Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 24
F egurðin kemur innan frá að sögn Nicholas Perricone, bandarísks húðlæknis, sem hefur skrifað margar bækur um húð og heilbrigði auk þess að koma fram í sjónvarpsþáttum á PBS. „Það sem við borðum hefur bein áhrif á útlitið og húð- ina og hvernig við eldumst. Hver máltíð inniheldur þrjá þætti sem eru nauðsynlegir fyrir góða húð: Prót- ín, heilsusamlega fitu og góð kolvetni eins og úr fersk- um ávöxtum og grænmeti,“ segir hann í samtali við goop.com. „Húðin okkar bregst strax við mataræðinu. Ef við borðum feitan, sykraðan og mikið unninn mat er lík- legt að húðin bregðist við með því að verða bólgin og hrjúf,“ segir hann ennfremur. Hann segir að til þess að halda við unglegri og ljóm- andi húð sé nauðsynlegt að drekka nóg vatn, það sé nauðsynlegt til að skola út eiturefnum og halda raka í húðinni. Ef húðin er þurr segir hann að gott sé að borða mat sem inniheldur omega-3 fitusýrur. Þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur séu góðar til þess að viðhalda heilbrigðri og mjúkri húð. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur ættu að borða mikið af grænu grænmeti og epl- um, samkvæmt Perricone. Til viðbótar sé gott fyrir alla að borða mat sem inniheldur mikið af andoxunar- efnum. Hérna til hliðar eru taldar upp tíu fæðutegundir sem fegra húðina og auka heilbrigði að sögn Perri- cone. BORÐAÐ FYRIR FEGURÐINA Ljómandi og heilbrigð húð Setningin „þú ert það sem þú borðar“ á við hér. Getty Images/iStockphoto FEGURÐIN KEMUR INNAN FRÁ EN HÆGT ER AÐ BORÐA Á SIG HEILBRIGÐA OG FALLEGA HÚÐ MEÐ RÉTTU FÆÐUTEGUNDUNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Jómfrúarólífuolía inniheldur olíusýrur sem næra húðina og eru bólgueyðandi. Dökkgrænt grænmeti inniheldur karótínóíða, sem efla ónæmiskerfið og vernda húðina gegn sólargeislum. Grænt jasmínte þykir auka vel- líðan og er gott að drekka eftir mat. Það inniheldur andoxunar- efni og eykur varnir líkamans. Pinot Noir er rauðvín sem passar vel með feitum mat eins og laxi því þessi þrúga er nægilega súr til að skera í gegnum fituna. Rauðvín inni- heldur efnið resveratról sem er gott fyrir hjartað, vinnur gegn öldrun og verndar húðina gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Aspas inniheldur mikið af rútíni, sem er P-vítamín og gott til að styrkja háræðarnar. Villtur lax er áreiðanlega einhver besti prótíngjafi sem til er, hann er að minnsta kosti uppfullur af omega-3 fitusýrum sem eru góðar fyrir hjarta og húð. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Heilsa og hreyfing Ný rannsókn sem birt var í Journal of the American Geriatrics Society hefur leitt í ljós að fólk sem drekkur sykurlaust gos daglega fitnar meira yfir miðjuna en þeir sem velja aðra drykki. Aðrar rannsóknir á sama aldurshópi hafa áður leitt í ljós að þeir sem drekka gos með sætu- efnum eru í meiri hættu á að fá sykursýki. Sykurlaust gos tengist magafitu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.