Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 21
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Bíla- og vélavörur
...sem þola álagið!
Það borgar sig
að nota það besta!
Viftur
HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir
Stýrisendar
og spindilkúlurViftu- og tímareimar
Kúplingar- og höggdeyfar
Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Hvergi er meira um þrumuveður
en í Pýreneafjöllunum og Ásta segir
þau geta orðið mjög hættuleg.
Nauðsynlegt sé að leita skjóls um
leið og þrumurnar nálgast. „Við
lentum í einu slíku veðri þegar vika
var eftir af ferðinni. Það varð okkur
til happs að hjón frá Katalóníu voru
að ganga með okkur og þau sögðu
okkur að tjalda undir eins þegar
þau skynjuðu hvað var í aðsigi. Við
fundum smá grasbleðil og rétt náð-
um að troða tjöldunum niður áður
en eggjastór haglél dundu á okkur.
Þetta var algjört gjörningaveður.
Án tjaldsins hefðum við orðið blá og
marin.“
Rétt náði að grípa í stein
Þau þáðu ekki bara holl ráð, voru
líka svo lánsöm að geta liðsinnt öðr-
um. Það voru hollensk feðgin, mað-
ur og tvær ungar dætur hans, sem
voru í sjálfheldu í brekku í einu
skarðinu. Þá sporaði Ásta fyrir þrjá
Spánverja sem voru illa búnir til að
fara gegnum brattan snjó á gömlum
hvilftarjökli á leiðinni. „Þeir voru
bara á léttum hlaupaskóm sem
höfðu ekkert bit á ísnum og voru
mjög þakklátir.“
Minnstu munaði að Ásta stórslas-
aði sig við þetta góðverk en henni
skrikaði fótur efst í snarbrattri
snæviþakinni hlíð og rétt náði að
grípa í stein á síðustu stundu.
Þá má geta þess að Halldór
bjargaði skjaldböku, Hermanni að
nafni, frá bráðum bana. Færði hana
af vegi áður en stór trukkur ók þar
hjá.
Mikið dýralíf er á leiðinni, má þar
nefna múrmeldýr, gemsur, fiðrildi,
naut, fjallageitur og þá er hermt að
einn skógarbjörn sé þarna að finna.
„Sem betur fer rákumst við ekki á
hann,“ segir Ásta.
Gangan tók að vonum verulega á
og þess má geta að Halldór léttist
um tuttugu kíló í ferðinni. „Hann
var mjög ánægður með það,“ segir
Ásta, „langaði mest að fara GR 10
til baka og enda í kjörþyngd.“
Ásta Þorleifsdóttir og
Halldór Björnsson á leið-
arenda við Miðjarðarhafið
eftir velheppnaða göngu.
Halldór veður yfir
fljót við Repumoso.
Horft niður í
Piñeda-dalinn.
Aigüestortes i Estany de Sant Maurici-þjóðgarðinum.
* Þrátt fyrirþrjátíu árafjallareynslu, kort
og GPS-tæki tókst
okkur að villast.