Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 52
52 bókasafnið 35. árg. 2011    Opinn aðgangur eftir deildum     Alls Meistaranám Grunnnám Lagadeild (89) 24% 24% 23% Lyfjafræðideild (16) 44% 44% 0 Matvæla- og næringarfræðideild (2) 50% 50% 0 Guðfræði- og trúarbragðafræðideild (8) 50% 50% 50% Viðskiptafræðideild (105) 58% 56% 61% Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild (99) 63% 67% 63% Uppeldis- og menntunarfræðideild (27) 67% 89% 13% Líf- og umhverfisvísindadeild (40) 68% 67% 68% Hagfræðideild (37) 70% 55% 77% Kennaradeild (251) 71% 92% 69% Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild (7) 71% 83% 0% Íslensku- og menningardeild (58) 72% 50% 77% Umhverfis- og byggingarverkfræðideild (4) 75% 75% 0 Læknadeild (30) 77% 69% 82% Félagsráðgjafardeild (60) 78% 87% 76% Félags- og mannvísindadeild (74) 78% 79% 78% Sálfræðideild (56) 80% 82% 79% Stjórnmálafræðideild (41) 76% 83% 70% Sagnfræði- og heimspekideild (35) 86% 73% 92% Raunvísindadeild (15) 87% 83% 89% Jarðvísindadeild (9) 89% 80% 100% Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda (39) 90% 100% 89% Hjúkrunarfræðideild (93) 97% 100% 96% Rafmagns- og tölvuverkfræðideild (1) 100% 100% 0 Tafla 1. Opinn aðgangur eftir deildum og námsstigum að ritgerð- um nemenda sem útskrifuðust í júní 2010 úr Háskóla Íslands. Í töflu 1 má sjá að fjöldi útskrifaðra nemenda úr hverri deild er afar mismunandi og þær deildir þar sem flestir nemendur völdu opinn aðgang að sínum ritgerðum eru ekki á sama sviði. Innan sviða er víða mikill munur á milli deilda. Fjöldi út- skrifaðra nemenda er líka afar mismunandi og minna er að marka hlutfallstölur þegar um fáa nemendur er að ræða. Það er áberandi að meirihluti nemenda í lagadeild velur lokaðan aðgang að ritgerð sinni og á það bæði við um nem- endur í grunnnámi og framhaldsnámi. Nemendur í lyfjafræði velja sömuleiðis flestir lokaðan aðgang. Í deild erlendra tungu- mála, bókmennta og málvísinda og hjúkrunarfræðideild velja aftur á móti langflestir nemendur opinn aðgang. Félagsvísindasvið Frá Félagsvísindasviði útskrifuðust hlutfallslega fleiri meist- aranemar en frá öðrum sviðum. 43% þeirra sem útskrifuðust í júní voru meistaranemar en 57% útskrifuðust úr grunnnámi. Innan Félagsvísindasviðs eru sex deildir með ólíku námsfram- boði. Deildirnar eru félagsráðgjafardeild, hagfræðideild, laga- deild, stjórnmálafræðideild, viðskiptafræðideild og félags- og mannvísindadeild. Í félags- og mannvísindadeild og í félagsráðgjafardeild voru 78% ritgerða í opnum aðgangi. Í stjórnmálafræðideild voru 83% ritgerða í opnum aðgangi og í hagfræðideild 70%. Í viðskiptafræðideild voru 58% ritgerða í opnum aðgangi en lagadeild skar sig verulega úr. Þar voru einungis 24% ritgerða í opnum aðgangi og á það bæði við meistaraprófsritgerðir og ritgerðir í grunnnámi. Á Félagsvísindasviði var því allt frá 24% upp í 83% ritgerða í opnum aðgangi. Í félags- og mannvísindadeild eru kenndar fjórar náms- greinar, bókasafns- og upplýsingafræði, félagsfræði, þjóð- fræði og mannfræði. Auk þess er hægt að taka meistarapróf í blaða- og fréttamennsku, fötlunarfræði, náms- og starfsráð- gjöf, safnafræði, þróunarfræði o.fl. Í grunnnáminu voru 78% ritgerða í opnum aðgangi (bókasafns- og upplýsingafræði 67%, félagsfræði 87%, mannfræði 73% og þjóðfræði 86%). Það er athyglisvert að í bókasafns- og upplýsingafræði sem hefur heimildaöflun og upplýsingamiðlun að leiðarljósi skuli hlutfallið vera lægst; aðeins 67% nemenda velja opinn aðgang að ritgerð sinni á meðan önnur fög deildarinnar eru með talsvert hærra hlutfall. Heilbrigðisvísindasvið Á Heilbrigðisvísindasviði var hlutfall ritgerða í opnum að- gangi 84%, sem er vel yfir meðallagi. Meistaranemar voru 32% þeirra sem útskrifuðust í júní en nemar í grunnnámi 68%. Hlutfall meistaranema á Heilbrigðisvísindasviði var næsthæst af sviðunum á eftir Félagsvísindasviði. Innan Heilbrigðisvís- indasviðs eru sex deildir: hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild, læknadeild, matvæla- og næringarfræðideild, sálfræðideild og tannlæknadeild. Enginn útskrifaðist úr tannlæknadeild. Fjöldi útskrifaðra er lágur miðaður við önnur svið, nema í hjúkrunarfræðideild (samtals eru nemar í þessari deild 96 eða 47% nema á öllu sviðinu), og eru hlutfallstölur þess vegna ekki eins marktækar í öðrum deildum. Mikill munur var á milli deilda hvað varðar opinn aðgang. Í lyfjafræðideild skila nemendur eingöngu meistaraprófs- ritgerðum og voru aðeins 44% ritgerða í opnum aðgangi. Hjúkrunarfræðideild skar sig nokkuð úr varðandi bæði skil og opinn aðgang en 97% ritgerða í hjúkrunarfræði voru í opnum aðgangi, þar af allar ritgerðir meistaranema. Á Heilbrigðis- vísindasviði var því allt frá 44% upp í 97% ritgerða í opnum aðgangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.