Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 10
10 bókasafnið 35. árg. 2011 Tilgangurinn með góðum upplýsingaarkitektúr á vefsetrum er margþættur. Með góðum upplýsingaarkitektúr er til dæmis tryggt að hinn almenni notandi geti farið inn á vefsetur og séð um leið hvað er þar að finna. Vefsetrið þarf að vera augljóst og notandinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að hugsa (Krug, 2006). Titill bókar Steve Krug segir þetta á afar einfaldan hátt, Ekki láta mig hugsa (e. Don´t Make Me Think). Hafa ætti í huga fjórar spurningar sem notandinn ætti að ná að svara á 25 sek- úndum. • Hvar er ég? • Hvað getur vefsíðan gert fyrir mig? • Um hvað snýst fyrirtækið og hvað er það nýjasta í vörum fyrirtækisins eða þróun þess? • Hverjir eru möguleikar mínir á vefsetrinu/vefsíðunni og hvernig get ég nálgast það sem skiptir mig mestu máli? (Krug, 2006; Nielsen og Loranger, 2006). Upplýsingaarkitektar hanna notendavænt viðmót þar sem aðferðir bókasafnsfræðinnar eru notaðar til að merkja (e. tag) og flokka innihald vefsetra. Með því að hanna vefsíður með þarfir og væntingar notenda í huga er hægt að stytta verulega þann tíma sem fólk eyðir í ómarkvissa leit á Internetinu og til þess þarf einmitt góðan upplýsingaarkitektúr. Grafísk hönnun og forritun eru ekki hlutar af upplýsinga- arkitektúr. Upplýsingaarkitektar hvorki hanna vefsetur né út- færa virkni þeirra. Þó er línan þarna á milli oft hárfín og erfitt að segja hvar upplýsingaarkitektúrinn byrjar og forritun tekur við (Morville og Rosenfeld, 2006). Upphafið Við upphaf upplýsingaaldarinnar árið 1975 nefndi bandaríski arkitektinn Richard Saul Wurman orðið upplýsingaarkitektúr (e. Information Architecture) mjög líklega fyrstur manna (Kalbach, 2003). Hann talaði um upplýsingaarkitektúr út frá sjónarhorni arkitektsins og hvernig arkitektum bæri að huga að mörgum ólíkum þáttum í hönnun sinni. Wurman var upp- tekinn af orðinu upplýsingar (e. information) og hvað fælist í orðinu sem slíku, „upplýsingarnar sjálfar upplýsa ekki“ (Wur- man, 1989, bls 42). Það er ekki nóg að hafa mikið af gögnum, það þarf að breyta gögnunum í upplýsingar (Wurman, 1989) og það er það sem upplýsingaarkitektúr gerir. Wurman gerir því skýran greinarmun á gögnum (e. data) og upplýsingum. Þetta tvennt getur ekki verið án hvors annars. „Skilningur er brúin á milli upplýsinga og gagna“ (Wurman, 1989, bls 49). Við getum einnig átt erfitt með að greina góðar upplýsingar frá vondum þar sem við fáum svo mikið af þeim og að einblína á upplýsingarnar sem slíkar hefur leitt til upplýsingaofgnóttar (e. information overload). Magn upplýsinga fer ekki endilega saman við gæði þeirra heldur geta þær verið „upplýsingar með minni merkingu í stað þess að auka vitneskju“ (Wurman, 1989, bls. 42). Wurman skrifaði bókina Information Anxiety (ísl. upp- lýsingakvíði) árið 1989 þar sem hann fjallar um þá erfiðleika sem fólk glímir oft við í upplýsingaleit sinni, til dæmis þegar það veit að upplýsingarnar eru til en getur ekki fundið þær (Wurman, 1989). Þetta vandamál hefur aukist gríðarlega með tilkomu tölvunnar og Internetsins vegna þess að bæði í tölvum og á netinu er hægt að geyma endalaust magn gagna án stjór- nunar þeirra eða flokkunar. Eins og Wurman bendir réttilega á getur tölvan aldrei komið í staðinn fyrir manninn, því að mað- urinn býr yfir ákveðinni reynslu sem hann hefur öðlast í lífinu. Wurman tekur dæmi um klæðskerasaumaðar skyrtur sem geta enst í allt að 10 ár. Í dag geta vélar saumað skyrtur mun hraðar en mannshöndin en þær endast ekki eins vel (Wurman, 1989). Wurman sá þörfina á skipulagningu upplýsinga í starfi sínu sem arkitekt. Hann skoðaði skipulag borga með tilliti til margra þátta, svo sem samgangna og þá hvernig þættirnir vinna hver með öðrum og hvernig fólk upplifir sig í borgunum. Wurman leit á starf arkitektsins sem vísindi og list við að hanna leiðbein- ingar fyrir notendur svo að þeir ættu auðveldara með að nota skilgreind rými. Wurman hannaði leiðakerfi fyrir lestakerfið í Tókýó. Þar sést vel hversu skipulagður Wurman er í framsetn- ingu upplýsinga. Sjá Mynd 1 á næstu síðu Wurman sagði að arkitektinn þyrfti að afla upplýsinga, skipuleggja þær og koma þeim á framfæri til að geta hannað byggingar sem fullnægðu ólíkum þörfum íbúanna. Þessi starfs- lýsing er mjög lík starfslýsingu bókasafnsfræðinga sem starfa sem upplýsingaarkitektar (Wyllys, 2000). Hér að framan eru skilgreiningar Wurmans á upplýsingaarki- tektúr frá árinu 1989 og hafa ber í huga að þær eru settar fram fyrir daga almennrar netnotkunar. Svo kom Internetið og átti að bjarga öllu. Allt átti að vera aðgengilegt og ekkert mál að finna það sem fólk vantaði á netinu eða eins og Marinó G. Njálsson orðaði það „Netið er eins og risastórt bókasafn...“ (1995, bls 20). Upplýsingaarkitektar geta ekki tekið undir orð Marinós í dag. Internetið Internetið var fyrst notað á síðari hluta sjöunda áratugarins af bandaríska hernum. Tilgangurinn var sá sami og í dag, að deila upplýsingum og auka öryggi gagnanna (Clyde, 2004). Inter- netið gerði mönnum kleift að nálgast gögn frá mismunandi stöðum og tryggt að þótt ekki væri hægt að nálgast gögnin á einum stað var hægt að gera það annarsstaðar. Kerfið vatt upp á sig og fleiri tengdust því, svo sem háskólar og aðrar stofn- anir. Fyrstu tilraunir til að opna Internetið fyrir hinum almenna notanda voru gerðar í Háskólanum í Minnesota árið 1991. Ári seinna var Veraldarvefurinn (e. World Wide Web) þróaður í European Organization for Nuclear Research (CERN) í Sviss af Tim Berners-Lee og fleirum. Fram að þeim tíma þurfti fólk að kunna svokallaðar UNIX skipanir til að geta notað Internetið. Þó að netið hafi verið til frá síðari hluta sjöunda áratugarins náði það ekki vinsældum fyrr en um 1995 eða með tilkomu Veraldarvefsins. Þá kom á markaðinn notendavænni hugbún- aður og með tilkomu vefvafra (e. browsers) eins og Mosaic, Netscape og seinna Internet Explorer og Opera varð almenn Internetnotkun meiri (Clyde, 2004).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.