Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, tók floppídisk til um morguninn og notaði innvolsið úr honum til að horfa á sólmyrkvann. Uppseld gleraugu stöðvuðu engan Læknar á þvagfæraskurðlækningadeild Landspítalans tíndu til röntgenmyndir af sjúklingum og horfðu í gegnum þær á sólmyrkvann af svölum spítalans. Lengst til hægri stendur Rut Skúladóttir deildarlæknir og þá Árni Stefán Leifsson og Eiríkur Guðmundsson þvagfæraskurðlæknar. Nágranni Ólafar Hugrúnar Valdi- marsdóttur leikkonu, Hafsteinn Kröyer, kom henni til bjargar og lánaði henni logsuðugrímuna sína. Rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir notaði gleraugu sem hún notaði í barnaskóla, á þeim tíma þegar „náföl börn“ voru send í ljósameðferð eins og hún orðar það sjálf. Ásta Guðrún Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur reyndi að bjarga sér með margföldum sólgleraugum. Leikarinn Gói, Guðjón Davíð Karlsson, notaði sótað gler eins og föðuramma hans, Magnea Þorkelsdóttir, útbjó fyrir son sinn, Karl Sigurbjörnsson fyrrverandi biskup, þá sjö ára, fyrir sólmyrkvann 1954. ÞEGAR HLÍFÐARGLERAUGU FYRIR SÓLMYRKVANN SELDUST UPP REDDAÐI ÞJÓÐIN SÉR MEÐ HEIMA- TILBÚNUM RÁÐUM. HÉR ER BROT AF ÞVÍ BESTA. Vettvangur Ætli einhver hér á landi sé mjög áframum að sett verði lög um heiti textíl-trefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textíl- vara? Nei. Ætli slík lög séu nauðsynleg til varnar almannaheill? Nei. Ætli einhver á Ítal- íu, Írlandi eða í öðru Evrópulandi hafi misst svefn yfir því að hér á landi séu ekki í gildi lög um þetta? Nei. Samt var íslenska ríkinu stefnt fyrir EFTA-dómstólnum um daginn vegna þessa, og situr uppi með málskostnaðarreikn- ing vegna dómsmálsins sem í raun var tilefn- islaus þar sem Ísland viðurkenndi strax sök. Talningarmenn í Brussel hafa miklar áhyggjur af því að Ísland innleiði ekki nógu hratt regluverk ESB. Við verðum bara að standa okkur betur, segja embættismennirnir hvetjandi rétt eins og um sé að ræða Evr- ópumeistaramót í innleiðingu. Það gleymist hins vegar að nefna að oft er málefnaleg skýr- ing á töfinni. Það kann að koma í ljós, löngu eftir að ESB regla er afgreidd af embættis- mönnum í Sameiginlegu EES nefndinni (sem er nokkurs konar anddyri sem allar ESB regl- ur þurfa að fara í gegnum áður en þær verða lögfestar hér á landi) að reglan kallar á um- talsverðar breytingar á íslenskum lögum og þeir sem reglan varðar þurfa lengri tíma til aðlögunar. Þá kunna sumar ESB-gerðir að vera svo ómerkilegar að eðlilegt er vinna við innleiðingu þerra tefji ekki mikilvægari vinnu hér á landi. Svo eru til gerðir sem embættis- menn Íslands hefðu átt að koma í veg fyrir að þyrfti yfirleitt að innleiða hér á landi. Fullt af gerðum ESB er þess eðlis að þær eiga ekki nokkurt erindi við íslenskan veruleika. Innleið- ing þeirra hér á landi væri eintóm sýndar- mennska. Sem dæmi má nefna nýja tilskipun ESB sem hækkar viðmiðunarfjárhæð trygg- ingarverndar bankainnistæðna. Ísland, sem gat ekki í bankahruninu uppfyllt skyldu um að tryggja innistæður að lágmarki 20 þúsund evr- ur mun innan skamms innleiða hina nýju til- skipun sem kveður á um 100 þúsund evra lág- markstryggingarvernd! Innleiðingarhalli er ekki áhyggjuefni heldur miklu frekar hin stjórnlausa innleiðing. Rétti- lega hefur verið bent á að Ísland hefur á að skipa færri embættismönnum í Brussel og í ráðuneytum heldur en til dæmis Noregur. Er sanngjarnt að búast við öðru? Ísland gæti seint staðið jafnfætis Noregi hvað umfang stjórnsýslu varðar, sem betur fer. Hins vegar er fyrir löngu ljóst að áherslur íslenskra emb- ættismanna í EES samstarfinu þurfa að breyt- ast. Ísland fullgilti EES-samninginn ekki vegna samstarfsins sem slíks heldur vegna hagsmuna þjóðarinnar. Fyrst og fremst þarf að gæta að þeim hagsmunum. Keppnisskapið í samstarfinu má ekki draga úr því hlutverki embættismannanna. Evrópumótið í innleiðingu * Látum kappið ekki berafegurðina ofurliði. Ein-kunnarorð Valsmanna eiga vel við í EES-samstarfinu. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Valentína Björnsdóttir, eigandi Krúsku og Móður náttúru, átti án efa frumlegustu en um leið gagnslausustu sólmyrkvunarhlíf gærdagsins en hún batt kínakál utan um höfuðið á sér. Guðni Einarsson, blaðamaður Morg- unblaðsins, límdi framköllunarfilmur framan á sólgleraugun sín og horfði á sólmyrkvann úr Hádegismóum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.