Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 25
Perur innihalda bæði C-vítamín
og kopar sem auka virkni hvítu
blóðkornanna og drepa margar
bakteríur og vírusa. Í einni með-
alstórri peru eru um 10% af ráð-
lögðum dagskammti af ofantöld-
um bætiefnum.
Gullna rótin túrmerik hefur verið notuð lengi til eflingar heilsu og fegurðar.
Kúrkúmínið í rótinni er bólgueyðandi og getur jafnað húðlitinn.
Ber eru jafnan vítamínrík og full af andox-
unarefnum. Hindber innihalda mikið af C-
vítamíni sem er gott fyrir framleiðslu kolla-
gens og bláber þykja vinna gegn öldrun.
Sítrónur eru sérstaklega hressandi
og góðar við mörgu. Í þessu sam-
bandi má nefna að þær hafa áhrif á
viðhald teygjanleika kollagens.
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
Alþjóðlegur dagur hamingjunnar var á föstudaginn, 20. mars. Endi-
lega notið helgina til að vera glöð og það felst ekki síst í því að gleðj-
ast með öðrum. Tenging okkar við annað fólk er lykilatriði til að
verða hamingjusamur. Hringdu í vin eða bjóddu í kaffi og spjall.
Hamingja um helgina*Hverju er hægt að bæta við ham-ingju manns sem er hraustur,skuldlaus og hefur góða samvisku?
Adam Smith
Börn sem voru á brjósti eru líklegri til að verða sér úti
um góða menntun og þéna meira sem fullorðnir ein-
staklingar samkvæmt nýrri langtímarannsókn í Brasilíu.
Vísindamennirnir fylgdust með tæplega 6.000 börnum í
þrjá áratugi frá fæðingu og var tilgangurinn að átta sig
á langtímaáhrifum brjóstagjafar. 3.500 einstaklingar
tóku greindarpróf í tilefni af rannsókninni. Eftir því sem
einstaklingarnir höfðu verið lengur á brjósti sem börn,
því betur gekk þeim. Rannsóknin er birt í ritinu Lancet
Global Health.
Það er ekki aðeins aldur þátttakenda og lengd rann-
sóknarinnar sem vekur athygli heldur líka mismunandi
bakgrunnur þeirra. Þegar rannsóknin byrjaði árið 1982
var brjóstagjöf ekki takmörkuð við ákveðinn félagslegan
hóp heldur tíðkaðist bæði meðal vel menntaðra og fá-
tækari mæðra. Þeir, sem gekk vel í kringum þrítugt í
rannsókninni, komu því ekki aðeins frá ríkari heimilum.
Öll börnin sem voru á brjósti fengu hærri einkunn á
hefðbundnu greindarprófi, voru betur menntuð og þén-
uðu meira. Eftir því sem einstaklingarnir höfðu verið
lengur á brjósti sem börn, því meiri voru áhrifin þegar
þeir urðu fullorðnir.
Colin Michie, formaður næringarnefndar Royal
College of Paediatrics and Child Health, segir niður-
stöðurnar áhugaverðar í samtali við Guardian. „Það er
vitað að brjóstabörn hafa betri vernd gegn eyrnabólgu
og eru í minni hættu gagnvart ungbarnadauða og ólík-
legri til að þjást af offitu en það er áhugavert að sjá að
kostir brjóstagjafar hafa ekki aðeins áhrif á ungbarnið
heldur líka á gáfur og lærdóm síðar á ævinni.“
Brjóstabörn ná lengra
Brjóstagjöf hefur ýmsa
kosti fyrir barnið.
Getty Images/Fuse
BRASILÍSK LANGTÍMARANNSÓKN Á 6.000 BÖRNUM MEÐ MISMUNANDI BAKGRUNN
HEFUR KOMIST AÐ ÞVÍ AÐ BÖRN SEM VORU LENGI Á BRJÓSTI VORU GÁFAÐRI, MEÐ
LENGRI MENNTUN AÐ BAKI OG ÞÉNUÐU MEIRA SEM FULLORÐNIR EINSTAKLINGAR.
Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is
Úrval af lömpum
til fermingargjafa