Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 37

Bókasafnið - 01.06.2011, Qupperneq 37
37 bókasafnið 35. árg. 2011 Umræður Ljóst er að notkun á þjónustu græðara er í sókn hér á landi. Ástæður þess eru vafalaust margar. Niðurstöður rannsókna erlendis (Jonas,1998; Chao, Wade, Kronenberg, Kalmuss & Cushman, 2006) benda til þess að helstu skýringar á því hvers vegna fólk leitar á náðir græðara séu þær að viðteknar lækn- ingar hafa ekki gagnast því sem skyldi. Samkvæmt rannsókn Zollmann og Vickers (1999) fólst sú óánægja ekki síst í því að fólki þótti skorta bæði tilfinningalegan stuðning heilbrigðis- starfsfólks og skilning á þörf sjúklinga fyrir að taka virkari þátt í eigin meðferð og ákvörðunum sem snertu hana. Í rann- sókninni sem er hér til umfjöllunar voru niðurstöður á sama veg. Fimm af átta þátttakendum hófu að leita upplýsinga um óhefðbundnar heilsumeðferðir vegna óánægju með þjón- ustu almenna heilbrigðiskerfisins sem stafaði annars vegar af því að læknismeðferðir báru ekki tilætlaðan árangur og hins vegar mislíkaði viðkomandi skilningsleysi og totryggni sem þeir töldu sig hafa mætt í samskiptum sínum við lækna og hjúkrunarfólk. Annar helsti drifkraftur að baki upplýsingaleitar þátttak- enda um óhefðbundnar heilsumeðferðir var ákafur fróðleiks- þorsti og löngun til þess að menntast og að efla persónulegan þroska. Það rímar við niðurstöður upplýsingafræðingsins Thomas D. Wilson (2006) sem áleit að upplýsingaþarfir fólks væru ekki einvörðungu byggðar á þörf fyrir að leysa tiltekið vandamál eða á þörf fyrir að koma til móts við líkamlegar þarfir heldur mætti ekki síður rekja þær til tilfinningalegra hvata sem fólust í þrá eftir öryggi og sjálfsvirðingu. Jafnframt spila vitsmunalegar þarfir inn í sem ýta undir löngun til þess að skipuleggja fram í tímann og löngun til þess að læra eitt- hvað nýtt. Í máli þriggja þátttakenda mátti greina að það var þeim mikið áhugamál að deila þekkingu sinni og reynslu af óhefð- bundnum heilsumeðferðum. Þarna birtist knýjandi tilfinninga- leg þörf til þess að miðla upplýsingum. Það kemur heim og saman við kenningar upplýsingafræðingsins Ken Rioux (2006) um að upplýsingamiðlun fólks stafar ekki síst af tilfinningalegri fullnægju og ánægju sem hlýst af því að uppfræða aðra. Eins og við var að búast breyttist upplýsingaöflun þátt- takenda í kjölfar þess að þeir hófu að stunda óhefðbundnar heilsumeðferðir. Hún varð markvissari og beindist að hag- nýtum upplýsingum sem nýttust beinlínis í starfi. Græðararnir sem rætt var við sögðust einkum afla upplýsinga í bókum, á námskeiðum og á netinu. Rannsóknir á upplýsingahegðun græðara í bæði Ástralíu og í Bandaríkjunum sýndu að, rétt eins og þátttakendur í rannsókninni, leituðu þeir aðallega upplýs- inga í skráðum heimildum (Burns, 2007; Smith o.fl., 2005). Hins vegar leituðu erlendu græðararnir fyrst og fremst upplýsinga í fagtímaritum og í rafrænum gagnasöfnum. Í ljósi þess kom á óvart að einungis einn viðmælandi í rannsókninni nefndi að hann læsi reglulega fagtímarit á sviði óhefðbundinna heilsu- meðferða. Enginn þeirra kannaðist við að hafa nýtt sér rafræn gagnasöfn eða háskólabókasöfn en þrír höfðu gert tilraun til þess að afla sér upplýsinga á almenningsbókasöfnum. Aftur á móti töldu þátttakendur í rannsókninni óformlega upplýsingaöflun þeim mun mikilvægari. Þeir voru á einu máli um að ein helsta leiðin til þess að afla sér nýrrar þekkingar í fræðunum væri að ræða við starfssystkin og aðra sem þekktu til á sviðinu og einnig kom fram mikilvægi þess að afla nýrrar þekkingar í faginu með því að prófa heilsumeðferðir og nátt- úrulyf af eigin raun. Rannsóknin leiddi í ljós að upplýsingahegðun þátttakenda mótaðist af ýmsum áhrifaþáttum, bæði einstaklingsbundnum sem og utanaðkomandi. Áhrif sem mátti rekja til persónulegra eiginleika fólust meðal annars í viðmiðum sem þátttakendur notuðu til þess að meta gagnsemi og gæði upplýsinga. Sam- kvæmt þátttakendum ákvörðuðust gæði heimilda einkum af fyrri þekkingu og reynslu og af því hvort þær rímuðu við sann- færingu þeirra. Það kemur heim og saman við niðurstöður sál- fræðirannsókna sem sýna að upplýsingar öðlist fremur hljóm- grunn þegar þær samræmast fyrri skoðunum, þekkingu og gildum einstaklingsins (Wilson, 1997). Upplýsingahegðun þátttakenda mótaðist auk þess ber- sýnilega af utanaðkomandi áhrifaþáttum og þá ekki síst af neikvæðum viðbrögðum sem þátttakendur sögðust hafa mætt meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Það hafði í för með sér að viðkomandi þátttakendur héldu áhuga sínum á óhefðbundnum heilsumeðferðum og upplýsingum um starfsemi sína innan afmarkaðs hóps fólks sem það treysti. Það er umhugsunarefni hvort að sama máli gegni almennt um áhugafólk og notendur óhefðbundinna heilsumeðferða og þá einkum í ljósi tilmæla Landlæknisembættisins:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.