Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 29
29 bókasafnið 35. árg. 2011 dæmis voru spjaldskrárnar svakalega stórar. „Allir voru mjög góðir við mig, sérstaklega fullorðnu konurnar sem unnu á bókasafninu og þær fóru með mig um allt til að sýna mér sem mest. Mér hefur alltaf fundist Norðmenn sérstaklega vinalegir og vingjarnlegir gagnvart Íslendingum. Norskan var mér ekki erfið og ég gat fljótt bjargað mér með skóladönskuna mína.“ „Á Deichmanske bókasafninu var ég fyrst á barnadeild, síðan fór ég í útibú og eitthvað fleira. Það voru margar deildir, tekniska avdelingen, og musik avdeling og ég gekk á milli deildanna til að kynnast starfseminni sem best.“ En svo hófst hið eiginlega nám við Statens biblioteks- skole haustið 1952 og lauk vorið 1953. Bókasafnið var jafn- framt kennslustaður og kennslustofan var á efstu hæðinni í bókasafninu. „Við vorum um 30 nemendur í bókavarðaskól- anum og ég var fyrsti og eini útlendingurinn. Við fórum tvo daga í viku í háskólabókasafnið sem var einnig kennslusafn. Sérhæfing var lítil en þó var hægt að sérhæfa sig svolítið á síðasta hluta námsins. Þá gat maður valið á milli tveggja lína, almenningsbókasafna og rannsóknarbókasafna. Í mínum huga var aldrei nein spurning að ég var ákveðin í því að velja almenningsbókasafnið. Ég sá alltaf fyrir mér vinnu á Borgar- bókasafninu í Reykjavík.“ Námsgreinarnar í Statens biblioteksskole á þessum tíma voru flokkun og skráning, norsk bókfræði, erlend bókfræði, upplýsingaþjónusta (referansearbeid), norskar bókmenntir og efnisskráning (emnekatalogisering). Í Osló leigðu systurnar saman á pensionati, en í Osló kynnt- ist Hulda manninum sínum, Flosa Hrafni Sigurðssyni, sem var að læra veðurfræði í Osló á þessum tíma. Þau Flosi giftu sig á Þorláksmessu 1953, en hann var þá enn við nám. Þau bjuggu svo saman eftir að Hulda fór út aftur. Börn Huldu og Flosa eru Ágústa Hjördís doktor í hafvísindum og löggiltur skjalaþýð- andi og Sigurður tónlistarmaður og yfirkennari við jazzdeild Tónlistarskóla FÍH. Heim á ný „Ég kom heim eftir námið vorið 1953 en þá hafði Borgarbóka- safnið verið lokað og húsnæðislaust í ár. Það hafði verið borið út úr Ingólfsstræti 12 sem var leiguhúsnæði og flutt í geymslu borgarinnar í Skúlatúni 2. Um haustið fékk ég vinnu á safninu, en þá var verið að flytja inn í Esjuberg sem borgin hafði keypt fyrir safnið. Esjuberg var flott einbýlishús sem hafði verði lag- fært til að henta betur starfsemi safnsins, en var í raun strax of lítið og á margan hátt óhentugt.“ Árið 1955 fékk Hulda launalaust leyfi frá Borgarbóka- safninu og vann þá við Deichmanske bibliotek í Osló, fyrst í aðalútlánsdeildinni og síðan við upplýsingaþjónustu á lestr- arsalnum. Hún telur þetta ár hafi verið mjög lærdómsríkt og góð viðbót við skólalærdóminn. Hulda kom heim í ársbyrjun 1956 og fór strax að vinna í Borgarbókasafninu, aðallega við flokkun og skráningu, en flokkunarkerfið sem safnið notaði var danskt afbrigði af De- wey sem Sigurgeir Friðriksson hafði komið með til Íslands frá sínu námi. Flokkunarkerfi Borgarbókasafns var sambland af þessum venjulega Dewey og danska Dewey. Sigurgeir hafði haldið dönsku aðaltölunum, til dæmis var landafræðin í 400 flokknum, en hann notaði samt þrjár tölur fyrir framan punktinn þar sem í Danmörku er punktur settur eftir annan staf. „Oft hafa komið upp þær hugmyndir að breyta um kerfi, en endurflokkun er mikið mál og því hefur ekki verið ráðist í hana. Núna eru flokkstölur mestmegnis uppröðunartæki og ef til vill lítill tilgangur að leggja í þá miklu vinnu sem endur- flokkun er. Efnisleit fer nú mest fram í tölvu eftir efnisorðum en ekki flokkstölum.“ Ekki var margt starfsfólk í safninu þegar Hulda byrjaði. Lára Pálsdóttir hafði starfað í safninu um langt árabil, en auk hennar voru þarna Katrín Magnúsdóttir, Páll Jónsson, Kristín Bjarnadóttir, Páll Sigurðsson, Jóhann Sveinsson og Herborg Gestsdóttir. Herborg var nokkurs konar framkvæmdastjóri Nemendahópurinn við Statens biblioteksskole 1952­1953. Hulda er í öftustu röð, önnur frá hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.