Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 50

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 50
50 bókasafnið 35. árg. 2011 af þeirri rannsóknarstofnun sem höfundur starfar hjá. Flestir háskólar á Vesturlöndum hafa til að mynda komið sér upp slíkum varðveislusöfnum. Á Íslandi eru nú starfrækt tvö varð- veislusöfn, Skemman6 og Hirslan7 (sjá nánar hér fyrir neðan). Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur tekið þátt í norræna verkefninu Nordbib frá árinu 2006. Nordbib verk- efnið var sett á laggirnar eftir að NORDINFO, norrænt ráð um vísindalegar upplýsingar, var lagt niður. Markmið NORDINFO var að stuðla að bættu aðgengi að upplýsingum í þágu vís- inda og fræða á Norðurlöndum og markmið Nordbib hefur fyrst og fremst verið að vinna að kynningu opins aðgangs og veita styrki vegna verkefna sem tengjast því. Þátttaka safnsins í þessari vinnu hefur leitt til þess að undirrituð tók að sér að kynna hugtakið opinn aðgangur hér- lendis ásamt Sólveigu Þorsteinsdóttur, forstöðumanni Bóka- safns Landspítalans, og Ian Watson og Nirði Sigurjónssyni lektorum við Háskólann á Bifröst. Saman höfum við myndað áhugahóp sem hefur unnið að kynningu opins aðgangs með skrifum, málþingum og viðræðum við ýmsa aðila sem málið varðar. Landsbókasafn hefur staðið fyrir tveimur málþingum um opinn aðgang, hið síðara var undirbúið af áhugahópnum. Safnið hefur einnig sett upp drög að vefsíðu um opinn að- gang til kynningar.8 Eins og áður segir eru tvö varðveislusöfn starfrækt hérlendis, Hirslan og Skemman. Hirslan er rafrænt varðveislusafn sem vistar, varðveitir og miðlar því vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn Landspítala − Háskólasjúkrahúss hafa gefið út. Landsbókasafn rekur og hýsir Skemmuna sem er rafrænt varðveislusafn háskólanna í landinu. Kostir opins aðgangs eru margir. Í grein sem Sólveig Þor- steinsdóttir skrifaði í Bókasafnið 2005 segir hún á bls. 17: „Opið aðgengi að vísindagreinum er svar vísindasamfélagsins og bókasafna við þeim gífurlega kostnaði sem bókasöfn og fræðimenn hafa þurft að leggja af mörkum til að fá aðgang að tímaritum.“ 9 Hún nefnir einnig að opinn aðgangur styrki vís- indaþróun og að fræðimenn fái fleiri tilvísanir í verk sín. Peter Suber, einn helsti talsmaður opins aðgangs í Bandaríkjunum, hefur að auki meðal annars nefnt eftirfarandi kosti: greiðari aðgangur fræðimanna að rannsóknarniðurstöðum og aukinn sýnileiki rannsóknarvirkni háskóla.10 Opinn aðgangur nýtist sem sagt bókasöfnum, háskólum, fræðimönnum, sérfræðing- um og almenningi sem vill kynna sér niðurstöður rannsókna sem eru unnar fyrir opinbert fé. Skemman Skemman veitir aðgang að lokaritgerðum nemenda Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík, Listahá- skóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Skemman varðveitir einnig rannsóknarrit kennara og fræðimanna og hýsir ráðstefnurit og tímarit í opnum aðgangi. Þegar þetta er skrifað í lok nóvember 2010 eiga tæplega 7000 höfundar efni í Skemmunni. Langflestir höfundar eru nem- endur. Í Skemmunni er einnig að finna 23 doktorsritgerðir, eitt raftímarit með 68 greinum (Nordicum-Mediterraneum), eitt ráðstefnurit með 178 greinum (Rannsóknir í félagsvísindum 2010), bækur, meðal annars ráðstefnurit, ljóðabók, skýrslur og fleira. Ef ritgerðasafnið er skoðað kennir ýmissa grasa. Hægt er að finna ritgerðir um bankahrunið, kreppuna, kirkjutónlist, Kárahnjúkavirkjun, Facebook og blogg, svo dæmi séu nefnd, auk hefðbundnari ritgerða í flestum námsgreinum. Hægt er að fletta upp eftir höfundum, titlum, efnisorðum eða leið- beinendum en einnig er hægt að leita innan ákveðinna sviða eða deilda. Í Gegni er að finna tengingu við allar ritgerðir sem eru í opnum aðgangi. Nýtt efni bætist við svo til daglega. Skil nema við Háskóla Íslands á rafrænu eintaki í Skemm- una byggir á samþykkt Háskólaráðs frá því í febrúar 2008.11 Þar var erindi frá samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Lands- bókasafns Íslands − Háskólabókasafns um rafræn skil og varð- veislu lokaritgerða nemenda samþykkt einróma. Ákveðið var að nemandinn skyldi hafa val um opinn eða lokaðan (tíma- bundinn eða ótímabundinn) aðgang að ritgerð sinni og velja sjálfur aðganginn í skilaferlinu. Hafist var handa við að safna ritgerðum í október sama ár. Reyndar hafði Kennaraháskólinn (nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands) hafið söfnun ritgerða fyrr ásamt Háskólanum á Akureyri en þeir skólar áttu frum- kvæði að Skemmunni. Bókasafn Menntavísindasviðs sér enn um skil nemenda á því sviði en Landsbókasafn hefur umsjón með hinum fjórum sviðum Háskóla Íslands. Nú hafa um 4300 nemendur Háskóla Íslands skilað inn lokaritgerð sinni. Hér eftir verða skil nemenda við Háskóla Íslands á lokaritgerðum í Skemmuna veturinn 2009-2010 skoðuð og viðhorf nemenda til opins aðgangs könnuð eftir sviðum og deildum út frá tölum sem miðast við brautskráningu í júní 2010. Það væri áhugavert að gera sams konar könnun í öðrum háskólum og bera saman við Háskóla Íslands og vonandi verður það gert í náinni framtíð. 6. Skemman. Sótt 7. janúar 2011 á http://skemman.is/ 7. Hirsla, vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítalans. Sótt 30. desember 2010 á http://hirsla.lsh.is/lsh/. 8. Opinn aðgangur – Open access. Sótt 30. desember 2010 á http://openaccess.is/ 9. Sólveig Þorsteinsdóttir. (2005). Opið aðgengi og rafræn geymslusöfn vísindagreina. Bókasafnið 2005, bls. 17-23. 10. Málþing um opinn aðgang. Glærur fyrirlesara. (Peter Suber. Open Access Policies for Icelandic Universities.) Sótt 30. desember 2010 á http:// openaccess.is/index.php?mact=News,cntnt01,detail,0&cntnt01articleid=2&cntnt01returnid=56 11. Háskólaráðsfundur 21. febrúar 2008. Sótt 30. desember 2010 á http://www.hi.is/is/skolinn/haskolaradsfundur_21_februar_2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.