Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 42
42 bókasafnið 35. árg. 2011 Flestar greinar eru birtar á ensku eða 70% greina og á ís- lensku 30% greina. Greinar birtar á ensku hafa hærri tilvís- anatíðni í WOS. Aðeins eitt íslenskt tímarit í heilbrigðisvísind- um, Læknablaðið, er skráð í PubMed, Scopus og WOS. Aðeins hluti greina sem birtast í blaðinu eru skráðar í WOS en það eru aðeins ritrýndar vísindagreinar. Vísað var aðeins 12 sinnum í þær 52 greinar sem skráðar voru í WOS frá Landspítalanum í Læknablaðinu á tímabilinu 2007-2010. Meðal tilvísunartíðni var 0,23. Ef Læknablaðið væri ekki skráð í WOS væri meðal tilvísunar- tíðni á hverja grein frá Landspítalanum í WOS fyrir sama tíma- bil 11,81. Aðeins útdrættir greina í Læknablaðinu eru á ensku og áhrifastuðullinn í WOS er lágur. Það er mikilvægt að lítil þjóð eins og Ísland birti á móðurmálinu bæði til að viðhalda sínu fræðimáli í heilbrigðisvísindum og auðvelda þeim sem lesa ekki ensku að fræðast um heilbrigðismál á móðurmáli sínu. Enskan er mikilvægt birtingarform fyrir íslenska höfunda með- al annars til að auka tilvísunartíðni. Tilvísanatíðni er til dæmis mikilvæg þegar sótt er um erlenda styrki. Íslenskur höfundur sem skrifar um sama efni og gefur út bæði í Læknablaðinu og einnig í erlendu tímariti gæti fengið fj ölda tilvísana í erlendar vísindagreinar en enga í sambærilega grein í Læknablaðinu. Læknablaðið hefur neikvæð áhrif á meðaltal tilvitnana á grein- ar í WOS. Meðal tilvísunartíðni fyrir allar greinar LSH í WOS yfi r fj ögur ár er 10,98. Með því að sleppa Læknablaðinu væri meðal tilvísunartíðnin 11,81. Munurinn er 0,83 í lægri meðaltilvísana- tíðni. Læknablaðið hefur aðeins í nokkur ár verið skráð í al- þjóðleg gagnasöfn og áhrif tímaritsins eru enn mjög lítil í WOS. Vísindagreinar frá Landspítalanum í erlendum tímaritum, sem birtast í opnum aðgangi, eru enn mjög lítill hluti greina. Leit var gerð í PubMed og var leitin takmörkuð við greinar frá Landspítalanum á tímabilinu 2007-2010. Af þeim 226 greinum sem voru frá Landspítalanum í þessari leit voru einungis 14% í opnum aðgangi. Af þessum 14% greinum voru 75% í opnum aðgangi í PubMedCentral og 25% í opnum aðgangi frá útgef- endum þar sem höfundar höfðu greitt fyrir birtingu. Þetta hlutfall er lægra en opinn aðgangur í heilbrigðisvísindum á heimsvísu sem er um 22% (4). Allar íslenskar heilbrigðisvísindagreinar eru í opnum að- gangi. Þessar íslensku greinar eru varðveittar í Hirslunni. Ís- lenskir útgefendur hafa gert samkomulag við Hirsluna um birtingu í opnum aðgangi greina sem vistaðar eru í Hirslunni. Vísindaráð Íslands undirritaði Berlínar-yfi rlýsinguna varð- andi opinn aðgang í maí 2010. Vonandi verður það til þess að íslenskir vísindamenn fara að leyfa birtingu greina sinna í opnum aðgangi. Allar ritrýndar greinar, sem hafa birst í erlendum tímaritum frá Landspítala, eru skráðar og efnisteknar í Hirsluna og síðan er tengt í allan textann hjá útgefenda eða í erlend varðveislu- söfn eins og t.d. PubMed Central eða UK PubMed Central. Að- eins 14% eru aðgengilegar í opnum aðgangi og 2% þeirra eru varðveittar í Hirslunni. Heimsóknir í Hirsluna hafa aukist á einu ári um 60%. Árið 2010 voru heimsóknir 135.000 og helmingur gesta kom erlendis frá. Íslenskar greinar, sem hafa birst í íslenskum heilbrigðis- tímaritum, eru mikið sóttar í Hirslunni. Það sýnir að vísinda- greinar sem eru skrifaðar á íslensku þjóna Íslendingum vel. Því er mikilvægt að höfundar skrifi bæði á íslensku og ensku. Niðurskurður og hugsanleg áhrif Niðurskurður hefur verið mikill hjá Heilbrigðisvísindabóka- safni LSH frá 2008. Hefur þetta haft áhrif á þjónustu safns- ins þar sem safnkostur hefur verið skorinn niður og starfs- mönnum fækkað. Frá því að kreppan hófst hefur gögnum verið sagt upp og sparað í mannafl a fyrir 63 milljónir króna. Tímaritsáskriftir hafa verið að skornar niður um 25%. Miklar breytingar hafa átt sér stað á tíu árum varðandi útgáfu tíma- rita. Áskriftir breyttust frá því að vera á prenti yfi r í rafrænar áskriftir. Tafl a 5 sýnir fækkun prentaðra tímarita hjá LSH. Á tímabilinu 2001-2009 fj ölgaði rafrænum tímaritum um 90% en prentuðum fækkaði í sama hlutfalli. Tafl a 5: Fjöldi prentaðra tímarita í áskrift hjá LSH 2001-2009 Innkaupahættir breyttust yfi r í miðlæg innkaup að hluta til en hluti af safnkostinum er keyptur eingöngu fyrir Landspítal- ann. Samlög voru stofnuð eins og til dæmis Landsaðgangur- inn og önnur minni samlög sérfræðibókasafna. Til sögunnar komu pakkainnkaup tímarita frá útgefendum þar sem greitt var fullt verð fyrir tímarit sem höfðu verið í prentaðri áskrift hjá söfnunum en fj öldi annarra tímarita fylgdu með í pakk- anum sem þurfti aðeins að greiða lítið fyrir, til dæmis 5% - 7% af fullu verði. Núna þegar kemur að niðurskurði reynist erfi tt að skera niður þessa pakka. Útgefendur stilla verðinu þannig að ef valið er að taka aðeins hluta af pakkanum í áskrift þá lækkar verðið lítið. Aðgangur að aukatímaritunum lokast við uppsögn. Almennt hafa notendur verið mjög ánægðir með rafræna aðganginn og hafa nýtt hann vel. Því eru það vonbrigði að snúa þurfi þessari jákvæðu þróun við. Rafrænu tímaritin eru mikið notuð. Tafl a 6 sýnir aukningu á sóttum greinum hjá notendum LSH á tímabilinu 2003-2008. Árið 2003 voru sóttar greinar rúmlega 70 þúsund en árið 2008 voru sóttar 201.895 greinar. Á tímabilinu 2009-2010 fækkar sóttum greinum um 35% og árið 2010 voru sóttar 73.000 færri greinar en 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.