Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 24
F egurðin kemur innan frá að sögn Nicholas Perricone, bandarísks húðlæknis, sem hefur skrifað margar bækur um húð og heilbrigði auk þess að koma fram í sjónvarpsþáttum á PBS. „Það sem við borðum hefur bein áhrif á útlitið og húð- ina og hvernig við eldumst. Hver máltíð inniheldur þrjá þætti sem eru nauðsynlegir fyrir góða húð: Prót- ín, heilsusamlega fitu og góð kolvetni eins og úr fersk- um ávöxtum og grænmeti,“ segir hann í samtali við goop.com. „Húðin okkar bregst strax við mataræðinu. Ef við borðum feitan, sykraðan og mikið unninn mat er lík- legt að húðin bregðist við með því að verða bólgin og hrjúf,“ segir hann ennfremur. Hann segir að til þess að halda við unglegri og ljóm- andi húð sé nauðsynlegt að drekka nóg vatn, það sé nauðsynlegt til að skola út eiturefnum og halda raka í húðinni. Ef húðin er þurr segir hann að gott sé að borða mat sem inniheldur omega-3 fitusýrur. Þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur séu góðar til þess að viðhalda heilbrigðri og mjúkri húð. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur ættu að borða mikið af grænu grænmeti og epl- um, samkvæmt Perricone. Til viðbótar sé gott fyrir alla að borða mat sem inniheldur mikið af andoxunar- efnum. Hérna til hliðar eru taldar upp tíu fæðutegundir sem fegra húðina og auka heilbrigði að sögn Perri- cone. BORÐAÐ FYRIR FEGURÐINA Ljómandi og heilbrigð húð Setningin „þú ert það sem þú borðar“ á við hér. Getty Images/iStockphoto FEGURÐIN KEMUR INNAN FRÁ EN HÆGT ER AÐ BORÐA Á SIG HEILBRIGÐA OG FALLEGA HÚÐ MEÐ RÉTTU FÆÐUTEGUNDUNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Jómfrúarólífuolía inniheldur olíusýrur sem næra húðina og eru bólgueyðandi. Dökkgrænt grænmeti inniheldur karótínóíða, sem efla ónæmiskerfið og vernda húðina gegn sólargeislum. Grænt jasmínte þykir auka vel- líðan og er gott að drekka eftir mat. Það inniheldur andoxunar- efni og eykur varnir líkamans. Pinot Noir er rauðvín sem passar vel með feitum mat eins og laxi því þessi þrúga er nægilega súr til að skera í gegnum fituna. Rauðvín inni- heldur efnið resveratról sem er gott fyrir hjartað, vinnur gegn öldrun og verndar húðina gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Aspas inniheldur mikið af rútíni, sem er P-vítamín og gott til að styrkja háræðarnar. Villtur lax er áreiðanlega einhver besti prótíngjafi sem til er, hann er að minnsta kosti uppfullur af omega-3 fitusýrum sem eru góðar fyrir hjarta og húð. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Heilsa og hreyfing Ný rannsókn sem birt var í Journal of the American Geriatrics Society hefur leitt í ljós að fólk sem drekkur sykurlaust gos daglega fitnar meira yfir miðjuna en þeir sem velja aðra drykki. Aðrar rannsóknir á sama aldurshópi hafa áður leitt í ljós að þeir sem drekka gos með sætu- efnum eru í meiri hættu á að fá sykursýki. Sykurlaust gos tengist magafitu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.