Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 18
Ferðalög og flakk Samkeppni í sumar Carrie og vin- konur eru miklar New York-gellur. *Bæði Icelandair og Delta fljúga beint á NewYork frá Keflavík. Delta hefur flug 1. maí, flýg-ur fimm sinnum í viku og lendir á Kennedy-flugvelli. Icelandair flýgur sex til sjö daga íviku á JFK árið um kring og fjóra til fimmdaga í viku á Newark-flugvöll. Báðir vellirnireru álíka langt frá Manhattan, annar vestan megin en hinn austan megin. gengið fram á Rockefeller Center, með frægu skautasvellinu. Björk og beyglur Í þar-þar-næstu götu er MoMA- nútímalistasafnið, þar sem nú stend- ur yfir sýning tileinkuð Björk. Ögn lengra norður, upp fimmta breið- stræti, er aðalverslun Tiffany’s, þar sem rándýr djásn prýða sýning- arskápana og Audrey Hepburn nartaði í beyglu forðum daga. Þaðan er örstutt í leikfangabúðina FAO Schwartz, þar sem enn er spil- að á risa gólf-píanó rétt eins og í kvikmyndinni Big, með Tom Hanks. Nú er ferðalangurinn kominn að suðausturhorni Central Park og gaman að rölta þar um ef orkan leyfir. Ef farið er þvert yfir garðinn upp að 72. stræti má finna lítinn N ew York er ekki borg, heldur heill heimur. Hægt væri að skrifa langar ferðagreinar um hvert einasta hverfi, þar sem úir og grúir af söfnum, sögulegum bygg- ingum, verslunum, veitingastöðum og skemmtistöðum. Í hverri ferð til borgarinnar er hægt að uppgötva eitthvað ævintýralegt og einstakt, og upplifun út af fyrir sig að lifa og hrærast í þessari orkumiklu borg sem aldrei sefur. Sjá má margar bestu hliðar borg- arinnar á tiltölulega smáum reit og gott að byrja árla dags á Times Square, sem sumir kalla gatnamót alheimsins. Sagt er að ef þú vilt hitta einhvern þá þurfirðu bara að standa nógu lengi á Times Square, því fyrr eða síðar eiga allir leið um þetta litríka torg. Í fimmtán mínútna göngufjarlægð þaðan er Grand Central Terminal, ein helsta lífæð borgarinnar. Hvelf- ingin í aðalsalnum er skreytt með lágmynd sem sýnir stjörnumerkin, en listaverkið var um langt skeið hulið á bak við þykkt lag af sóti. Ef gengið er tíu mínútur í suður má finna Empire State-bygginguna og taka eina góða „selfie“ með út- sýni yfir alla borgina, en ef í staðinn er arkað tíu mínútur í norður er reit tileinkaðan minningu Johns Lennons sem var skotinn þar skammt frá. Ef, hins vegar, neð- anjarðarlestin er tekin áfram upp fimmta breiðstræti má heimsækja Metropolitan-listasafnið og Guggen- heim-safnið. Sá sem hefur farið þennan hring hefur frá miklu að segja en ævintýr- ið er bara rétt að byrja: Kínahverf- ið, söguslóðir samkynhneigðra í Greenwich Village, Litla Ítalía, Wall Street, Frelsisstyttan, höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna, leikhúsin á Broadway, óperusýningarnar í Met- ropolitan-óperuhúsinu, söguslóðir Carrie og vinkvenna úr Beðmálum í borginni, minnisvarðinn um World Trade Center. Listinn er endalaus og borgin hættir aldrei að koma á óvart. Ljósmyndir/Wikipedia - Scracer357 og Chenisyuan Í leikfangaversluninni FAO Schwarz bregða starfsmenn reglulega á leik á stóru gólf-píanói sem lék stórt hlutverk í Tom Hanks-kvikmyndinni Big. BORG VIKUNNAR: NEW YORK Hápunktar New York á einum degi Á MANHATTAN ER EKKI LANGT AÐ GANGA Á MILLI SUMRA ÁHUGAVERÐUSTU VIÐKOMUSTAÐA BORGARINNAR. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Aðalsalur Grand Cent- ral lestarstöðvarinnar iðar af lífi, en alltof fáir líta uppog sjá skreyting- arnar í loftinu. Times Square er einstakur staður og steinsnar frá heimsfrægum leikhúsum. Eitt af því fyrsta sem heimamenn kenna erlendum gest- um er að það má heimsækja sum vinsælustu söfn borgarinnar ókeypis. Ef farið er, til dæmis, í Metro- politan-listasafnið er vissulega birt verðskrá við miða- sölugluggann, en þar stendur skrifað með smáu letri „suggested admission“. Sagan segir að þetta sé vegna gamalla lagaákvæða sem skyldi safnið til að bjóða upp á ókeypis aðgang og auglýst verð því bara vinsamleg til- mæli. Í sjálfu sér er aðgangseyririnn ekki dýr hjá Metro- politan, eða 25 dalir á mann, og ágætt að styðja við bakið á starfi safnsins en gott að vita af þessum af- sláttarmöguleika ef fjárhagurinn er mjög tæpur. LEYNDARMÁL HEIMAMANNA Ekki þarf að borga í öll söfnin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.