Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Page 35
Getty Images/iStockphoto 22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Kínverskt sprotafyrirtæki í Hong Kong stendur nú í ströngu við að kanna hvort hægt sé að nýta fósturvísa í sjálflýsandi fiskum til þess að bæta öryggi í matvæla- iðnaði. Fyrirtækið, Vitargent, þróar nú tækni með því að nota fósturvísa í medaka- fiskum og zebra-fiskum en í þeim kviknar skærgrænt ljós í návist eiturefni. Tæknin sem Vitargent notast við með fósturvísunum getur upplýst um yfir 1.000 skaðleg eiturefni á borð við BPA, sem finnst í plasti og DDT, efni sem hefur verið bannað t.d. í Bandaríkjunum. Venjulegar Vilja bæta matvælaeftirlit með fiskum Fósturvísarnir lýsast upp þegar þeir snerta skaðleg eiturefni. prófanir á matvælum greina aðeins um 5-10 skaðleg efni í einni prófun á matvöru. Stofnandi og framkvæmdastjóri Vitar- gent, Eric Chen, sagði í samtali við South China Morning Post að fiskarnir sem um ræðir hefðu DNA sem svipaði til DNA í mannskepnunni, því eru fiskarnir næmir fyrir sömu eiturefnum. Fyrirtækið vonast til þess að geta hjálpað Kína að tryggja betra öryggi í matvælaeftirliti en upp hafa komið nokkur atvik að undanförnu þar sem hneykslismál er varða mengun hafa valdið usla. Í ár bjóðum við upp á egg úr 68% gæðasúkkulaði frá Brasilíu Súkkulaðið kemur allt af einni ekru og er einungis í boði fyrir meðlimi í „Ambassador Club“ Barry Callebaut. Bjóðum einnig upp á súkkulaðiegg úr „Dulcey Blond“ súkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Eggin eru fyllt með handgerðu konfekti og málshætti. Súkkulaðie gg fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík | Sími 566 6145 | mosfellsbakari.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.