Morgunblaðið - 12.03.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 12.03.2015, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Degi eftir að þýski arkitektinn Frei Otto lést, 89 ára að aldri, var til- kynnt að hann hlyti hin virtu Pritz- ker-arkitektúrverðlaun, hin þekkt- ustu sem veitt eru í þeim geira. Er þetta í fyrsta skipti sem látinn arki- tekt hreppir þau en Otto fékk að vita í fyrra að verðlaunin væru hans og segja aðstandendur það hafa glatt hann mikið. Frei Otto er þekktastur fyrir að hafa hannað tjaldþakið yfir ólymp- íuleikvanginn í München, þar sem leikarnir voru haldnir árið 1972 og úrslitaleikur HM í knattspyrnu leik- inn tveimur árum síðar. Otto lagði ekki síst áherslu á hönnun slíkra léttra skjólvirkja og vann á löngum ferli með mörgum öðrum snjöllum arkitektum að úr- lausnum flókinna verkefna. „Ferill Ottos er fyrirmynd margra kynslóða arkitekta og áhrif verka hans mikil,“ segir stjórnar- maður Pritzker-stofnunarinnar sem veitir verðlaunin. Þau voru fyrst veitt árið 1979 og meðal verð- launahafa má nefna Philip Johnson, I.M. Pei, Oscar Niemeyer, Frank Gehry og Shigeru Ban. Ljósmynd/Atelier Frei Otto Warmbronn Tjaldþök Otto hannaði hin frægu þök ólympíuleikvanganna í München. Frei Otto hlýtur Pritzker-verðlaunin  Verðlaunin kynnt degi eftir andlát VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Verkið fjallar um heilunarferli konu sem heitir Unnur. Í erfi- drykkju eiginmanns síns, sem drap sig úr dugnaði, áttar hún sig á því að hún veit ekki lengur hver hún er og að hún hefur ekkert aðdráttarafl lengur. Hún kynnist síðan öðrum draumlyndum manni með drama- tískum afleiðingum. Verkið gerist á einhvers konar göngudeild þar sem Unnur finnur leið til bata,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir sem fer með hlutverk Unnar í leikritinu Seg- ulsvið eftir Sigurð Pálsson í leik- stjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í Kass- anum í kvöld. Gretar Reynisson hannar leikmynd, Þórunn María Jónsdóttir búninga, Halldór Örn Óskarsson og Magnús Arnar Sig- urðarson lýsingu, en Úlfur Eldjárn semur tónlist. Kristín sterkur leiðtogi „Unnur leitar í krafta sem eru Nóttin og Rigningin til að reyna að lækna sig. Það sem er svo skemmti- legt við þetta verk er að þetta er ekki saga manneskju sem verður geðveikari og geðveikari, heldur saga manneskju sem er í algjöru áfalli og nær að læknast og verða heil. Það er mjög flott hjá höfundi að skoða söguna með þessum hætti,“ segir Elma Stefanía. Með hlutverk Næturinnar fer Lilja Nótt Þórarins- dóttir og Rigninguna leikur Svandís Dóra Einarsdóttir. Með hlutverk draumlynda mannsins sem nefnist Diddi fer Snorri Engilbertsson, en Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson leika Systu og Gísla sem vinna á göngudeildinni. Spurð hvernig verkið hafi komið henni fyrir sjónir þegar hún las það fyrst svarar Elma Stefanía: „Mér fannst það mjög spennandi og það hefur verið einstaklega gaman að rannsaka þetta viðfangsefni í upp- setningunni,“ segir Elma Stefanía og tekur fram að sér finnist alltaf spennandi að takast á við ný íslensk verk. „Síðan spillir ekki fyrir að Sig- urður hefur alltaf verið í miklu uppá- haldi hjá mér. Þegar ég heyrði að Kristín væri að fara að leikstýra þessu fannst mér ekki spurning að vera með. Það er svo skrýtið að þótt heimur verksins sé mjög óraunveru- legur og draumkenndur býr verkið yfir miklum skilningi, sem við náum vonandi að miðla.“ Að sögn Elmu Stefaníu hefur samstarfið við leikstjórann verið sérdeilis lærdómsríkt. „Ég hef lært mjög mikið af Kristínu, en sam- starfið hefur verið bæði gefandi og skemmtilegt. Kristín er alltaf opin fyrir samræðum, sem er mjög mikill kostur hjá leikstjórum. Kristín hefur sem leikstjóri afar sterka og flotta sýn, en er samt ávallt tilbúin að hlusta og ræða málin. Hún er mjög sterkur leiðtogi þannig að maður er alveg öruggur í hennar höndum.“ Framtíðin óráðin Elma Stefanía ber meðleikurum sínum vel söguna. „Eggert og Ólafía Hrönn eru svo hrikalega fyndin að ég hef iðulega verið í hláturskasti á æfingum. Ég held raunar að ég hafi sjaldan hlegið jafnmikið á einu æf- ingatímabili. Það er búið að vera rosalega gaman þó svo að undirtónn leikritsins sé háalvarlegur.“ Að- spurð hvort hlutverk Unnar hafi kallað á rannsóknarvinnu svarar Elma Stefanía því játandi. „Það er þó erfitt að benda á eitthvað eitt, því allt sem þú lest, allt sem þú horfir á í tengslum við verkið og allar sam- ræður nýtast manni í sýningunni. Þetta er bara stöðug leit. Ég hef frá því ég var í leiklistarnámi við LHÍ alltaf málað myndir á æfinga- tímabilinu sem hafa hjálpað mér í karaktervinnunni. Ég gerði það líka að þessu sinni, en í fyrsta sinn rataði myndin mín inn í sjálfa sýninguna,“ segir Elma Stefanía sem hefur síðan hún útskrifaðist úr LHÍ vorið 2013 verið fastráðin við Þjóðleikhúsið og þar fengið að kljást við ólík og krefj- andi hlutverk á borð við Abigail Williams í Eldrauninni, Herbjörgu Maríu unga í Konunni við 1000° og Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki. Spurð hvað sé framundan hjá henni segir Elma Stefanía það enn óráðið. „Ég er mjög þakklát fyrir þessi flottu, dramatísku og krefjandi hlutverk sem ég hef fengið að takast á við hjá Þjóðleikhúsinu. En hvað framtíðina varðar þá er hún óráðin. Það er ýmislegt spennandi í farvatn- inu sem ég er að skoða.“ Þess má að lokum geta að rætt verður um sýninguna í svokölluðu leikhúskaffi í Gerðubergi mið- vikudagskvöldið 25. mars auk þess sem boðið verður upp á umræður eftir 6. sýningu hinn 27. mars nk. Gaman að kljást við nýtt verk  Þjóðleikhúsið frumsýnir Segulsvið eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur Ljósmynd/Eddi Ástarbál Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson í hlutverkum sínum sem Unnur og Diddi. Heil Elma Stefanía og Svandís Dóra Einarsdóttir sem Unnur og Rigningin. NÁNARÁWWW.GAP.IS HEIMAPAKKINN! SEM BIGGEST LOSER KEPP ENDUR FENGU MEÐ SÉR HEIM! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5200200 ·GAP.IS TAKTUMÁLIN Í ÞÍNARHENDUR OGÆFÐUHEIMA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.