögunnarer endalaust gefandi og gerir hvern dag sérstakan og skemmtilegan,“ segir Guðrún Hólmgeirsdóttir sem kennt hefur heimspeki í Menntaskólanum við Hamrahlíð helming ævi sinnar. „Þau eru áhugasöm og hugmyndarík, stelpurnar og strákarnir sem ég kenni, flink að tengja heimspekina við reynslu sína og umhverfi.“ Guðrún notar sína eigin kennslubók, Frumtextar í heimspeki. „Í haust býð ég upp á áfanga sem heitir Heimur óperunnar sem Auður vinkona mín Gunnarsdóttir óperusöngkona kennir með mér. Við munum fjalla um sögusvið óperunnar og heimspekina undir, bera saman Don Giovanni og Carmen, La Bohhème og La Traviata, fara á óperuna og í óperubíó.“ Guðrún er í Mótettukór Hallgrímskirkju og var um síðustu helgi í Skálholti að æfa Passíu eftir Hafliða Hallgrímsson sem kórinn flytur á föstudaginn langa. Kórinn er einnig að æfa óratóríuna Salómon eftir Händel sem verður flutt á kirkjulistahátíð í ágúst. „Okkur datt í hug að læra hópdansinn Hornpipe og dansa við Vatnatónlist Händ- els og fengum búninga og hárkollur og dönsuðum sem upphaf að árshátíð sem haldin var í Skálholti um helgina. Hugmyndin breyttist úr léttu flippi í flottan og áhrifamikinn gjörning svo kannski munum við endurtaka leikinn á kirkjulistahátíð.“ Í tilefni af afmælinu verð- ur Guðrún með söng- og dansveislu heima hjá sér. Eiginmaður Guðrúnar er Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor á Árnastofnun. Dætur þeirra eru Jónína Þorbjörg Saswati 15 ára og Anna Pratichi 11 ára. Guðrún Hólmgeirsdóttir er fimmtug í dag Ljósmynd/Einar Baldvin Pálsson Í fullum skrúða Guðrún á árshátíð Mótettukórsins um síðustu helgi. Dansaði barokk með parruk Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. S igmundur Davíð fæddist í Reykjavík 12.3. 1975 og ólst þar upp í Breiðholt- inu og um skeið í Wash- ington og Los Angeles í Bandaríkjunum. Sigmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1994, lauk BS-próf frá við- skipta- og hagfræðideild HÍ 2005 auk hlutanáms í fjölmiðlafræði, stundaði nám í rússnesku og hagþróun Austur-Evrópu sem skiptinemi við Plekhanov-háskólann í Moskvu 1998, stundaði nám í stjórnmálafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla í alþjóðasamskiptum og opinberri stjórnsýslu og stund- aði framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla frá 2002 með áherslu á tengsl hag- rænnar þróunar og skipulagsmála. Sigmundur var bensínafgreiðslu- maður og stundaði verslunarstörf á sumrin og með skóla, var frétta- maður og dagskrárgerðarmaður í hlutastarfi á RÚV á árunum 2000- 2007, m.a. í Kastljósi í nokkur sum- ur, og starfaði við vöruflutninga fyrir Sænsku járnbrautirnar að sumarlagi. Þá vann hann við rann- sóknir og kynningarmál fyrir Við- skipta- og verslunarráð Þýskalands og hefur sinnt ráðgjöf í efnahags- og skipulagsmálum. Sigmundur var forseti Nordiska Ekonomie Studerandes Union 2000- 2002, var einn stofnanda og formað- ur Oxford University Heritage So- ciety, hefur setið í stjórn Oxbridge, stofnaði ásamt fleirum samtökin In Defence of Iceland eftir bankahrun- ið og vann þá að landkynningu og öflun upplýsinga og hugmynda. Hann hefur auk þess verið ötull talsmaður fyrir þeim menningar- og umhverfisverðmætum sem felast í varðveislu og endurnýjun eldri húsa og borgarhverfa og sat í skipulags- ráði Reykjavíkurborgar 2008-2010. Sigmundur varð formaður Fram- sóknarflokksins 2009, var alþm. Reykjavíkurkjördæmis norður 2009-2013 og alþm. Norðaust- urkjördæmis frá 2013. Hann varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra – 40 ára Í pokanum hjá pabba Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug með Sigríði Elínu á ferðalagi í Mið-Evrópu. Sagan og sérkennin eru samfélagsauðlind Húsfriðunarsinninn Forsætisráð- herrann á göngu í gömlu Kaup- mannahöfn. „Íslendingar“ er nýr efnis- liður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.