Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 Græjur og tækni Í ævisögu Steve Jobs kemur fram að eftirmaður hans í starfi, Tim Cook, reyndi að gefa honum hluta af lifrinni úr sér þegar sá fyrrnefndi háði erfiða baráttu við krabbamein. Jobs af- þakkaði hins vegar kröftuglega og haft er eftir Cook í bókinni að Jobs hafi aðeins æpt á hann 4-5 sinnum á þeim þrettán ár- um sem þeir þekktust og þetta hafi verið eitt þeirra tilfella. Vildi gefa Jobs hluta af lifrinni L æknisvísindi snúast í aukn- um mæli um að uppfæra þá heilbrigðu í stað þess að lækna þá sjúku. Vísinda- menn í Sviss vinna nú að því að þróa snjalllinsur, augnlinsur sem eru búnar örspeglum svo hægt sé að efla sjónina allt að því þrefalt. Linsan verður 1,55 millimetra þykk og mun innihalda þunnan sjónauka sem gerður verður úr speglum og ljóssíum. Virkni hennar mun felast í því að þegar ljós fer inn í augað muni það endurkastast milli spegl- anna og þannig muni sjáandinn skynja viðkomandi hlut eða mann- eskju sem stærri en annars. Von- ast er til þess að linsan geti bætt sjón fólks sem þjáist af aldurs- bundinni augnbotnahrörnun (AMD) sem er þriðja algengasta orsök blindu á heimsvísu. AMD veldur því að sjón fólks dvínar smám sam- an vegna skemmda á sjónhimnu og í dag eru ekki mörg úrræði til staðar til að bregðast við sjúk- dómnum. Fjallað er ýtarlega um nýju linsuna á vef CNN. „AMD er augljósasti sjúkdómurinn þar sem stækkun hjálpar fólki að sjá bet- ur,“ segir Eric Tremblay, rannsak- andi við EPFL í Sviss. Hann fór fyrir teyminu sem hannaði linsuna. Hönnun hennar grundvallast á sjónauka sem græddur er í AMD- sjúklinga með skurðaðgerð, en sú aðgerð felur í sér mun umfangs- meiri íhlutun en það að nota linsu. „Það er auðvelt að prófa sig áfram með linsunni,“ segir Tremblay. Lykilhluti uppfinningarinnar er sá möguleiki að skipta milli auk- innar sjónar og hefðbundinnar fyr- ir atbeina gleraugna sem fylgja munu linsunum. Gleraugun verða knúin rafhlöðum og munu styðjast við LCD-tækni til þess að fylgjast með hreyfingum augans og einfalt blikk mun geta skipt á milli þess hvort stækka eigi ljósið sem kemur inn í auga sjáandans eða ekki. „Það er auðvitað aðlaðandi hugsun að geta skipt að vild,“ segir Tremblay. Sjóninni breytt með blikki Möguleikinn að geta stjórnað því sjálfur hvort sjón þín eflist eða ekki gerir samhæfða notkun linsa og gleraugna hentugri í daglegu lífi. „Þegar þú eykur sjónina þá taparðu um leið umtalsverðum hluta jaðarsjónar,“ segir Tremblay. Auðkennandi blikk mun gera not- endum kleift að beita jaðarsjón sinni til þess að t.d. fylgjast með bílum sem nálgast þegar þeir fara yfir götu á sama tíma og þeir geta þysjað að andlitum í kringum sig. Teymið hefur einnig þróað fram linsur sem ná yfir augnhvítuna, þykkari og breiðari, og ætlunin er að þær geti nýst í sérhæfðari augnmeðferðum. „Þær ná yfir mun meira svæði, en vandamálið sem slíkar linsur hafa í för með sér er að þær aftra súrefnisflæði til aug- ans.“ Nýjasta útgáfa linsunnar, sem sýnd var opinberlega í febr- úar, innihélt loftgöng til þess að auðvelda súrefnisflæði til augans en teymið stefnir að því að bæta hönnunina og tryggja að augað fá nægt súrefni með linsuvökva sem hægt væri að geyma í linsunni og hleypa jafnt og þétt út í augað. Linsa fylgist með framvindu gláku Aðeins hafa nokkrir einstaklingar prófað nýju linsurnar en bróður- partur rannsóknanna hefur byggst á því að styðjast við gerviauga. Á döfinni er að gera fleiri tilraunir og rannsóknir með linsurnar í raun- verulegum augum og ætlunin er að setja að lokum daglinsur á markað sem geta hjálpað þeim sem glíma við sjónskerðingu í daglegu lífi. „Við færum okkur stöðugt nær raunveruleikanum og skynjun okk- ar á honum,“ segir Tremblay. Hér er ekki um að ræða fyrstu snjalllinsurnar. Annars konar lins- ur hafa verið framleiddar til þess að fylgjast með og bæta augnheilsu fólks, sem og heilbrigði að öðru leyti. Alcon, fyrirtæki á sviði augn- heilsu, hóf samstarf með Google X árið 2014 í því skyni að þróa marg- víslegar snjalllinsulausnir og síðan þá hafa komið fram tækninýjungar á borð við Triggerfish frá Sensi- med, sem er linsubúnaður sem fylgist með