Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 22
Unglingar misreikna sig. Margoft hefur verið skrifað um slæm áhrif svefnleysis á námsárangur ung- menna en af hverju sofa þau svona lítið? Hollensk rannsókn bendir til að það séu ekki bara tölvur og snjallsímar eða sjónvarp sem halda fyrir þeim vöku. Þau halda oft að þau þurfi ekki að sofa mik- ið, séu það sem kallast „short- sleepers“ – einstaklingar sem séu með það meðfætt að þurfa minni svefn en aðrir. Of mikill svefn og hjartaáföll. Það getur verið flókið að lifa. Að sofa meira en átta tíma á dag eykur líkurnar á hjartaáföllum. Þetta eru niður- stöður vísindamanna við Cambridge-háskólann í Bretlandi en þeir fylgdu eftir 10.000 manns í heil- an áratug. Tvöfalt líklegra var að þeir sem sváfu of lengi fengju hjartaáfall. Sofið ein. Meira en 50 ára gömul bandarísk svefnrann- sókn á samt enn fullt erindi til okkar. Niðurstöður henn- ar voru meðal annars að það borgar sig fyrir alla, líka hjón, að sofa í sitt hvoru rúminu. Þessi lausn er ágæt – þar sem rúmin eru samt nálægt hvort öðru. Svefninn er mun, mun betri og svo er líka hægt að fá sér þannig útfærslu að færa rúmin saman þegar vill. Lélegri starfsmaður. Rannsókn sem vísindamenn við háskóla í München framkvæmdu gefur til kynna að vansvefta starfsfólk sé lengur að koma sér að verki og meira en 50% þátt- takenda viðurkenndu að sofna reglulega í vinnunni. Of lítill svefn orsök ofþyngdar. Margar rannsóknir hafa sýnt tengsl milli aukinna líka á offitu og of lítils svefns. Þess má geta að að sögn vísindamanna við Doha-háskólann í Katar dugar ekki að sofa extra lengi um helgar til að bæta upp fyrir of lítinn svefn í miðri viku. Getty Images/iStockphoto ÁVINNINGUR GÓÐRA SVEFNVENJA Ekki of lítið en ekki of mikið ÞAÐ ER SÍFELLT AÐ VERÐA LJÓSARA AÐ GÓÐUR NÆTURSVEFN GETUR SKIPT ÖLLU FYRIR LÍFSGÆÐI OKKAR. BÆÐI HEIMA FYRIR, HEILSUFARSLEGA OG SVO ERUM VIÐ TALSVERT BETRI STARFSMENN VEL ÚTHVÍLD. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Betra kynlíf. Stundum virðist þurfa að segja okkur hið augljósa en hin flóknustu mál hjónalífsins má ef til vill leysa á einfaldan hátt. Vísindamenn Michigan Medical School í Bandaríkjunum hafa komist að því að kyndeyfð og lítið kynlíf megi gjarnan rekja til of lítils svefns en kon- ur voru sértaklega rannsakaðar. Niðurstöðurnar rann- sóknar þeirra voru þær að með því að bæta einni klukkustund við hefðbundinn svefntíma jókst kynorka þeirra um 14%. Minni líkur á sykursýki. Fórnarkostn- aðurinn fyrir aðeins örlítið of stuttan svefn getur verið mikill. Þannig kynntu vísindamenn frá Katar niðurstöður viðamikillar rannsóknar á ENDO- heilsuráðstefnunni 2015. Samkvæmt þeim eru áhrif of lítils svefns á efna- skiptastarfsemi líkamans alvarleg. Fólk sem sefur hálftíma of stutt, daglega í heilt ár, hefur aukið líkurnar um 40% á því að þróa með sér sykursýki. Heilsa og hreyfing Græið ykkur í tæka tíð *Ótrúlegt en satt, brátt verður þörf fyrir sól-gleraugu þar sem sólin hækkar hratt á lofti.Það er ágætt að vera með góðan fyrirvara,finna gleraugun til strax núna, og koma þeimfyrir í hanskahólfinu í bílnum. Þau eru þá til-tæk þegar skyndilega þarf að draga þau upp íkvöldsólinni. Best er að gleraugun séu með UV-geislavörn, og hægt er að fá gleraugu sem veita alveg 100% slíka vörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.