Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 36

Morgunblaðið - 12.03.2015, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Loksins er allt komið í þann farveg sem þú vildir og þú sérð árangur erfiðis þíns. Ekki dæma þig of hart. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kemst yfir upplýsingar sem þig langar til að deila með öllum heiminum. Ef ekki siturðu alltaf uppi með eitthvað sem þú ert óánægður með. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki hugfallast þótt sam- skipti þín og vinnufélaga þinna gangi ekki snurðulaust með öllu. Ekki skaltu erfa mál- in við nokkurn mann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Heimsmálin eru þér ofarlega í huga og þú finnur til vanmáttar gegn óréttlæt- inu. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Varastu ofríki því það skemmir fyrir hvort heldur um er að ræða samband við samstarfsmenn eða vini. Kannski iðar þú í skinninu eftir að kaupa ótilgreindan hlut. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhver þér eldri og reyndari gefur góð ráð í dag. Einhver þarf að ræða við þig. Taktu til í þínum eigin ranni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það eru kaflaskipti í aðsigi og þú sem hefur haft í meiru en nógu að snúast átt nú allt í einu lausa stund. Láttu þér hvergi bregða, þótt margt beri á góma, heldur sýndu samúð þína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Umræður um sameiginlega ábyrgð og eignir gætu hreinsað loftið. Og það er kannski jafngott. Ef þú tekur því með bros á vör ertu mjög þroskaður. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hefur þú einhvern tímann fund- ið lyktina af fræi? Dáðst að margbreyti- leika þess og lit? Líklega ekki. Treystu hug- myndum sem þú færð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þegar þú velur hafnarðu öllu sem er ekki hluti af því vali. Leyfðu vits- munalífinu að hafa áhrif á tilfinningar þín- ar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er lag að dusta rykið af áætlunum sem þú hafðir um stækkun eða umbætur á heimilinu. Metnaðurinn hrein- lega skín af þér. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú laðast að eldra fólki því þér finnst þú geta sótt leiðsögn til þess. Að sama skapi skaltu ekki trúa öllu sem þér er sagt í dag varðandi heilsu þína. Ég fór á bókamarkaðinn ograkst þar á Sóldægur, ljóða- bók eftir Jón Björnsson, sem út kom árið 1922. Jón fæddist á Efsta- koti á Upsaströnd 1891, stundaði sjómennsku og verslunarstörf en sneri sér síðan að blaðamennsku uns hann gerðist blaðamaður við Ísafold og síðan Morgunblaðið (1918-28). Þá sneri hann aftur norð- ur og varð ritstjóri og stofnandi Norðlings á Akureyri. Hann dó árið 1930. Ljóð Jóns vöktu athygli á sínum tíma og bera þess merki að þau eru ort á öndverðri síðustu öld. „Vísur vandræðamannsins“ eru skemmti- legt kvæði, hrein lýrik: Eg er eins og jurtin, sem orðin er tóm rót og aldrei lyftir blómi ljósinu mót. Eg er eins og vitinn, sem aldrei bjarmar frá, því engin kom höndin að kveikja mér á. Ég er eins og báturinn brimsænum á, sem aldrei fékk neitt stýri, streng eða rá. Eg er eins og lindin, sem leitar farveg að, – því ós minn og upphaf eru á sama stað. Eg er eins og fuglinn, sem flugþrána á, en hefur enga vængi er hefji hann jörðu frá. Ljóð Jóns geyma tungutak horf- inna starfs- og atvinnuhátta. Þeir ýta úr vör. – Það er útsunnanvindur, næðinganótt og norðljósasindur. Siglan er reist. – Nú sýður á keipum, titrar hver súð og tognar úr reipum. Hafnar-Björn heldur um hjálmunvöl. Að skautinu gætir Gunnar á Möl. Sigla þeir mikinn en mæla fátt. – Löngum er byljótt landsunnanátt. Hér er vel kveðið og Jóni tekst að byggja upp spennu, – en ekki er rúm til að leysa úr þeirri gátu, hvernig ljóðinu lýkur. Eg sigli út á sæinn frá svartri og grýttri strönd. Seiðir mig syndlaust hafið. Sólin gyllir lönd. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Aldar gömul ljóð síns tíma Í klípu „HVERNIG MYNDIR ÞÚ MERKJA ÞÉR OKKAR SVÆÐI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GEMMÉR LYKLANA. MAMMA SAGÐI AÐ ÉG MÆTTI FÁ BÍLINN LÁNAÐAN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera ástfanginn fyrir lífstíð. GRETTIR HEGÐAR SÉR MIKLU BETUR ÞEGAR ÞÚ ERT HÉRNA, LÍSA. ERTU AÐ FARA BRÁÐUM? Í ALVÖRUNNI? HÉRNA KEMUR ÓVINURINN! ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ SÝNA ÞEIM... ...HVERJIR ÞIÐ ERUÐ! MENNIRNIR SEGJA AÐ ÞEIR VILJI FREKAR VERA NAFNLAUSIR... SKRA FS HVÍSKUR HVÍSKUR Hvað er hægt að ræða annað enveðrið þessa dagana? Snjórinn eftir síðustu hríð er ekki fyrr horfinn á brott en næsta bylgja skellur á. Svo rignir inn á milli, þannig að allt- af er tryggt að ef það er ekki ófært vegna blindhríðar, þá er slabb og vesen út um allt. x x x Víkverji tók eftir því að meira aðsegja myrkrahöfðinginn Adolf Hitler er kominn með skoðun á veðr- inu, en klippa með honum gengur nú ljósum logum á netinu. Þar er reyndar um að ræða frægt atriði úr hinni stórgóðu kvikmynd Der Un- tergang, þar sem búið er að setja vísvitandi skakkan texta við málið. x x x Í upprunalega myndbandinu eruhershöfðingjar Hitlers að greina frá ástandinu á lokadögum stríðsins, en Hitler stendur í þeirri trú að ein lokaárás geti snúið hlutunum við. Þegar honum er sagt að ekki hafi orðið af árásinni missir Hitler hrein- lega vitið og hellir sér yfir hershöfð- ingja sína. Atriðið sjálft er mjög kraftmikið og spennuþrungið, sem gerir afraksturinn enn fyndnari þeg- ar búið er að breyta því sem Hitler segir við hershöfðingja sína. x x x Tæplega er þó landsmönnum hlát-ur í hug þegar ekki sér fyrir endann á þessum vonlausa vetri. Til að mynda sá Víkverji fram á það að þurfa að eyða öllu þriðjudagskvöld- inu í vinnunni, þar sem tveir hjálp- legir bílstjórar höfðu náð að festa bíla sína í skafli og loka þar með á báðar akstursleiðirnar frá Hádegis- móum. Sem betur fer tókst þó að losa þá tiltölulega fljótt. x x x Víkverji telur því dagana niðurfram að sumri. Hann hefur þó mestar áhyggjur af því að þessi öm- urlegi vetur eigi eftir að draga lang- an dilk á eftir sér inn í sumarið og skilja eftir sig djúp spor á skapi landsmanna. víkverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum og veitt oss óforgengilega, flekklausa og ófölnandi arfleifð sem yður er geymd á himnum. (Fyrra Pétursbréf 1:3-4)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.