Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 59

Bókasafnið - 01.06.2011, Blaðsíða 59
59 aðra spekinga. Auk þess voru fastagestir eins og Gísli Jónsson og Stefán Karlsson sem ævinlega áttu sitt sæti við borðið ef þannig stóð á. Af þessu leiddi að oft var það skemmtileg upp- lifun að sitja við skráningu þegar lífi ð var sem mest í kaffi tím- unum. Steindór sagði sögur og var ótrúlega víða vel heima. Hjörtur á Tjörn hafði líka frá ýmsu að segja og einu sinni var drifi ð fram segulband og þau systkinin frá Tjörn sungu saman „Buslubæn Ólafsfi rðinga“: „Denne lille dreng Gik op på dette høje fj ell Og denne og denne og denne. Ríða hringinn, ríða hringinn, ríða hringinn. En hvað Íslendingar hafa gaman af að tala við útlenda menn. Eru þið norskir, eruð þið sænskir? Nei við erum hvorugt við erum sunnlendingar. Hvort þá í logandi heitasta helvíti, ætli það verð‘ ekki þurrkur á morgun.“ Kvennalistakonur réðu ráðum sínum og oft urðu fj örugar umræður um stjórnmálin, en ennþá meira var gaman þegar sagðar voru sögur af mönnum og málefnum og allar ættir raktar og öll „forhold“ skýrð. Í dag heita svona kaffi tímar þekk- ingarstjórnun af bestu sort, því allir fengu allar upplýsingar og sumt sem þar kom fram lifi r enn. Á þessum tíma var ekki hægt að gúggla neitt og spjald- skráin var yfi rleitt bara með höfundi og titli og kannski efnisorði ef um ævisögu einstaklings var að ræða. Þá skipti miklu fyrir bókavörðinn að vera vel að sér, muna hvaða bók fj allaði um hvaða efni, jafnvel þó ekki væri nema svolítill kafl i. Þá var mikilvægt að allir legðust á árarnar ef djúpt var á svörum og stundum dugði það en svo var líka tengslanetið út um allan bæ sem hægt var að grípa til. Enda varð það svo að þegar þau fóru á eftirlaun öll þrjú sem hér um ræðir kom það fyrir oftar en ekki að hringt var í þau til að leita svara ef ekki fengust nógar upplýsingar úr þeim gögnum sem fyrir lágu. Og alveg fram í andlát sitt var Hörður með á reiðum höndum verðgildi hverrar bókar sem gefi n hafði verið út á Íslandi og ævinlega tók hann vel þeim sem til hans leituðu. Það má kannski segja að þau þrjú hafi haft það að leiðarljósi sem æ síðan hefur verið eitt af einkunnarorðum starfsmanna Amtsbókasafnsins: „Það er ekki til nein heimskuleg spurning, nema kannski sú sem menn láta hjá líða að spyrja“. Nú eru aðrir tímar, önnur tæki og annað fólk. Sennilega er stimpill safnsins hið eina af tækjum þeirra Harðar, Fríðu og Petrínu sem enn er notað. Engu að síður myndu þau sóma sér vel á hvaða bókasafni samtímans sem er, því þau misstu aldrei sjónar á því sem mikilvægast er í starfi bókavarðarins: viljan- um til að greiða götu þeirra sem safnið sækja heim, án tillits til þess hvaða tæki og skrár eða vélar eru fyrir hendi. Gott er að muna það og minnast þeirra. Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri 1977. Petrína er í miðröð önnur frá hægri og í fremstu röð eru Hörður lengst til vinstri og Hólmfríður önnur frá hægri. bókasafnið 35. árg. 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.