Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 43

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 43
43 bókasafnið 35. árg. 2011 þegar uppsagnir hófust. Þessi fækkun er meiri en uppsagnir tímarita sem eru 25%. Tafl a 6: Sóttar greinar hjá notendum LSH frá árunum 2003-2010 Til að byrja með var tímaritum sagt upp sem voru með lægstu notkunartíðnina samkvæmt notkunartölum frá útgef- endum. Einnig var haft samband við notendur til að kanna hvaða tímaritum mætti segja upp án þess að skerða verulega klíníska þjónustu, kennslu og vísindi. Þegar niðurskurðarkröf- urnar jukust var ekki hægt að nota þessi viðmið lengur og fl est þau tímarit, sem var sagt upp árið 2010, voru ekki talin skipta sköpum en í fl estum tilfellum voru þau mjög dýr. Má þar nefna tímaritið Science sem hefur verið í áskrift hjá Landspítalanum í mörg ár. Rafrænn aðgangur hafði verið í tíu ár og þegar tíma- ritinu var sagt upp missti safnið aðgang að öllum fyrri árgöng- um. Sumir útgefendur veita ekki aðgang að eldri heftum eftir uppsögn og kemur það sér mjög illa fyrir notendur. Ef tímarit- ið hefði verið á prenti hefðum við ekki misst þennan aðgang. Verðið á rafrænni áskrift fyrir Science var komið upp í 700 þúsund krónur á ári. Landsaðgangurinn hefur enn ekki verið skorinn niður og er það léttir á þessum niðurskurðartímum hjá safninu. Heilbrigðisvísindatímarit í Landsaðgangi beint frá útgefendum eru 1573 talsins. Tímarit í heilbrigðisfræðum eru líka aðgengileg frá EbscoHost og ProQuest Central og eru þau 2563. Sum eru líka í áskrift frá útgefendum. Þessi tímarit henta oft ekki vísindamönnum, sem þurfa aðgang að ritinu um leið og þau koma út eða jafnvel fyrr, en þessi tímarit eru sum með birtingartöf frá sex til tólf mánuðum. Landspítalinn er eftir niðurskurðinn 2010 með 714 tímarit í áskrift sem eru fl est á rafrænu formi. Þessi tímarit eru ekki í Landsaðgangi þar sem þau eru mjög sérhæfð og dýr og henta því ekki samlagi eins og Landsaðgangi. Flest þessi tímarit eru ekki aðgengileg nema hjá Landspítalanum og þeim stofnunum sem eru með þjónustusamning við safnið. Opinn aðgangur vísindatímarita er að aukast og vonandi heldur sú þróun áfram. Áskriftum að nokkrum gagnasöfnum hefur verið hætt. Þar á meðal er gagnasafnið Md Consult. Þegar því var sagt upp missti safnið aðgang að 27 tímaritum varanlega þar sem eng- inn aðgangur er að eldra efni en þetta var áskrift í gegn um gagnagrunn. Einnig missti safnið aðgang að 66 rafrænum bókum, sem voru mikið notaðar. Örfáar bækur hafa verið keyptar síðastliðin þrjú ár. Bóka- safnið hefur á undanförnum árum byggt upp rafrænan bóka- kost um 400 bóka en litlu hefur verið bætt við það safn síðan kreppan skall á. Sumum af rafbókunum sem voru í áskrift og þurfti að endurnýja árlega hefur verið sagt upp. Þær bækur sem keyptar voru til eignar eru um 300. Þessar bækur hverfa ekki og kemur það sér vel að hafa aðgang að þeim þótt þær muni úreldast fl jótlega. Millisafnalánaþjónustan hefur verið öfl ug hjá safninu frá stofnun þess árið 1968. Tafl a 7 sýnir fækkun millisafnalána. Eftir að tímaritin voru aðgengileg í rafrænum aðgangi og fj ölgun tímarita með Landsaðganginum og pakkasamning- um, fækkaði millisafnalánum mikið. Tafl a 7: Millisafnalán á Heilbrigðisvísindabókasafni LSH frá árinu 2001-2009 Millisafnalán eru að verða mjög dýr þar sem höfundaréttur er orðinn mjög virkur og skilar sér inn í verð greina. Vegna takmarkana frá útgefendum er ekki hægt að afgreiða sumar greinar í lit og ekki á rafrænu formi. Greinar sem eru keyptar beint frá útgefanda eða frá öðrum söfnum þurfa að uppfylla ýmsar kröfur. Í sumum tilfellum má aðeins einn notandi opna greinina í lit. Einnig er greinum eytt úr tölvu notandans eftir stuttan tíma þar sem hugbúnaður tengdur við greinina þegar hún er seld, getur eytt greininni úr tölvu kaupandans sam- kvæmt reglum útgefenda. Bókasöfn sem hafa þurft að skera niður tímaritsáskriftir hafa reynt að bjóða upp á aðgang að greinunum í staðinn með því að kaupa eða fá lánaðar greinar. Í mörgum tilfellum hafa söfnin ekki getað það vegna mikils kostnaðar. Meðalverð á grein frá útgefenda er kr. 3.000,-. Safnið bauð upp á vinsæla þjónustu þar sem einstakar greinar voru keyptar beint frá útgefanda áður en þær voru gefnar út. Vísindamenn nýttu þessa þjónustu vel en nú hefur þessi þjónusta verið lögð niður vegna niðurskurðar. Í nóvember 2010 var gerð notendakönnun meðal starfs- manna LSH. Ein af spurningunum kannaði hvort niðurskurður tímarita hafi komið niður á störfum þeirra. Sumir notendur höfðu ekki yfi r neinu að kvarta en bæði kennarar og vísinda- menn höfðu áhyggjur af niðurskurðinum og fannst þetta skerða þjónustu safnsins. Vísindamönnum, sem voru vanir að fá aðgang að greinum á rafrænu formi frá bókasafninu, fannst það tímafrekt að nota millisafnalánaþjónustuna og voru tregir til þess. Sumir voru farnir að kaupa greinar af eigin ráð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.