Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Page 17
* Þú þarft að skilja fortíðinaeftir í fortíðinni
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Falleg handskrifuð bréf
Hvar og hvenær? Borgarbókasafninu, Grófinni 1, sunnudag kl. 15-16. Nánar: Í smiðj-
unni á bókasafninu verður allt efni til staðar fyrir fjölskyldur til þess að skrifa sendibréf til
ástvina. Slík bréf eru fátíð en afar sjarmerandi. Þegar sendibréfið er tilbúið fær hver og einn
frímerki og mun pósturinn sjá um að koma því til skila en póstkassi verður á staðnum.
Tímon og Púmba
Lára Björg Björnsdóttir, ráðgjafi hjá
KOM almannatengslum og rithöf-
undur, og Tryggvi Tryggvason við-
skiptafræðingur eiga tvo syni, Björn
Óttar þrettán ára og Ólaf Benedikt
þriggja ára. Fjölskyldan býr í Vestur-
bæ Reykjavíkur og segir Lára að
yngsti fjölskyldumeðlimurinn stjórni
hvað sé horft á þegar menn skelli sér í
sófagláp.
Þátturinn sem allir geta horft á? Nýj-
asta æðið á heimilinu er Unbreakable
Kimmy Schmidt. Þættirnir fjalla um
þrítuga konu sem flytur til New York-
borgar eftir að hafa verið föst í neð-
anjarðarbyrgi frá því hún var 15 ára.
Tina Fey úr 30 Rock bjó þættina til og
framleiðir þá líka. Þeir eru stórkostleg
skemmtun og hellaðri en 30 Rock ef
hægt er. Ef litla þriggja ára dýrið er
ennþá vakandi þá ræður hann auðvitað
og allir horfa á Toy Story. Eða Madagasc-
ar. Nú eða Nemo. Og já, við kunnum
myndirnar utan að. Og nei, þetta verður
aldrei þreytt (ég er að ljúga).
Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum?
Ekki séns. Þess vegna er eldamennskan á
heimilinu oft mjög mikið vesen, drengirnir fá hvor sinn
réttinn og svo er eitthvað annað fyrir okkur hjónin. Og
veistu hvað? Ég er ekki með uppþvottavél. Eg vaska
allt upp. Alltaf. Eins og ekkert sé eðlilegra.
Þú veist hvernig fólk lætur sem fer í útilegur
eða í bústaðinn og er bara: „Ó, það var engin
uppþvottavél, varð að vaska allt upp eins og í
gamla daga … hehe.“ Þannig er líf mitt alltaf.
Skemmtilegast að gera saman? Okkur
finnst ágætt að rölta út á Kaffitár á Þjóð-
minjasafninu um helgar. Sérstaklega þegar
Birna Anna, systir mín sem býr í New York, er
á landinu með litlu dætur sínar tvær (þær heita báðar í höfuðið á mér) og manni
sínum. Þá hittumst við nánast undantekningarlaust á Kaffitári með foreldrum
okkar og öllu barnastóðinu. Við þömbum þrefalda latte, borðum ristað brauð og
kvörtum í foreldrum okkar yfir því hvað við erum þreyttar og bugaðar eftir
slitróttan nætursvefn út af ungbörnunum (lúmsk leið til að fá pössun sama dag
og/eða kvöld og málið dautt).
Borðið þið morgunmat saman? Þú hlýtur að vera að grínast.
Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við reynum að vera
ekki hvert fyrir öðru.
Er komið plan fyrir sumarið? Nei. Eins mikið skipulagsfrík og ég get nú verið
þá hef ég aldrei planað sumarfrí með löngum fyrirvara. Það er eitthvað þrúg-
andi við að þurfa að hugsa um flugferð marga mánuði fram í tímann. Og allt
sem gæti farið úrskeiðis líka. Síðan fær maður líka svo mikla samúð og vorkunn
frá öllum allt vorið þegar maður dæsir: „Já nei nei, ætli maður fari nokkuð í
sumar …“ Og svo stekkur maður kannski til Kanarí með þriggja daga fyr-
irvara. Og þá er lykilatriði að láta engan vita.
EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR
Vaskar allt upp, eins og
ekkert sé eðlilegra
Ofverndun foreldra í garð barna
sinna getur orðið til þess að barnið
hreyfi sig minna og stundi síður
hvers kyns íþróttir. Þetta kemur
fram í apríl-útgáfu Preventive Me-
dicine í Bandaríkjunum. Rannsóknin
var unnin frá árinu 2002-2007 í
Queen’s-háskólanum í Ontario í
Bandaríkjunum og voru 724 for-
eldrar skoðaðir sem áttu börn á
aldrinum 7-12 ára, voru frumburðir
þeirra og fædd í Bandaríkjunum og
Kanada. Rannsóknin sýndi fram á
það að börn sem áttu foreldra sem
voru mikið innvinkaðir í líf þeirra,
bæði í námi, félagslífi og íþróttum,
voru líklegri til þess að eyða minni
tíma utandyra. Börnin hjóluðu eða
gengu síður í skólann, enda for-
eldrar til staðar sem gátu skutlað
þeim. Börnin heimsóttu síður vini
sína og eyddu síður tíma á leik-
völlum í nágrenninu miðað við þau
börn sem áttu foreldra sem voru síð-
ur innvinklaðir í líf barna sinna.