framvindu gláku. Gláka er sá augnsjúkdómur sem veldur næstflestum blindutilfellum á heimsvísu og um 4,5 milljónir manna glíma við hann. Gláka veld- ur því að fólk blindast smám sam- an vegna þess að sjóntaug þeirra hrörnar. Hefðbundnar aðferðir til þess að fylgjast með gláku byggj- ast á því að mæla þrýsting í aug- anu en slíkar mælingar eru ekki þægilegar í framkvæmd. David Bailey, forstjóri Sensimed, segir að til þess að fylgjast vel með gláku þurfi að fá upplýsingar allan sólar- hringinn um það hvað er að gerast í auganu. Triggerfish-linsan styðst við skynjara og mæla til þess að mæla vökvamagn í auganu svo hægt sé að fylgjast með þrýst- ingnum. Hægt er að nota linsuna í sólarhring og hún sendir sjálfkrafa gögn í gegnum bluetooth í upp- tökutæki. Snjalllinsur valdi straumhvörfum í baráttu við augnsjúkdóma VÍSINDAMENN TELJA SNJALLLINSUR GETA NÝST VEL Í BARÁTTUNNI GEGN ALDURSBUNDINNI AUGNBOTNA- HRÖRNUN OG ANNARS KONAR AUGNSJÚKDÓMUM. SLÍKAR LINSUR STYÐJAST VIÐ ÖRSPEGLA TIL ÞESS AÐ MAGNA UPP SJÓNSVIÐ ÞESS SEM ÞÆR NOTAR. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Snjalllinsumarkaðurinn er ört vaxandi. Ný tegund þeirra aðstoðar lækna við að fylgjast með gláku. Getty Images/iStockphoto G oogle hefur nú sótt um einka- leyfi hjá Alþjóðahugverkastofn- uninni (WIPO) fyrir framleiðslu armbands sem fólk mun ganga með um úlnliðinn og gæti mögulega drepið krabbameinsfrumur í blóðinu. Í umsókninni um leyfið fyrir búnaðinum, sem nefnist „Nanoparticle Phoresis“, því lýst hvernig tækið getur „sjálfkrafa greint og eytt einu eða fleiri skotmörkum í blóðinu sem gætu haft slæmar afleiðingar fyrir heilsufar“. Slík skotmörk gætu til dæmis verið ensím, hormónar, prótín, frumur eða annars kon- ar mólekúl, sem gætu haft áhrif á sjúk- dóma fólks eða heilbrigði að öðru leyti. Búnaðurinn mun geta haft áhrif á eða eytt frumunum með því að senda frá sér orku af einhverjum toga inn í blóðrás- arkerfi fólks. Slík orka gæti t.d. ann- aðhvort verið á formi rafsegulbylgna, hljóðbylgna eða á formi sýnilegs eða inn- rauðs ljóss. Aðgerðin mun valda því að breytingar verða í skotmörkunum og markmiðið er að draga úr eða koma í veg fyrir slæmar afleiðingar á heilsufar. Google tók jafnframt sem dæmi að til- tekin prótín geri að verkum að fólk fái Parkinsonsveiki. Beita mætti búnaðinum til þess að eyða þess- um prótínum og hægja þar með á framgangi sjúk- dómsins. „Annað dæmi væru krabba- meinsfrumur. Með því að aðgreina og gera tilteknar krabbameins- frumur að skotmörkum væri hægt að breyta eða jafnvel eyða krabbameinsfrumum og minnka þar með líkur á að krabbamein breiðist út,“ sagði í leyfisumsókninni. Búnaðurinn væru ekki fyrstu skref Google í baráttunni gegn krabbameini. Í október 2014 kom í ljós að Google X, rannsóknararmur fyrirtækisins, ynni nú að þróun pillu sem gæti greint krabbamein og aðra sjúkdóma. Pill- an innihéldi nanóein- dir sem færu í blóðrásina og gætu þar greint krabba- meinsfrumur sem gefa snemma frá sér lífefnafræðileg merki þeg- ar þær sýkjast. Ætlunin með pillunni væri þá að „merkja“ sýktar frumur á ferðalagi þeirra um líkamann. Nanóeindirn- ar eru segulmagnaðar svo að búnaður á úlnliði gæti framkallað segulsvið til þess að kalla til sín eindirnar, sem myndu þá draga krabbameinsfrumurnar með sér, á stað þar sem hægt væri að greina þær og telja. Á þeim tíma sögðu talsmenn Google að fyrirtækið væri að minnsta kosti fimm ár frá því að koma fram með tækninýjung sem læknar gætu nýtt sér. Bill Maris, yfirmaður fjárfestinga hjá Google, lét jafnframt nýlega hafa eftir sér að menn myndu í framtíðinni verða 500 ára gamlir og að krabbameinsmeðferðir samtímans myndu senn þykja frumstæðar. Hann opinberaði jafnframt að Google hefði ráðið til sín vísindamenn í því skyni að koma auga á sprotafyrirtæki sem gætu komið fram með lækningu við krabba- meini. Google-armband gegn krabbameini? GOOGLE ÆTLAR SÉR STÓRA HLUTI, HVAR SEM ÞAÐ DREPUR NIÐUR FÆTI, OG NÚ HEFUR FYRIRTÆKIÐ SÓTT UM EINKALEYFI FYRIR ARMBANDI TIL AÐ BERJAST GEGN KRABBAMEINI. Microsoft-armbandið kom á markað í október síðastliðnum og er búið ýmiss konar skynjurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.