Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Blaðsíða 47
veginn hrökklaðist úr óperunni um 18 ára aldur og langaði að gera eitthvað frjálsara. Ég átti erfitt með að syngja alltaf gamalt efni og kveikti ekki alveg á því,“ segir Dísa. „En þetta var góð reynsla og ég lærði góða tækni.“ Dísa er á samningi hjá danska útgáfufyr- irtækinu Tigerspring og hefur verið síðan árið 2013. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar bæði í Danmörku og í London og hefur ann- ast margar af uppáhalds dönsku hljóm- sveitum Dísu. „Við erum enn í fullu fjöri og þeir hjá Tigerspring eru alveg frábærir. Ég er mjög ánægð með þá. Þetta er lítið og snoturt fyrirtæki og eru þeir með fáa tónlist- armenn á sínum snærum en hlúa vel að þeim.“ Hún segir það nokkuð skondið að nafnið á útgáfufyrirtækinu tengist tígr- isdýrum því það virðist vera einhvers konar tígrisþema í lífi hennar. „Systir mín Erna hefur verið að pæla svolítið í kínverskum stjörnumerkjum en árið á undan mér er tígrisdýr í kínverskri stjörnuspeki og ég var alltaf ári á undan í skóla hér heima. Sonur minn er einnig tígrisdýr í kínverskri stjörnu- speki,“ segir Dísa. „Þú ættir kannski að fá þér tígrisnáttföt bara í stíl við þetta,“ segir blaðamaður í gríni. „Það er nú svolítið fynd- ið, því ég á einmitt tígrisnáttföt!“ svarar hún og hlær. Tónlist Dísu er mínimalísk, poppskotin tónlist og elektrónísk. Hún segist þó eiga erfitt með að kalla tónlistina poppaða því popp nær yfir svo vítt svið. „Þetta er stór hljóðheimur en á sama tíma mjög mínimalísk tónlist. Hljóðin sem eru valin eru stór og plássfrek. Ég hef gaman af miklum hreyf- ingum í laglínunni og finnst gaman að setja tilfinningar í allskonar myndræn form.“ Vottur af heimþrá í hjartanu Dísa segist vera komin með smá heimþrá enda árin í Danmörku að nálgast sex. Hún segir kerfið í Danmörku þó henta afskaplega vel, sérstaklega fyrir tónlistarmann með tvö börn því umhverfið er barnvænt og kerfið rétti hjálparhönd. „Það er virkilega gott að vera með börn hérna og geta verið í tónlist á sama tíma. Ég lifi ekki beint á tónlistinni minni einni og sér en ég fæ borgað fyrir að spila á tónleikum. Það er ekki algjörlega ókeypis að vera tónlistarmaður í Danmörku en það er betra fyrir mig að vera hér heldur en heima. Ekki það að ég sé að dæma kerfið heima, Ísland er bara minna land og aðstæð- urnar eru erfiðari þar. Þannig er það bara. En það væri líka erfiðara að vera t.d. úti í London eða í New York, þar sem mig langar í rauninni mest að vera.“ Hún segist ætla að vera duglegri að koma í heimsókn til Íslands, sér í lagi á sumrin. Auðvitað sé það erfiðara að íhuga flutninga heim til Íslands eftir skilnaðinn en hún segist viss um að á einhverjum tímapunkti muni hún flytjast búferlum aft- ur heim. „Kannski finnur Mads sér bara ís- lenska kærustu, þá geta þau bara komið með. Getum við ekki skipulagt það einhvern veginn?“ segir hún kímin. En að öllu gamni slepptu þá er athygli Dísu alfarið á börn- unum, nuddinu, tónlistinni og plötuútgáfu þessa dagana. „Ég þarf bara að ljúka þess- ari önn og síðan ákveða eitthvert gott plan fyrir framtíðina. Það er bara allt á aðeins of mikilli ferð núna til þess að hugsa út í hvað ég tek mér fyrir hendur næst. Fram- haldið er alveg óljóst. En það er allt í lagi, svo lengi sem stressið nær ekki yfirhönd- inni þá fer allt vel.“ „Það var þó alltaf draumur minn sem barn að verða lækn- ir. Ég held að ég fylgi þessum gamla draumi mínum hægt og rólega,“ segir Dísa. Ljósmynd/Sidsel Johansen * Þetta er alltsaman gertí góðu og hentar bara vel. En ég meina, skilnaðir eru alltaf mjög erfiðir og þetta hefur ekki bein- línis verið dans á rósum. Dísa ásamt sonum sínum, Magnúsi fjögurra ára og Jóhannesi tveggja og hálfs árs. Dísa og Mads eru fráskilin en leggja áherslu á að vera góðir vinir. 22.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.