Um 64% barnanna í rannsókninni
vildu helst leika sér í garðinum
heima við eftir skóla, að minnsta
kosti þrisvar í viku. Aðeins 12% léku
sér úti á götu og nokkrir áhættu-
seggir eitthvað frá heimilinu. Um
fjórðungur hjólaði eða gekk í skól-
ann eða í heimsókn til vinar og að-
eins færri léku sér á leiksvæðum í
grenndinni. Þátttaka í hvers kyns
íþróttum eftir skólatíma var um
26%.
Ofverndun barna eða „hyper-
parenting“ hefur góða meiningu og
hugsun slíkra foreldra er iðulega sú
að börnin fái óskipta athygli foreldra
sinna og eyði meiri tíma með þeim.
En að mati rannsakenda sýnir rann-
sóknin fram á að slík uppeldisleið
geti haft þveröfug og fremur nei-
kvæð áhrif á heilsu barna.
NÝ RANNSÓKN UM SAMSKIPTI BARNA OG FORELDRA
Ofverndun foreldra upp-
skrift að hreyfingaleysi?
Ofverndun foreldra eða „hyperparenting“ í garð barna sinna getur orðið til
þess að barnið hreyfi sig minna og stundi síður hvers kyns íþróttir.
Morgunblaðið/Eggert
Hin Alþjóðlega Barnakvikmyndahá-
tíð verður haldin í þriðja sinn í Bíó
Paradís, dagana 19.-29. mars. Ýmsar
vandaðar barna- og unglingamyndir
víðs vegar að úr heiminum verða
sýndar á hátíðinni sem flestar eru
annars ekki teknar
til sýninga á Ís-
landi. „Tilgang-
urinn með Al-
þjóðlegu
Barnakvikmynda-
hátíðinni er að efla
kvikmyndalæsi
barna á Íslandi,
ásamt því að bjóða
upp á fjölbreytta
og alþjóðlega dagskrá fyrir börn og
unglinga í Reykjavík,“ segir Helga
Bryndís Ernudóttir, framleiðandi
hátíðarinnar. Kvikmyndirnar á há-
tíðinni henta börnum frá þriggja ára
aldri og upp úr en auk þess verða
fjölbreyttir viðburðir á dagskrá.
„Fyrsta námskeiðið í leiklist fyrir
kvikmyndir verður haldið í dag,
laugardag, en það er leikstjóri opn-
unarmyndarinnar AntBoy, Ask Has-
selbalch, Bragi Þór Hinriksson, leik-
stjóri Algjör Sveppi myndanna og
Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari og leik-
stjóri, sem stýra námskeiðinu.“
Þá verður teiknimyndagerð-
arnámskeið haldið næstu helgi, 28.
mars, sem Hilmar Sigurðsson og
Gunnar Karlsson, teiknimyndagerð-
armenn stýra. Hægt er að ská sig á
www.bioparadis.is. Fleira verður á
döfinni og má nálgast helstu upplýs-
ingar á heimasíðunni.
Í ár er þema hátíðarinnar friður
en hugtakið hefur ávallt verið áber-
andi í barnakvikmyndum. Hér er
kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að
eiga notalega stund í skemmtilegri
bíóferð utan skólatíma.
Verndari hátíðarinnar er frú Vig-
dís Finnbogadóttir.
The Neverending Story eða Sagan endalausa verður sýnd á hátíðinni.
Vilja efla kvikmyndalæsi
barna og unglinga
Ottó nashyrningur er dönsk teiknimynd eftir bók Ole Lund Kierkegaard.
FRIÐUR RÍKJANDI Í BARNAKVIKMYNDUM
Helga Bryndís
Ernudóttir
„Hundurinn minn var búinn að
vera í meðferðum hjá dýralækni
í heilt ár vegna húðvandamála
og kláða, þessu fylgdi mikið
hárlos. Hann var búinn að vera
á sterum án árangus. Reynt
var að skipta um fæði sem bar
heldur ekki árangur. Eina sem
hefur dugað er Polarolje fyrir
hunda. Eftir að hann byrjaði að
taka Polarolje fyrir hunda hefur
heilsa hans tekið stakkaskiptum.
Einkennin eru horfin og hann er
laus við kláðann og feldurinn
orðinn fallegur.“
Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi
Sími 698 7999 og 699 7887
Náttúruolía sem
hundar elska
Við Hárlosi
Mýkir liðina
Betri næringarupptaka
Fyrirbyggir exem
Betri og sterkari fætur
NIKITA
hundaolía
Selolía fyrir
hunda