Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 25
Perur innihalda bæði C-vítamín og kopar sem auka virkni hvítu blóðkornanna og drepa margar bakteríur og vírusa. Í einni með- alstórri peru eru um 10% af ráð- lögðum dagskammti af ofantöld- um bætiefnum. Gullna rótin túrmerik hefur verið notuð lengi til eflingar heilsu og fegurðar. Kúrkúmínið í rótinni er bólgueyðandi og getur jafnað húðlitinn. Ber eru jafnan vítamínrík og full af andox- unarefnum. Hindber innihalda mikið af C- vítamíni sem er gott fyrir framleiðslu kolla- gens og bláber þykja vinna gegn öldrun. Sítrónur eru sérstaklega hressandi og góðar við mörgu. Í þessu sam- bandi má nefna að þær hafa áhrif á viðhald teygjanleika kollagens. 22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Alþjóðlegur dagur hamingjunnar var á föstudaginn, 20. mars. Endi- lega notið helgina til að vera glöð og það felst ekki síst í því að gleðj- ast með öðrum. Tenging okkar við annað fólk er lykilatriði til að verða hamingjusamur. Hringdu í vin eða bjóddu í kaffi og spjall. Hamingja um helgina*Hverju er hægt að bæta við ham-ingju manns sem er hraustur,skuldlaus og hefur góða samvisku? Adam Smith Börn sem voru á brjósti eru líklegri til að verða sér úti um góða menntun og þéna meira sem fullorðnir ein- staklingar samkvæmt nýrri langtímarannsókn í Brasilíu. Vísindamennirnir fylgdust með tæplega 6.000 börnum í þrjá áratugi frá fæðingu og var tilgangurinn að átta sig á langtímaáhrifum brjóstagjafar. 3.500 einstaklingar tóku greindarpróf í tilefni af rannsókninni. Eftir því sem einstaklingarnir höfðu verið lengur á brjósti sem börn, því betur gekk þeim. Rannsóknin er birt í ritinu Lancet Global Health. Það er ekki aðeins aldur þátttakenda og lengd rann- sóknarinnar sem vekur athygli heldur líka mismunandi bakgrunnur þeirra. Þegar rannsóknin byrjaði árið 1982 var brjóstagjöf ekki takmörkuð við ákveðinn félagslegan hóp heldur tíðkaðist bæði meðal vel menntaðra og fá- tækari mæðra. Þeir, sem gekk vel í kringum þrítugt í rannsókninni, komu því ekki aðeins frá ríkari heimilum. Öll börnin sem voru á brjósti fengu hærri einkunn á hefðbundnu greindarprófi, voru betur menntuð og þén- uðu meira. Eftir því sem einstaklingarnir höfðu verið lengur á brjósti sem börn, því meiri voru áhrifin þegar þeir urðu fullorðnir. Colin Michie, formaður næringarnefndar Royal College of Paediatrics and Child Health, segir niður- stöðurnar áhugaverðar í samtali við Guardian. „Það er vitað að brjóstabörn hafa betri vernd gegn eyrnabólgu og eru í minni hættu gagnvart ungbarnadauða og ólík- legri til að þjást af offitu en það er áhugavert að sjá að kostir brjóstagjafar hafa ekki aðeins áhrif á ungbarnið heldur líka á gáfur og lærdóm síðar á ævinni.“ Brjóstabörn ná lengra Brjóstagjöf hefur ýmsa kosti fyrir barnið. Getty Images/Fuse BRASILÍSK LANGTÍMARANNSÓKN Á 6.000 BÖRNUM MEÐ MISMUNANDI BAKGRUNN HEFUR KOMIST AÐ ÞVÍ AÐ BÖRN SEM VORU LENGI Á BRJÓSTI VORU GÁFAÐRI, MEÐ LENGRI MENNTUN AÐ BAKI OG ÞÉNUÐU MEIRA SEM FULLORÐNIR EINSTAKLINGAR. Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Úrval af lömpum til fermingargjafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.