Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 41
22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 L ífið getur verið svo dásamlega svart/hvítt og stundum er bara ekki vinnandi vegur að halda sig á mottunni, jafnvel þótt maður sé al- veg að komast í fullorðinna manna tölu. Í miðjum sparnaðaraðgerðum undirritaðrar, þar sem öll út- gjöld eru skrifuð samviskusamlega niður og engu eytt í rugl, var gamla skyndilega sest upp í sinn einkabíl og keyrði á 200 inn í Hafnarfjörð. Ferðin í Hafnarfjörð var nú alls ekki farin til að gera góð fatakaup eða til að stelast í lúgusjoppu … Nei, leiðin lá í skartgripaverslun þar sem und- irrituð hafði fengið spurnir af því að þar starfaði demantadrottning sem gæti breytt vatni í vín … Sjálfstæðar konur sem vita hvert þær eru að fara geta ekki beðið eftir því endalaust, allavega ekki ef þær eru í hrútsmerkinu, að þeim séu gefnir einhverjir hlussu-gimsteinar og fínirí. Það skapar bara vonda stemningu og gremju ef konur eru alltaf að bíða eftir að prinsinn á hvíta hestinum komi færandi hendi með eitthvert góss. Og vondu fréttirnar eru að konur verða alveg hryllilega leiðinlegar og óspennandi þegar þær eru í stöðugri skorthegðun. Tala nú ekki um þegar þeim finnast hinar guggurnar í kringum þær vera miklu betur trítaðar en þær sjálfar. Það er líka farsælla að konur séu það sjálf- stæðar að þær geti framfleytt sér sjálfar og staðið sjálfar undir eigin lífsstíl. Það er ekki ávísun á farsæld þegar konur treysta á að „karl“ skaffi þeim ákveðin lífsgæði. Í einstaka tilfellum heppnast það – ekki alltaf, því miður. Þótt undirrituð hafi vanið sig á að kaupa sjálf það sem hana langar í þá er mikilvægt að koma því á framfæri að hún fúlsar ekki við fíniríi og býst jafnvel við einhverju fíniríi á mánudaginn þegar sjálfshátíð hennar mun standa sem hæst. Ferðin í Hafnarfjörð var svo sem engin skyndihugdetta. Þetta byrjaði allt síðasta sumar þegar við vinkonurnar vorum staddar erlendis í fríi. Þegar svona „first class“ guggur fá frí frá daglegum störfum og ná að slaka á fyrir all- an peninginn þá gerast hlutirnir. Þessar tvær komust að því að hver kona þyrfti að eiga einn veglegan og fínan hring með gimsteini … Sem nota bene hefði ekkert með hjúskaparstöðu að gera. Sem áhugakona um fallega skartgripi tók hjarta undirritaðrar vægt aukaslag þegar „first class“ vinkonan rétti fram höndina og sýndi nýjasta djásnið. Án þess að tala við kóng eða prest hafði hún látið búa til dem- antshring úr góssi sem hún átti heima hjá sér, látið stækka demantinn að- eins og bæta fíniríi við þannig að útkoman var ólýsanleg. Auðvitað á maður ekki að fá hjartastopp yfir dauðum hlutum en það var eitthvað við hringinn sem kveikti bál í hjartanu. Líkt og undirrituð væri á leikskóla … þurfti hún náttúrlega líka að fá … Það að vera búin að vera í öflugu sparnaðarátaki kom sér nú aldeilis vel og þegar gripurinn verður tilbúinn verður hægt að sperra sig. Það verður náttúrlega allt annað líf að drekka sítrónuvatnið á morgnana og borða soðnu ýsuna og hamsatólgina ef maður getur horft á eitthvað fallegt á meðan og ekki verra ef það er á fingri annarrar handar. Sælir eru einfald- ir … martamaria@mbl.is Hér er búið að setja nokkra demanta saman. Fallegir demantshringar. „First class“ guggur í Hafnarfirði Marilyn Monroe. Demantar fara ákaflega vel við allar húðgerðir. Marilyn Monroe hafði smekk fyrir fíniríi. Since 1921 Frískandi Cítrus svitalyktareyðir! Cítrus svitalyktareyðirinn er mjög mildur og húðvænn. Samsettur úr náttúrulegum hráefnum. Inniheldur ekki aluminium salt (Ál) Þægilegur sítrónuilmur. Í samhljómi við mann og náttúru. Útsölustaðir Weleda eru heilsuverslanir og apótek um allt land. Velkomin að skoða nýja heimasíðu www.weleda.is www.facebook.com/WeledaIceland Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 Fermingagjafir á frábæru verði Líttu við og skoðaðu úrva lið Verð 6.950,-Verð 4.700,- Verð 5.800,- Verð 6.700,-Verð 11.500,- Verð 17.900,- Verð 8.200,- Verð 5.900,-Verð 5.900,- Verð 7.500,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.